Fréttablaðið - 06.11.2005, Side 29
ATVINNA
5SUNNUDAGUR 6 nóvember 2005
Fræðslustjóri
Laus er til umsóknar staða
fræðslustjóra við Hrafnistuheimilin.
Hrafnista óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu
fræðslustjóra frá 1. desember 2005. Hrafnistuheimilin
samanstanda af dvalar- og hjúkrunarheimilunum Hrafn-
istu í Reykjavík og Hafnarfirði og hjúkrunarheimilunum
Víðinesi og Vífilsstöðum
Helstu verkefni:
• Umsjón og skipulag fræðslu starfsfólks
• Samskipti og tengsl við menntastofnanir
• Umsjón með RAI-mati
• Vinna við gæðamál
Hæfniskröfur:
• Próf í hjúkrunarfræði og æskilegt að viðkomandi hafi
viðbótarmenntun
• Góð tölvukunnátta
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir,
hjúkrunarforstjóri, sími 585 9400,
netfang: thyri@hrafnista.is. Umsóknir ásamt ferilskrá
óskast sendar hjúkrunarforstjóra fyrir 18. nóvember nk.
Alcoa Fjarðaál er nýtt
hátækni framleiðslu-
fyrirtæki þar sem öll
störf henta báðum
kynjum, sem og fólki
á öllum aldri.
Búðareyri 3
730 Reyðarfjörður
Sími 470 7700
www.alcoa.is
Nú leitum við að þremur öflugum einstaklingum í
framleiðslustörf, fólki sem er með góða almenna
menntun (stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg en ekki
skilyrði), mikla hæfni í mannlegum samskiptum og áhuga
á þátttöku í hópstarfi. Fólki sem er árangursdrifið og
tilbúið að takast á við ný, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
eru mikilvægir eiginleikar. Fimm ára þátttaka á vinnu-
markaði er lágmarksskilyrði sem og almenn tölvukunn-
átta. Íslensku- og enskukunnátta, bæði í rit- og talmáli, er
nauðsynleg.
Fram að því að framleiðsla áls hefst, í apríl 2007,
felast störfin í gæðaeftirliti með smíði bakskauta á vegum
Bechtel. Unnið er á tólf tíma dagvöktum mánudaga til
laugardaga á meðan á þessu stendur. Jafnframt taka
viðkomandi þátt í öðrum undirbúningi að starfsemi
álversins.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
A
LC
3
01
13
11
/2
00
5
Frekari upplýsingar má fá á
www.alcoa.is og hjá Helgu Jónsdóttur
(helga@img.is) og Sigurlaugu
Þorsteinsdóttur (sigurlaug@img.is) hjá
Mannafli- Liðsauka. Umsóknarfrestur
er til og með 20. nóvember.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir
um að sækja um starfið á heimasíðu
Mannafls- Liðsauka, www.mannafl.is
og láta starfsferilskrá fylgja með.
Framleiðslustörf hjá Fjarðaáli
Á næsta ári mun Alcoa Fjarðaál ráða um fjögur hundruð manns til fjölbreyttra starfa í
álveri fyrirtækisins í Fjarðabyggð. Fyrirtækið leggur áherslu á umhverfis-, öryggis- og
heilsumál, verkferla, hópavinnu, umboð til athafna, stöðugar endurbætur og síaukna
hæfni og ábyrgð starfsmanna.
Þegar framleiðsla áls hefst felast störfin m.a. í stýringu
framleiðslutækja, framleiðslukerfa og farartækja. Verkin
eru fjölbreytt, unnið er í teymum og á mismunandi
vinnustöðvum. Einnig munu starfsmenn koma að öðrum
þáttum starfseminnar fyrir hönd síns teymis og eftir
áhugasviði hvers og eins, sem og taka þátt í tímabundn-
um vinnuhópum um afmörkuð málefni. Unnið verður á
vöktum allan sólarhringinn eftir að álframleiðsla hefst.
Mikið er lagt upp úr þjálfun starfsmanna fyrirtækisins og
munu þessir starfsmenn fá sérstaka þjálfun erlendis til
að takast á við gæðaeftirlitsstörf, og síðan umfangs-
mikla þjálfun í framleiðslustörfum.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf eigi síðar en
1. febrúar 2006. Vinnustaður er á Reyðarfirði.
Fyrri hluta næsta árs verða auglýst fjölmörg framleiðslu- og iðnaðarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli.
25-36 og 45-42 (01-20) Rað-augl 5.11.2005 14:09 Page 5