Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 10
stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR10
RAÐMORÐINGI
����������������������
����������������������
���������������������������
��������������������������
�������������������������������
�����������������������������
����������������������������
�������������������������
��������������������������
� � �� �� �������
�����������������������
������������������������������
� � ����������� �����
����������
Hugrenningatengsl
Jóhanna Sigurðardóttir fylgdi úr hlaði þingsálykt-
unartillögu Samfylkingarþingmanna í vikunni um
rannsókn á lýðræði og valdi. Viðamiklar rannsóknir
af þessum toga hafa verið gerðar hjá frændum
vorum á Norðurlöndunum og leitt ýmislegt for-
vitnilegt í ljós eins og áður hefur verið greint frá í
Fréttablaðinu.
Jóhanna hóf mál sitt á endursagðri tilvitnun í þýska
nóbelskáldið Günther Grass. Eitthvað á þessa
leið: „Lýðræðinu, sem Þjóðverjum var
fært fyrir 60 árum, stafar um
þessar mundir mest ógn af
því að völd í þjóðfélaginu
hafa að miklu leyti færst frá
stjórnmálamönnum í hendur
þeirra afla sem stýra efna-
hagslífinu. Þingræðið er orðið
einskonar deild í kauphöllum.
Öllu er stýrt af bönkum og fyrir-
tækjasamstæðum. Ekki að undra að æ fleiri fái það á
tilfinninguna að einhver samráðsöfl efnahagslífsins
hafi alla þræði í hendi sér.“
Bíðum við. Hvað sagði ekki Davíð Oddsson þegar
hann kvaddi stjórnmálin á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins og gekk á vit bankavaldsins: „Því er enn
dapurlegra að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar
heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og
ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag
sýndi, virðast naumast líta lengur á Samfylkinguna
sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dóttur-
félag auðhrings.“
Jóhanna og Samfylkingin hafa
áttað sig á sannindum sem
Günther og Davíð hafa báðir
sett fram með svo skáldlegum
en að vísu dálítið ólíkum hætti.
Davíð vissi alltaf eins og Günther
að stjórnmálamennirnir eru í vasa
auðhringanna.
Snörp orðaskipti urðu í
utandagskrárumræðum á
Alþingi síðastliðinn föstu-
dag um fjölgun og stöðu
öryrkja. Heilbrigðisráð-
herra vill koma böndum á
útgjaldaaukningu og vill
endurskoða læknisfræðilegt
örorkumat í því sambandi.
Málshefjandi var Helgi Hjörvar,
þingmaður Samfylkingarinnar, en
hann er sjálfur öryrki sökum mik-
illar sjónskerðingar. Helgi gerði
fyrst að umtalsefni nýlega skýrslu
Hagfræðistofnunar sem hann kvað
vera áróðursplagg.
Þarf enn að höfða mál?
„Ég mótmæli þeirri lítilsvirðingu
sem okkur öryrkjum er sýnd aftur
og aftur í athöfnum hæstvirts
heilbrigðisráðherra. Við öryrkjar
erum ekki aumingjar sem hægt er
að birta tilskipanir eða palladóma
um einhliða af hálfu stjórnvalda.
Við erum fólk og það á að tala við
okkur eins og fólk um málefni
okkar og taka mark á sjónarmið-
um okkar áður en ákvarðanir eru
teknar. Og semja við okkur. Og
standa við samninga við okkur.
Og við hljótum að spyrja enn
einu sinni úr þessum stól hvort
hæstvirtur heilbrigðisráðherra
ætli aldrei að standa við samning-
inn sem hann gerði fyrir síðustu
kosningar. Og hefur sjálfur sagt
úr þessum ræðustól að vanti hálf-
an milljarð upp á. Á það virkilega
að vera svo að Öryrkjabandalagið
síðar í þessum mánuði þingfesti
í héraðsdómi enn eitt málið gegn
ríkisstjórninni svo að hæstvirt-
ur ráðherra standi við orð sín,“
sagði Helgi í upphafi máls síns.
Og síðar sagði hann: „Ég spyr ráð-
herra hvort hann sé ekki sammála
mér um að vinnumarkaðsmál séu
meginorsök nýgengis örorku og
hvort hann hafni ekki þeim kenn-
ingum örorkuskýrslunnar, þeim
hlægilegu kenningum að afslætt-
ir af strætómiðum og önnur vild-
arkjör okkar öryrkja leiði til þess
að heilbrigt fólk flykkist í stórum
stíl inn í gósenland örorkubótanna
óverðskuldað.“
Öryrkjum fjölgar um þrjá á dag
Þegar bornir eru saman þeir sem
metnir voru til örorku og örorku-
styrks fyrstu sex mánuði áranna
2003, 2004 og 2005 kemur í ljós
samkvæmt tölum frá Trygginga-
stofnun ríkisins að körlum í þess-
um hópi fjölgar um liðlega 27 pró-
sent og konum um rúm 31 prósent.
„Það er verulega umfram það sem
búast mætti við að teknu tilliti til
lýðfræðilegra breytinga,“ sagði
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra í umræðunum.
„Þegar svo teknir eru karlar
á aldrinum 25 til 59 ára fjölgar
þeim um 24,8 prósent en konum
á sama aldursbili fjölgar um 40
prósent. Það eru vísbendingar um
að eitthvað sé að hægja á fjölgun-
inni á þessu ári en samt sem áður
hefur örorkulífeyrisþegum fjölg-
að úr 12.050 í 12.627 miðað við
útgreiðslu Tryggingastofnunar
fyrstu níu mánuði ársins.
Fjölgunin nemur 4,8 prósent-
um, sem svarar til þess að öryrkj-
um hafi fjölgað um þrjá hvern
virkan dag frá áramótum til 1.
október,“ sagði heilbrigðisráð-
herra enn fremur.
Og hvers vegna fjölgar öryrkj-
um? „Mín skoðun er sú að hið
læknisfræðilega örorkumat þurfi
endurskoðunar við,“ sagði Jón.
Uggvænleg þróun
Öryrkjar eru færri hér en annars
staðar á Norðurlöndum og útgjöld
til þeirra mæld af landsframleiðslu
því lægri. En útgjöld hins opinbera
og lífeyrissjóðanna aukast hratt.
Sjötíu prósent útgjaldaaukningar
undanfarið má rekja til fjölgunar
öryrkja. „Öryrkjum fjölgar hér
örar en annars staðar á Norður-
löndunum, einkum í yngri aldurs-
hópum, eins og staðfest hefur
verið. Og borið saman við Noreg
fjölgar hér öryrkjum mjög mikið,“
sagði heilbrigðisráðherra.
„Sorgleg fjölgun öryrkja er ekki
afsökun fyrir því að skerða bætur
eða svíkja samninga. Þvert á móti
á hún að vera okkur tilefni til
þess að huga enn betur að kjörum
öryrkja eftir því sem fleiri þurfa
að búa við þau kröppu kjör sem
ævikjör sín,“ sagði Helgi Hjörvar
Fram kom í máli Jónínu Bjart-
marz, Framsóknarflokki, að ríkið
greiðir um átján milljarða á ári
úr sjóðum sínum vegna örorku í
landinu. Árlegt tjón samfélagsins,
meðal annars vegna vinnutaps, er
áætlað um um 34 milljarðar króna.
Jónína Bjartmarz sagði fjölgun í
hópi ungra öryrkja vera uggvæn-
lega en samkvæmt gögnum væru
þeir 136 prósentum fleiri en á
hinum Norðurlöndunum. Hún taldi
einnig uggvænlegt hversu fáir
ættu afturkvæmt á vinnumarkað-
inn sem út af honum færu vegna
örorku.
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, Samfylkingunni, dró lágar
sjúkradagpeningagreiðslur inn í
umræðuna. „Sá sem missir starfs-
orku fer á sjúkradagpeninga í
löndunum í kringum okkur, sem
eru hærri en örorkubætur. Eftir ár
er hugsanleg örorka þeirra metin.
Hér eru sjúkradagpeningar svo
lágir að það er vonlaust að draga
fram lífið á þeim; 876 krónur á dag
eða 27 þúsund krónur á mánuði.
Enda fer þeim ört fækkandi sem fá
þær greiðslur samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu núna og munu fara
beint á örorku. Lágar eru örorku-
bæturnar en á sjúkradagpening-
um lifir enginn. Nema með því að
eiga því meiri rétt í sjúkrasjóðum
verkalýðshreyfingarinnar.“
johannh@frettabladid.is
Öryrkjum fjölgar um þrjá á dag
„Ef maður í minni stöðu missti báða fætur í
sykursýki mundi ég ekki tapa krónu í tekjum. Þó
ég væri í hjólastól. Samt sem áður ætti ég rétt á
örorkulífeyri.“
Pétur H. Blöndal í utandagskrárumræðum á
Alþingi um fjölgun og stöðu öryrkja síðastliðinn
föstudag.
„Ísland er ekki bananalýðveldi og þú átt ekki að
gera lítið úr íslensku samfélagi.“
Björgólfur Thor Björgólfsson í viðtali í Financial
Times síðastliðinn föstudag.
Úr bakherberginu...
Víglínurnar í íslenskum stjórnmálum birtast með
ýmsum hætti. Stundum verða þær nokkuð skýrar,
eins og til dæmis í utandagskrárumræðu á Alþingi
nú í vikunni þegar Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri
grænum, skammaði Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur menntamálaráðherra blóðugum skömm-
um fyrir að ætla sér að leggja niður Listdansskóla
Íslands. Eða breyta rekstrarformi hans og samlaga
hann framhaldsskólakerfinu.
„Menntamálaráðherra geysist yfir uppeldis-
stöðvar listnema með mætti eyðileggingarinnar að
því er virðist,“ sagði Kolbrún með þunga og var á
henni að skilja að hér væri verið að stíga enn eitt
skrefið í átt til einkareksturs.
Sem leiðir hugann að ræðum frambjóðenda
fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í höfuðborginni nú
um helgina. Þeir vildu auka valfrelsi skólabarnanna og foreldranna. Fjölga val-
kostum og auka fjölbreytnina.
Þetta gæti þýtt á íslensku að borgarsjóður ætti að afhenda foreldrum ávísun
á hverju hausti fyrir grunnskólakostnaði barnanna. Foreldrar og börn gætu valið
sér skóla burtséð frá því hvort hann er rekinn af hinu opinbera eða einkarekinn.
Og ef einhver skóli er dýrari en svo að ávísunin hrökkvi fyrir kostnaði út skólaárið
er bara að draga upp budduna. Eða velja ódýrari skóla ef buddan er tóm.
Vilja menn ekki úr öllum flokkum - nema Vinstri grænir - selja ríkinu hlut
höfuðborgarinnar í Landsvirkjun. Og svo má einkavæða þegar orkufyrirtækið er
allt komið á eina hendi. Geir Haarde nefndi það í framhjáhlaupi á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði.
Svo eru stjórnmálamenn búnir að koma óveiddum fiski í sjó í veðhæfa einka-
eign útvegsmanna. útvegsbændur ættu nú, eftir öll þessi ár, að rétta þjóðinni og
stjórnmálaflokkunum sáttahönd eftir allt vopnaglamrið og yfirganginn.
Eru svo bankarnir ekki farnir að auglýsa tekjuvernd? Er það sama fyrirbrigði
og eitt sinn var partur af opinbera velferðarkerfinu og kallað sjúkradagpeningar
eða örorkubætur?
Í nafni valfrelsisins
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
VIKAN
Þingfundir á Alþingi.
Utandagskrárumræður og fyrir-
spurnir.
ÞRIÐJUDAGUR
Ríkisstjórnarfundur
MIÐVIKUDAGUR
Utanríkisráðherra svarar fyrirspurn
Steingríms J. Sigfússonar um fanga-
flutninga. Hugsanlega utandagskrár-
umræður um málið.
FÖSTUDAGUR
Ríkisstjórnarfundur.
LAUGARDAGUR
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokks-
ins haldinn í Kópavogi og stendur
fram á sunnudag.
NÆSTA VIKA