Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 26
[ ] Karlar eru 24 prósent af félags- mönnum BHM. Félagsmenn í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna eru nú liðlega 8,600 talsins. Þar af eru konur 76 prósent og karlar 24 prósent, nær helmingur tilheyrir heilbrigðisstéttum og fjórðung- ur á félagsvísindasviði. Þegar kynskiptingin er skoðuð reynast konur allsráðandi í heilbrigðis- stéttum, en kynjahlutfallið mun jafnara í öðrum félögum. Nátt- úruvísindamenn eru þeir einu þar sem karlar eru í ákveðnum meirihluta, en hjá viðskipta- og hagfræðingum eru þeir í naumum meirihluta. Karlar í aðildarfélögum BHM eru um 2.100 talsins, eða rétt um 24 prósent félagsmanna, konur hins vegar 6.500 eða 76 prósent. Ef skoðað er hvaða svið mennt- unar félögin falla að meginhluta undir kemur í ljós að nær helm- ingur tilheyrir heilbrigðisstétt- um, tæplega fjórðungur félagsvís- indagreinum, um tíu prósent eru náttúruvísindafólk, sex prósent viðskipta- og hagfræðimenntuð og rétt um eitt prósent listmenntað. Kynskiptingin er mjög misjöfn milli félaga. Konur eru allsráð- andi í heilbrigðisstéttafélögum og hafa afgerandi meirihluta í félagsvísindum. Önnur félög eru mun jafnari að kynskiptingu. Konur í miklum meirihluta skiptir miklu máli í starfi. Gott getur verið að skrifa hjá sér hvað þarf að gera svo ekkert gleymist og ef unnið er við skrifborð er betra að hafa það snyrtilegt svo hægt sé að ganga að öllu á vísum stað. Skipulagning Valgeir Örn Ragnarsson, starfsmaður félagsmiðstöðv- arinnar Nagyn í Grafarvogi, segir það einkar gefandi starf að vinna með unglingum í frí- stundum þeirra. Valgeir hóf fyrst störf hjá félags- miðstöð í ársbyrjun árið 2004. Þá byrjaði hann hjá félagsmiðstöðinni Frígyn í Víkurskóla. Þar var hann yfir veturinn en þaðan flutti hann sig yfir í Nagyn í Húsaskóla. Þessar félagsmiðstöðvar eru undir Gufunes- bæ sem sér um allt tómstundastarf í Grafarvogi og þar hefur Valgeir einnig unnið í margvíslegum störf- um tengdum tómstundastarfi. Valgeir segir að þetta sé þó ekki fullt starf hjá honum, hann vinni þegar svokölluð opin hús séu hjá félagsmiðstöðinni auk annarra auka- verkefna. ,,Í félagsmiðstöðinni er dagskrá sem nemendafélagið skipu- leggur í samstarfi við okkur starfs- menn og það er allt frá því að vera einfalt opið hús og síðan bara það nákvæmlega sem krakkarnir vilja gera. Þarna fer líka fram ákveðið forvarnastarf. Starfsfólk þarf að vera jákvæð fyrirmynd enda eiga félagsmiðstöðvar að vera jákvæður og heilbrigður staður fyrir krakk- ana að heimsækja.“ Valgeir segir að það sé einkar gefandi að vinna með unglingum þar sem þeir séu upp til hópa mjög hressir og skemmtilegir. Valgeir segist vel geta hugsað sér að vinna í þessu eða svipuðu starfi í framtíðinni en bætir við að fæstir þeir sem starfi í slíkum geira geri það peninganna vegna heldur vegna þess hve þeim finnist starfið vera skemmtilegt. Valgeir segir að það sé erfitt að taka út einhvern einn þátt í starfinu sem sé erfiðari en annar. ,,Auðvitað geta komið upp óþægileg og erfið mál sem tengjast unglingunum. Það er samt bara hlutur sem maður tæklar hverju sinni,“ segir Valgeir að lokum. Jákvæð fyrirmynd FLEIRI KONUR EN KARLAR ÁN ATVINNU Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI. Á þriðja ársfjórðungi 2005 voru að meðaltali 2.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 1,8% vinnu- aflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Á þriðja ársfjórðungi 2004 mældist atvinnuleysi 2,6%. Atvinnuleysi karla var þá 2,0% en 3,4% hjá konum. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 4,9%. Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórð- ungi 2005 var 164.000 manns og fjölgaði um 6.000 frá sama tíma ári áður. Fólki á vinnumarkaði fjölgaði um 4.700 manns frá þriðja fjórð- ungi fyrra árs til jafnlengdar á þessu ári, mest í aldurshópnum 55-74 ára. Á þriðja ársfjórðungi 2005 var meðalfjöldi vinnustunda 43,8 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 48,6 klst. hjá körlum en 37,4 klst. hjá konum. Á þriðja ársfjórðungi 2004 var fjöldi vinnustunda 43,7 klst., 48,7 klst. hjá körlum en 37,5 klst. hjá konum. (Af vef Hagstofunnar) Atvinnuleysi minna Hlutfall kvenkyns framkvæmda- stjóra hefur aukist um þrjú prósent á fimm árum. Út er komið hefti í efnisflokknum Fyrirtæki og umsvif þar sem birt- ar eru upplýsingar um fjölda fram- kvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna eftir kyni, starf- semi fyrirtækja og stærð þeirra. Þar kemur meðal annars fram að árið 2004 voru konur átján pró- sent framkvæmdastjóra og 22 pró- sent stjórnarformanna starfandi fyrirtækja sem skráð eru í hluta- félagaskrá. Hlutfall kvenna miðað við karla er hæst í minnstu fyrir- tækjunum og minnkar eftir því sem fyrirtækin stækka. Hlutfall kvenna er einnig hæst í yngsta aldurshópi framkvæmdastjóra og stjórnarfor- manna. Konur starfa í ríkari mæli í verslun og þjónustu en karlar. Hlutfall kvenkyns fram- kvæmdastjóra jókst úr rúmum fimmtán prósentum árið 1999 í tæp átján prósent árið 2004 og er sú fjölgun aðallega fyrir tilstuðlan nýrra fyrirtækja. Hlutfall kven- kyns stjórnarformanna hefur ekk- ert breyst frá árinu 1999. Í árslok 2004 sátu 4.000 konur og 12.000 karlar í stjórnum starfandi fyrir- tækja. Stjórnarstöður kvenna voru 4.300 og karla 15.000. (Af vef Hagstofunnar) Konur um fimmtungur stjórnenda Fyrirtækjum býðst að ráða til sín háskólanema frá Austur- Evrópu til að öðlast innsýn í nýja markaði í heimalöndum þeirra. Í kjölfar stækkunar Evrópusam- bandsins árið 2004 hafa opnast nýir og spennandi markaðir í Austur-Evrópu. „Vandi fyrirtækja sem hyggja á útrás á þetta svæði er að þau skortir þekkingu á markaðnum, tungumálunum og þeim hefðum sem þar eru. Auk þess skortir þau sambönd,“ segir Tómas Kristjánsson. Hann er verkefnisstjóri EuroXperience á Íslandi en verkefnið snýst um að aðstoða fyrirtæki við að ráða til sín háskólanema frá Austur-Evr- ópu sem eru langt komnir í námi eða nýútskrifaðir. „Ráðningartíminn getur verið frá tveimur og upp í átján mánuði. Fyrirtæki geta óskað eftir því að ráða nema með ákveðna sérþekk- ingu en við erum með ítarlegan gagnagrunn sem auðveldar okkur að finna það fólk sem nýtist fyrirtækj- unum best. Þátttaka í verkefninu getur verið fyrsta skrefið í mark- aðsrannsóknum í ákveðnu landi og jafnframt stutt við fyrstu skrefin inn á nýjan markað. Einnig getur það hjálpað þeim sem þegar eru komin austur en vilja bæta skilning á hugsunarhætti, menningu og við- skiptaháttum þar,“ segir Tómas. Aðstandandi verkefnisins er alþjóðleg samtök háskólanema, Aiesec, en hugmyndin varð til á forsetaráðstefnu samtakanna fyrir tveimur árum. „Austur-Evr- ópuþjóðirnar vildu gjarnan að samtökin reyndu að mæta þeirri þörf sem var að skapast fyrir þekkingarbrú á milli hluta Evr- ópu. Verkefnið var prufukeyrt í fyrra þar sem 28 þjóðir tóku þátt og gekk mjög vel. Það fer svo af stað á fullu í þessari viku.“ Aðspurður um væntanlega þátt- takendur á Íslandi segir Tómas ekk- ert því til fyrirstöðu að þeir verði margir. „Hérlendis eru möguleik- arnir miklir. Efnahagsaðstæður hér í bland við þörfina á þekkingu frá Austur-Evrópu skapa kjöraðstæð- ur fyrir þátttöku. Möguleikarnir eru nánast takmarkalausir. Miðað við reynsluna í fyrra verða nemar þó sennilega færri en tilefni er til. Kannski um tíu til tuttugu,“ segir Tómas að lokum. Hægt er að fá upplýsingar um verkefnið með því að senda tölvu- póst á tomas.kristjansson@aiesec. net Erlendir nemar aðstoða íslensk fyrirtæki við útrás Tómas Kristjánsson, verkefnisstjóri EuroXperience á Íslandi, segir aðstæður íslenskra fyrirtækja betri en margra annarra til að nýta sér verkefnið. Starfsfólk í heilbrigðisstéttum telur nær helming félagsmanna Bandalags háskólamanna. Konur eru þar allsráðandi. Konur sækja hægt og rólega á í stjórnunarstöðum fyrirtækja en eru þó enn aðeins um 20% framkvæmdastjóra og stjórnarformanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Valgeir Örn segist ekki starfa í félagsmið- stöð peninganna vegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.