Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 59
SUNNUDAGUR 6. nóvember 2005 27 Velkomin í sólarævintýrið okkar! Apollo, ein stærsta leiguflugsskrifstofa Norðurlanda er komin til Íslands. Með beinu leiguflugi frá Íslandi bjóðum við sólarævintýri á Gran Canaria. Hvernig væri að slást í hóp tug þúsunda gesta okkar í sólinni á kjörum sem þú hefur ekki séð áður. Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasíða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 ���������� ����� ��������������� Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar! www.apollo.is SKÍMÓ Hér sést þegar Skítamórall, með Einar Ágúst innanborðs, afhenti Hard Rock bílnúmeraplöturnar frægu árið 1999. MEÐ SMOKK Í HENDI Á ýmsu hefur gengið á ferli Skítamórals. Árið 2003 dreifðu þeir félagar smokkum á skemmtistaðnum Nasa. Á BALLI Skítamórall hefur í gegnum árin verið á meðal fremstu sveita- ballahljómsveita landsins. Þeir Skítamóralsdrengir eru orðnir fjölskyldumenn og spil- ar það að sjálfsögðu stóra rullu í minni spilamennsku. „Við erum allir með fjölskyldur og í fullri vinnu við eitthvað annað. Þetta er bara skemmtilegt hliðarverkefni og áhugamál. Sumir fá golfdellu en okkar er að æfa og spila lög og skemmta fólki. Það versta við það væri ef allir væru komnir með aðra dellu líka, til dæmis veiði eða golf líka. Þá væri þetta farið að vera flókið líf.“ Margir rokkararnir hafa elsk- að að hata Skítamóral í gegnum árin, væntanlega vegna léttrar popptónlistar þeirra og tískulegs útlits. Kannski þó líka vegna vin- sældanna. Addi kannast svo sem við þessa gagnrýni en gefur lítið fyrir hana. „Við erum ekkert undanþegnir krítík frekar en ein- hver annar. Við gerum það sem við viljum gera. Svo lengi sem fólk kemur á tónleika og kaupir plöturnar vitum við að við erum að gera réttu hlutina, sama hvað einhverjum finnst sem kemur ekki á tónleika og kaupir plötu. Það er þeirra mál.“ Addi segir þá félaga alveg hafa látið það vera að skjóta eitthvað til baka. „Enda hef ég svo sem ekki orðið var við þannig krítík. Kannski á árum áður þegar við vorum hvað mest áberandi, en ég held að það sé liðin tíð.“ Eins og Stuðmenn og Sálin Hljómsveitin hefur verið iðin við að kynna sig í fjölmiðlum og beitt til þess hinum ýmsu ráðum. Eitt af þeim var þegar allir með- limir sveitarinnar fengu bílnúm- eraplötur merktar Skímó. Vakti þetta uppátæki, sem var runnið undan rifjum Einars Bárðarson- ar, mikla athygli. Addi segist ekk- ert vita um afdrif bílnúmeranna. „Síðast þegar ég vissi voru þau uppi á vegg á Hard Rock Café áður en sá staður hætti. Málið er að það er áreiti á alla dags dag- lega og maður þarf að finna upp á nýjum leiðum til að vekja athygli ef maður vill auglýsa, eins og til dæmis með númerin. Þetta var aðferð til að stimpla nafn hljóm- sveitarinnar inn hjá fólki og ég sé að þessi brella hefur virkað því þú manst ennþá eftir henni.“ Skítamórall spilar í Sjallanum á Akureyri í kvöld og væntanlega verður mikið stuð á dansgólfinu þar á bæ. Að sögn Adda er sveitin loksins farin að geta leikið ein- ungis eigið efni á böllum. „Þegar við byrjuðum að gefa út plötur og safna lögum vildum við geta verið eins og Stuðmenn og Sálin, að geta haldið uppi tónleikum algjörlega með eigin efni. Með þessari plötu náum við því en það vantaði þrjú til fjögur lög upp á,“ segir hann. En hvar stendur Skítamórall miðað við Sálina og Stuðmenn? „Við eigum langt í land hvað Stuð- menn varðar. Þeir hafa verið svo lengi með þjóðinni og það hafa heilu kynslóðirnar alist upp við þá. Það eru því einhver ár eða áratugir í viðbót til að við náum því en ég held við séum á réttri leið.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Íslensku óperunni hinn 1. desember og komast þá væntanlega færri að en vilja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.