Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 18
 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR18 Hallgrímur Helgason blogg-ar í nafni félagslegs and-spyrnumanns frá Sauðár- króki og Tómas Jónsson dælir út tölvubréfum til hinna og þessa mektarmanna og gerir sér mat úr svörunum í bók Kristjóns Kor- máks Guðjónssonar. Þá er nokkuð um bækur þar sem efniviðurinn og persónur eru teknar beint úr raunveruleikan- um, lítt dulbúnar eða alls ekki. í ljóðabók Hauks Más Helgasonar grípur örvæntingarfullt skáld til vopna í útsendingu hjá þekktum sjónvarpsmanni og Óttar Martin Norðfjörð styðst við raunveruleg- ar fyrirmyndir í Barnagælum svo fáein dæmi séu nefnd. „Það er svo sem engin nýlunda að það eigi sér stað ákveðin skör- un þarna á milli,“ segir Kristján Bjarki Jónasson, útgáfustjóri hjá Eddu útgáfu. „Raunsæi hefur verið ráðandi lengi í íslenskri bókmenntahefð og lesendur litið á bókmenntir eins og fjölmiðil sem miðlar fréttum, viðhorfum og skoðunum rétt eins og aðrir miðl- ar en setur það í stærra samhengi. Þessa gætir til dæmis sterkt í íslenskum glæpasögum þar sem samtímaatburðum er gjarnan blandað inn í söguþráðinn.“ Jón Karl Helgason, bókmennta- fræðingur og útgefandi hjá Bjarti, bendir á að lykilrómanar, það er skáldsögur þar sem persónur eru teknar beint úr veruleikanum, eigi sér langa og samfellda hefð á Íslandi. „Skýrasta dæmið er sennilega Atómstöðin. Þegar hún kom út taldi fólk sig þekkja marg- ar persónur í henni og svo virðist sem skáldskapurinn hafi verið notaður sem eins konar revía.“ Sprenging í höfðinu Jón Karl er hins vegar sammála þeirri staðhæfingu að mikill áhugi sé á bókmenntum þar sem heim- ar raunveruleika og skáldskapar skarast. Fyrir nokkrum misser- um hóf Bjartur útgáfu á Svörtu línunni, ritröð þar sem markmiðið var beinlínis að kanna þessi mörk. „Við höfðum það á tilfinningunni að þetta væri spennandi svæði,“ útskýrir hann. „Þetta er ákveðin tilraun til að endurvekja trúna á skáldskap og fá fólk til að taka hann alvarlega. En svo má líka horfa á þetta frá hinni hliðinni; það er að höfundur sem liggur eitthvað á hjarta um málefni sem hann telur brýnt grípi til hinna áhrifamiklu listbragða skáld- skaparins með það í huga að ná til og hreyfa við fleiri lesendum. Hvernig sem á það er litið er ljóst að það hefur orðið skammhlaup milli hinna hefðbundnu skila milli fræða og skáldskapar.“ Jón Karl segir þessa tilhneig- ingu sjást berlega ef litið sé út fyrir landsteinana og nefnir sem dæmi tvær bækur sem Bjart- ur gefur út á árinu, Níu nætur eftir Brasilíumanninn Bernardo Carvalho og Stríðsmenn Salamis eftir Spánverjann Javier Cercas. „Þetta eru hvort tveggja skáld- verk þar sem höfundarnir setja sína eigin persónu í aðalhlutverk. Cercas nefnir hana meira að segja í höfuðið á sér og maður virkilega trúir á hann sem persónuna sem birtist í bókinni. En þegar líður á lesturinn fær maður á tilfinn- inguna að ekki sé allt sem sýnist, enda kom það á daginn þegar Cerc- as kom hingað á bókmenntahátíð fyrr á árinu. Þá kom til dæmis í ljós að ólíkt söguhetjunni, sem er nýskilin og lifir hálfömurlegu lífi, er hann hamingjusamlega giftur. Við lesturinn verður ein- hver sprenging í höfðinu þegar maður veltir því fyrir sér hvað er satt og hvað ekki og að endingu spyr maður: Skiptir það máli? Það verða til einhver aukaáhrif og jafnvel þótt um „skáldverk“ sé að ræða spyr lesandinn sig hvort hann eigi að trúa eða ekki og í því felst ákveðin viðurkenning á því að bilið milli fræða og skáldskap- ar er ekki jafn mikið og við viljað vera láta.“ Mótsögnin í andspyrnunni Kristjáni Bjarka eru bækur Hallgríms Helgasonar og Stef- áns Mána hugleiknar þar sem þeir taka á málum sem brenna á þeim, sem og bregða á leik með eigin persónur sem þeir þó teygja til og toga. „Túristi eftir Stefán Mána fjallar um rithöf- und í samfélagi þar sem fjölmiðl- ar eru svo mótandi afl að hann þarf alltaf að ganga lengra og lengra til að vekja athygli á sér og verður sífellt skrítnari. Þetta er sjálfshæðin paródía um stöðu þess sem á allt sitt undir skoð- unum almennings og er haldinn sýniáráttu og athyglisþörf. Hann reynir að titla sig sem snilling en þegar á botninn er hvolft er hann ekkert án fjölmiðla og lesenda.“ Mikið af höfundarverki Hall- gríms Helgasonar er leikur að sjálfsmyndum en bókin Rok- land er skrifuð út frá sjónarhóli þess sem er í andstöðu við fjöl- miðlasamfélagið. „Hallgrímur skrifar bók í nafni Böðvars H. Steingrímssonar. Böddi hatar sjónvarp, les ekki blöð og öll ytri einkenni fjöldamenningar sam- tímans eru eitur í hans beinum. En rödd hans fær útrás á blogg- síðu og bókin fjallar öðrum þræði um þessa mótsögn að vera í andspyrnu gegn einhverju en þurfa að taka þátt í því engu að síður. Böddi harmar núverandi ástand og vill spyrna við því en fólk skilur hann ekki því hann er algjörlega á jaðrinum.“ Eins brýnt og það er að höf- undar bregðist við samtímanum getur farið svo að bækur þeirra verði svo bundnar samtíma sínum að þær verði allt að því einnota. Þá er bilið milli háðsádeilunnar og þess sem deilt er á oft á tíðum mjótt. „Ég ætla að ganga helm- ingi lengra næst,“ lofar Kristj- ón Kormákur - eða hótar, allt eftir því hvernig á það er litið. Í sífelldum tilraunum til að finna nýja leiðir, toppa sjálfan sig og ganga lengra er oft stutt í tilfinn- ingaklámið, sérstaklega þar sem það þykir viðtekið að opna sína innstu afkima fyrir öðrum í þeim tilgangi að búa til skemmtiefni. „Það er vissulega hætt við því að menn fari í slíkan spíral,“ segir Kristján. „En það verða alltaf til höfundar sem bregðast við slíku ástandi og sporna við því.“ Jón Karl bendir á að sá mikli fjöldi fólks um allan heim sem er tilbúinn að ganga nær sinni persónu og setja sig á svið, hvort sem er í raunveruleikaþáttum, á bloggsíðum eða bókum, virð- ist benda til þess að margir taki hinu alsjáandi auga stóra bróðurs fagnandi. „Það er hreinlega hrópað: Stóri bróðir horfðu á mig! Það sá Orwell ekki fyrir.“ Stóri bróðir horfðu á mig! Bækur þar sem mörkum skáldskapar og veruleika hefur verið allt að því eytt eru fyrirferðarmiklar þessi jól. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Jón Karl Helgason og Kristján Bjarka Jónasson og spurði hvað veldur? Við opnum þér heiminn í sumar á lægsta verðinu frá kr. 6.890 Bókaðu strax og tryggðu þér lægsta verðið! www.heimsferdir.is Düsseldorf Frá kr. 6.890 Flugsæti aðra leið með sköttum (Düsseldorf- Keflavík). Takmarkað sætaframboð á þessu verði. München Frá kr. 7.110 Flugsæti aðra leið með sköttum (München- Keflavík). Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Bologna Frá kr. 9.900 Flugsæti aðra leið með sköttum (Bologna- Keflavík). Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Barcelona Frá kr. 9.900 Flugsæti aðra leið með sköttum (Barcelona- Keflavík). Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Alicante Frá kr. 7.990 Flugsæti aðra leið með sköttum (Keflavík- Alicante). Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Raunsæi hefur verið ráðandi lengi í íslenskri bókmennta- hefð og lesendur litið á bók- menntir eins og fjölmiðil sem miðlar fréttum, viðhorfum og skoðunum rétt eins og aðrir miðlar en setur það í stærra samhengi. KRISTJÁN BJARKI JÓNASSON Við lesturinn verður einhver sprenging í höfðinu þegar mað- ur veltir því fyrir sér hvað er satt og hvað ekki og að endingu spyr maður: Skiptir það máli JÓN KARL HELGASON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.