Fréttablaðið - 06.11.2005, Page 16
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR16
Telma L. Tómasson er lands-mönnum kunn af sjónvarps-skjánum en hún var lengi
áberandi andlit fréttastofu Stöðv-
ar 2, þar sem hún starfaði síðast
sem aðstoðarfréttastjóri. Þótt
stjörnuljómi sjónvarpsskjásins
hafi umvafið Telmu í kvöldfrétt-
unum gat hún ekki beðið eftir því
að komast í hesthúsið og fara úr
sparidressinu í drullugallann,
eins og hún kallar þann klæðnað
sem henni líður best í.
„Mér líður best í hestagallan-
um og á hestbaki,“ segir Telma,
sem eignaðist sinn fyrsta hest
þegar hún var kaupakona í sveit á
táningsaldri.
„Sem barn hafði ég búið í
Bandaríkjunum og Hollandi, þar
sem ég heimtaði stöðugt að kom-
ast á hestbak, þótt enginn væri
í hestamennsku í fjölskyldunni.
Eftir að við fluttum til Íslands
rellaði ég mikið í foreldrum
mínum að komast á reiðnámskeið
en eignaðist svo þessa hryssu í
sveitinni. Hana átti ég til tvítugs,
að ég seldi hana og var hestlaus
hestakona í mörg ár, en mikið á
lánshrossum. Í nokkur ár var ég
búsett í Brussel þar sem ég stund-
aði útreiðar á stórum hrossum, en
þegar ég flutti aftur heim keypti
ég mér mín eigin hross og hef
verið á kafi í hestamennskunni
síðan,“ segir Telma, sem lét gaml-
an draum rætast í fyrra þegar hún
keypti sér keppnishestinn Kol frá
Kjarnholtum.
„Ég hef þá trú að maður eigi
að fylgja draumum sínum eftir
og langaði að prófa. Því er ég nú
á gamals aldri farin að spreyta
mig á keppni í smáum stíl, þótt ég
ætli mér ekki í atvinnumennsk-
una héðan af,“ segir Telma hlát-
urmild og vill síður en svo gorta
af afbragðsárangri á innanfélags-
mótum sem hún hefur tekið þátt
í.
„Ég tók fyrst þátt í kvennatölti
á ís í lægsta byrjendaflokki og
gekk býsna vel; lenti í öðru sæti
og var afar stolt af mínum hesti.
Síðan hef ég unnið mót og einnig
náð að klúðra keppni alveg stór-
kostlega, en maður lærir af þessu
öllu saman og bara gaman að vera
með. Hesturinn var slæmur í baki
Best á fáki fráum
Telma L. Tómasson var ekki nema tveggja ára þegar hún strauk að
heiman á fyrsta hestinum sínum og hélt út á hraðbrautina þar sem
hún bjó í Bandaríkjunum. Fákurinn sá var reyndar úr plasti og á
hjólum, en hestabakterían er Telmu í blóð borin. Þórdís Lilja Gunnars-
dóttir hitti Telmu, sem nýlega tók við stöðu útgáfu- og markaðsstjóra
hestatímaritsins Eiðfaxa.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Micra
Ver› 1.490.000.-
Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, 6 diska
geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rú›uflurrkur.
MICRA
NISSAN
SÆTUST!
SKIPT_um væntingar
HESTUR ER EKKI BARA HESTUR Telma er hestakona af lífi og sál, nýlega búin að fá sér
keppnishest og sigrar nú og tapar til skiptis á innanfélagsmótum, sér til skemmtunar. Hún
ætlar sér stóra hluti með elsta starfandi tímariti hestamanna; Eiðfaxa, eins og sjá má á
nýjasta tölublaðinu, en Eiðfaxi á sér þúsundir lesenda um allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
þegar leið á síðasta vetur og þurfti
því að hvíla hann. Ég hygg að hann
sé búinn að ná sér og hlakka til
vetrarins.“
Hestur er ekki bara hestur
Hestamennskan á hug Telmu allan
og þótt hún njóti stundum aðstoð-
ar eiginmanns síns, Karls Óskars-
sonar kvikmyndagerðarmanns, er
hún að mestu ein í hestunum þar
sem atvinnan dregur húsbóndann
oft til útlanda.
„Börnin mín fara sjaldan á
bak en maðurinn minn hefur hins
vegar fylgt mér ótrúlega vel eftir
miðað við að þetta er mitt áhuga-
mál. Ekki er sjálfgefið að allir í
fjölskyldunni hafi sama áhugamál
en skemmtilegt þegar svo er því
sportið er tímafrekt og því fylgir
mikil og ánægjuleg útivist,“ segir
Telma, sem hefur í nógu að snúast
að hreyfa þriggja hesta stóð, allt
að fimm sinnum í viku.
„Hestamönnum þykir nú ekki
merkilegt að eiga þrjá hesta en
fyrir mig er þetta dágott því
hrossin þarf að hreyfa reglulega,
eigi þau að vera í góðu formi, ekki
síst keppnishestar. Í keppni er ég
rétt að fikra mig áfram en ég á
góða að og umgengst hestamenn
sem hafa áratugareynslu og eru
örlátir á visku sína,“ segir Telma
glöð í bragði.
„Samband milli hesta og
manna er bæði sérstakt og fagurt.
Það verður að ástríðu og þótt ég sé
forfallin hestaáhugamanneskja er
ég alls ekki verst. Margt hestafólk
lifir varla daginn af nema tala um
hesta, sinna þeim og vera í kring-
um þá. Margir alast upp við hesta-
mennsku og það á við um marga
af okkar fremstu knöpum. Ég held
að manneskjunni sé nauðsynlegt
eitthvert samneyti við dýr. Hest-
ar eru næmar skepnum og maður
þarf að vera næmur í kringum
þá; læra að lesa þá, tengjast þeim
og vita hvernig maður nær fram
því besta. Hestar vilja þjóna og
knapinn þarf að vera leiðtogi.
Þá fyrst fara hlutirnir að gerast,
þegar hestur og maður skilja hvor
annan,“ segir Telma, sem eins og
margir hestamenn, hefur tengst
hestum sínum tilfinningaböndum.
„Hestar verða vinir manns, en
þeir tengjast einnig vináttubönd-
um sín á milli og hafa mikil sam-
skipti hvor við annan sem gaman
er að stúdera. Hestur er heldur
ekki bara hestur, heldur hefur
hver þeirra sinn einstaka karakt-
er, skap, hæfileika og líkamsbygg-
ingu, og því alltaf eins og að kynn-
ast nýrri manneskju að setjast bak
nýjum hesti.“
Leikið sér í vinnunni
Á haustdögum tók Telma við sta-
rfi útgáfu- og markaðsstjóra Eið-
faxa. Í nýútkomnu tölublaði þess
gamalgróna tímarits má strax sjá
að tekið hefur verið til hendinni.
„Ég hafði lengi velt því fyrir
mér hvernig ég gæti sameinað
áhugamál og atvinnu. Eiðfaxi var
kjörinn vettvangur,“ segir Telma
en Eiðfaxi var stofnaður árið
1977 af hugsjónamönnum í hesta-
mennsku.
„Hér hefur öflugt starf verið
unnið í gegnum tíðina og hér hitti
ég fyrir mjög hæft starfsfólk sem
hefur yfirburðaþekkingu á öllu
sem tengist íslenska hestinum. Það
sem ég hef einkum fram að færa
er reynsla mín af fjölmiðlastarfi,
sem svo blandast áhuga á hestum.
Ég er því ein af þeim heppnu sem
geta verið að leika sér í vinnunni,“
segir Telma hláturmild.
„Við höfum nú þegar gert
spennandi útlitsbreytingar á blað-
„Hestar verða vinir
manns en þeir tengjast
einnig vináttuböndum
sín á milli og hafa mikil
samskipti hver við
annan sem gaman er
að stúdera.“