Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 65
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR 33
Einstakt enskunámskeið
�����������������������������������������
���������������������������
• Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
• Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
• Vinnubók með enska og íslenska textanum
• Taska undir diskana
• Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
Allar uppl‡singar
www.pareto.is
eða í símum 540-8400 eða 820-3799
Geðþekki fjöldamorðinginn Dext-
er er hugarfóstur rithöfundar-
ins Jeff Lindsay. Bókin Dexter í
dimmum draumi kom út í íslenskri
þýðingu á dögunum og höfundur
hennar er væntanlegur til lands-
ins á þriðjudag.
Lindsay hefur slegið heldur
betur í gegn með sögu sinni um
þennan dagfarsprúða rannsókn-
armann hjá lögreglunni. Hann
kemur vel fyrir og er hvers manns
hugljúfi og vinnur úr sönnunar-
gögnum fyrir lögregluna. Þess á
milli fremur hann hroðaleg morð
en réttlætir þau með því að hann
drepi bara þá sem eiga það skilið.
Dexter starfar á Miami og
byrjað er að taka upp sjónvarps-
þætti um hann á svæðinu. Dexter
mun því væntanlega verða viku-
legur heimilisgestur bandarískra
sjónvarpsáhorfenda áður en langt
um líður. Hann mun þá keppa um
vinsældir við nágranna sína í CSI:
Miami og lýtalæknadramað Nip/
Tuck.
Fjöldamorðingi í sjónvarpi
JPV útgáfa hefur samið um útgáfu
á ævisögu Halldórs Laxness eftir
Halldór Guðmundsson á norsku.
Samningurinn var gerður í fram-
haldi af viðræðum á bókakaup-
stefnunni í Frankfurt í síðasta mán-
uði. Stefnt er að því að bókin verði
gefin út þegar á næsta ári, þýdd úr
íslensku og prýdd fjölda mynda.
Ævisaga Halldórs Laxness verð-
ur gefin út undir merkjum Tiden
sem er dótturforlag Gyldendal-
forlagsins norska og gaf í fyrra út
Sjálfstætt fólk í nýrri þýðingu Tone
Myklebost.
Samhliða útgáfusamningnum
var samið um útgáfu í bókaklúbbi,
sem tryggir verkinu mun meiri
útbreiðslu en ella. Verður höfundin-
um boðið til Noregs í tengslum við
útkomuna.
Bókin Halldór Laxness - ævisaga
kom út á Íslandi í fyrra og vakti
mikla athygli, hlaut góða dóma og
færði höfundi sínum
Íslensku bók-
menntaverðlaun-
in. Hún hafði
áður verið seld
til Danmerk-
ur, Þýskalands
og Svíþjóðar
og viðræður
standa yfir
um enska
útgáfu.
Ævisaga Halldórs Lax-
ness seld til Noregs
[ METSÖLULISTINN ]
AÐALLISTINN- ALLAR BÆKUR
1 VETRARBORGIN ARNALDUR INDRIÐASON
2 109 JAPANSKAR SUDOKU - GIDEON GREENSPAN
3 MYNDIN AF PABBA - Saga Thelmu
GERÐUR KRISTNÝ
4 SKUGGA BALDUR - SJÓN
5 VALKYRJUR - ÞRÁINN BERTELSSON
6 JÖRÐIN - JPV
7 VIÐ ENDA HRINGSINS - TOM EGELAND
8 ARGÓARFLÍSIN - SJÓN
9 SU DOKU - WAYNE GOULD
10 FORÐIST OKKUR - HUGLEIKUR DAGSSON
SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR
1 VETRARBORGIN - ARNALDUR INDRIÐASON
2 VALKYRJUR - ÞRÁINN BERTELSSON
3 VIÐ ENDA HRINGSINS - TOM EGELAND
4 ARGÓARFLÍSIN - SJÓN
5 SKUGGI VINDSINS - CALROS RUIZ ZAFÓN
6 HÖFUÐLAUSN - ÓLAFUR GUNNARSSON
7 NÆTURVAKTIN - NATSUO KIRINO
8 VERONÍKA ÁKVEÐUR AÐ DEYJA - PAOLO COELHO
9 TÍMI NORNARINNAR - ÁRNI ÞÓRARINSSON
10 AFTURELDING - VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON
LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA
26.10.05 - 01.11.05 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG
MENNINGAR OG PENNANS - EYMUNDS-
SONAR.
ARNALDUR INDRIÐASON
JEFF LINDSAY Fylgist með
tökum á þætti um morð-
ingjann Dexter.