Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 72
Ég er orðinn 32 ára gamall en mér líður eins og ég sé tví-tugur. Að því leyti er ég ekki
þessi gamla kempa en þó geri ég mér
grein fyrir því að ég er með eldri
leikmönnum liðsins. Því fylgir mikil
ábyrgð - ábyrgð sem ég er tilbúinn
að standa undir,“ sagði Þórður þegar
hann settist niður með Fréttablaðinu
í vikunni - þá nýbúinn að skrifa undir
þriggja ára samning við uppeldis-
félagið ÍA, sem hann lék síðast með
sumarið 1993.
Þá spilaði Þórður sem fremsti
maður, skoraði nítján mörk fyrir
liðið, sem náði einhverjum flottasta
árangri sem náðst hefur í íslenskr-
ar knattspyrnu og jafnaði hann þá
markamet Péturs Péturssonar í efstu
deild. En eftir tólf ár sem atvinnu-
maður erlendis hefur Þórður smám
saman færst aftar á völlinn og í dag
hefur hann spilað allar stöður á vell-
inum, að undanskildum miðverðinum
og markverðinum.
„Ég afrekaði það meira að segja
að spila vinstri bakvörð eitt skipt-
ið fyrir Bochum. Þá skoraði ég tvö
mörk og spilaði frábærlega,“ segir
Þórður og hlær.
En hver er uppáhaldsstaðan
þín?
„Ég vil vera mikið í leiknum og að
því leyti er staðan á milli sóknar og
miðju sú besta. Ég vill sjá markið og
vera mikið í boltanum frekar en að
vera úti á kanti eða einn frammi.“
Ótrúleg velgengni í Belgíu
Eftir að hafa slegið í gegn með
Skaganum 1993 fór Þórður til þýska
liðsins Bochum, sem þá lék í 1. deild-
inni. Eftir á að hyggja segir Þórður
það hafa verið hárrétt skref að fara
til Bochum, en þar sáu þjálfarar
hæfileika í Þórði sem þeir töldust
nýtast honum best annars staðar en
í fremstu víglínu.
„Klaus Toppmöller tók við liðinu
og mótaði mig sem leikmann. Hann
sá eitthvað annað í mér, ég hef
verið þekktur fyrir að hlaupa í allar
níutíu mínúturnar og hann hefur
líklega talið mig nýtast betur aftar
á vellinum sem þannig leikmaður.
Hjá honum mótaðist ég sem fram-
liggjandi miðjumaður,“ segir Þórð-
ur, sem spilaði mikið fyrir Bochum
fyrstu þrjú árin. Á fjórða árinu fór
að halla undan færi, Þórður datt út
úr myndinni hjá liðinu og svo fór að
hann hélt í víking til Belgíu - nánar
tiltekið til Genk.
„Þar var ég í þrjú frábær ár, þar
sem ég varð bikarmeistari á fyrsta
og síðasta árinu og belgískur meist-
ari á öðru árinu. Belgíski boltinn
hentaði mér mjög vel, ég var 24
ára en samt með mikla reynslu frá
harðri þýsku úrvalsdeildinni. Þjálf-
arinn leyfði mér að leika algjörlega
lausum hala fyrir aftan tvo fram-
herja og ég var með gríðarlegt
sjálfstraust á þessum tíma.“
Þórður blómstraði í Belgíu og var
meðal annars valinn besti leikmaður
ársins af stærsta dagblaði landsins.
Fyrstu tvö tímabilin hjá Genk og
lengst af því þriðja var Þórður undir
stjórn Aime Antheunis - þjálfara sem
hann ber einstaklega vel sögunna og
er núverandi þjálfari belgíska lands-
liðsins. Í febrúar árið 2000 hrökkl-
aðist hann úr starfi og við tók Johan
nokkur Boskamp, sem Þórður hitti
síðan aftur fyrir hjá Stoke í fyrra með
vondum árangri, eins og rakið er hér
annars staðar á síðunni.
Martröðin á Kanaríeyjum
Þórður var keyptur til Las Pal-
mas á Spáni fyrir 2,5 milljónir
punda, sem var mikill peningur á
þeim tíma og er enn. Og með háum
verðmiða fylgir mikil pressa - eins
og Þórður segir sjálfur frá. „Enn
þann dag í dag er ég einn af dýr-
ustu leikmönnum sem Las Palmas
hefur keypt. Að sjálfsögðu voru
væntingarnar miklar,“ segir Þórð-
ur, sem náði hins vegar ekki að
standa undir þeim væntingum.
„Ég fékk tækifæri í fyrstu og
spilaði mikið. En vegna landsleikja-
tarnar um haustið missti ég byrj-
unarliðssætið sem ég var kominn
með á undirbúningstímabilinu. Og
það sæti fékk ég aldrei aftur,“ segir
Þórður, sem á þeim tveim árum sem
hann var á mála hjá Las Palmas
var í tvígang lánaður til Englands
í tvo mánuði í senn, fyrst til Derby
í úrvalsdeildinni og síðan Preston
í 1. deildinni. Þar spilaði Þórður
þó nokkuð og stóð sig mjög vel og
meðal annars hafði David Moyes,
þáverandi stjóri Preston en núver-
andi stjóri Everton, mikinn áhuga á
að fá Þórð í sínar raðir. En Las Palm-
as vildi ekki lækka verðmiðann.
„Ég hélt alltaf góðu sambandi
við Bochum og þegar þeir heyrðu
af því að það væri möguleiki að fá
mig gripu þeir tækifærið,“ segir
Þórður. Þetta var sumarið 2002 og
lauk þá martröðinni á Kanaríeyj-
um. „Bochum var þá aftur búið að
vinna sig upp úr 1. deildinni og ég
spilaði mjög mikið á fyrsta árinu,
þá sem djúpur miðjumaður,“ segir
Þórður og bætir því við að honum
hafi líkað vel við að tækla og berja
á andstæðingum sínum í miðju-
hnoðinu. Ári seinna keypti Bochum
leikmann í stöðu Þórðar, pólska
landsliðsmanninn Thomas Zdebel,
sem er varnarsinnaður miðjumað-
ur að upplagi. Þórður spilaði í kjöl-
farið aðeins þrjá leiki á næstu leik-
tíð og svo fór að hann var fenginn
til Íslendingaliðsins Stoke City í
Englandi.
Þar var Þórður frystur af Tony
Pulis, þáverandi þjálfara liðsins,
og síðan aftur af Boskamp, núver-
andi þjálfara. Fljótlega missti hann
sæti sitt í íslenska landsliðinu og er
hægt að telja alvöruleiki Þórðar í
byrjunarliði Stoke á fingrum ann-
arar handar. Mótlætið var í algjöru
hámarki og tók Þórður þá ákvörðun
að snúa heim.
„Það má segja að koma mín til
Stoke og allt sem henni fylgdi sé
lágpunkturinn á mínum ferli.“
En hápunkturinn?
„Það eru margir sætir sigrar en
það augnablik sem stendur upp úr
er þegar ég var varð bikarmeistari
með Genk í fyrsta skipti og var val-
inn besti leikmaður deildarinnar.“
Ætlar að miðla reynslunni
Óhætt er að segja að Þórður hafi
gengið í gegnum súrt og sætt á við-
burðaríkum ferli. Hann reynir að
líta jákvæðum augum á mótlætið
og ætlar nú að miðla þeirri reynslu
sem hann hefur fengið til hinna
ungu leikmanna ÍA, sem eru sumir
í nákvæmlega sömu stöðu og hann
sjálfur fyrir tólf árum.
„Það er mjög bjart yfir mér
núna. Ég held að ég geti gefið ÍA
ansi margt. Ég tel mig geta hjálpað
ungu strákunum til að verða betri
leikmenn, sérstaklega hvað varðar
sjálfstraust og ekki síður að hafa
trú á sjálfum sér. Það hef ég alltaf
gert og það hefur skilað mér miklu.
Vonandi skilar sér það líka til ungu
strákanna hjá ÍA.“
SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
FINNST ÉG VERA TVÍTUGUR
Síðast þegar Þórður Guðjónsson spilaði fyrir ÍA var hann einn af ungu strákunum í liðinu sem nutu hand-
leiðslu reynslubolta á við Sigurð Jónsson, Ólaf Þórðarson og fleiri. Nú, rúmum tólf árum síðar, er Þórður
sjálfur orðinn „gamla kempan“ uppi á Skaga. Vignir Guðjónsson fór yfir ferilinn með Þórði.
SKIN OG SKÚRIR Þórður Guðjónsson hefur
kynnst mikilli velgengni en líklega enn
meira mótlæti á viðburðaríkum ferli sínum
sem atvinnumaður. Nú er Þórður kominn
aftur á heimaslóðir þar sem hann hefur
hin ýmsu markmið - meðal annars það að
vinna sér sæti í íslenska landsliðinu á ný.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Johan Boskamp, knattspyrnustjóri
Stoke, segir að Þórður Guðjónsson
sé ekki sami leikmaðurinn og hann
var undir sinni stjórn hjá Genk
árið 2000, en þá varð liðið belgísk-
ur bikarmeistari á tímabili þar sem
Þórður skoraði 17 mörk og spilaði
frábærlega. Þórður hefur engin
tækifæri fengið með Stoke á tíma-
bilinu og segir Boskamp að einföld
ástæða sé fyrir því.
„Þórður er ekki sami leikmað-
urinn og hann var. Hann var lykil-
maður hjá mér hjá Genk, bæði
innan vallar og utan. En í dag
er hann breyttur maður,“ sagði
Boskamp við Fréttablaðið. Hol-
lenski þjálfarinn getur litlar skýr-
ingar gefið á þessum fullyrðingum
sínum, en segir að líklegast sé um
skort á sjálfstrausti sé að ræða.
„Ég var mjög ánægður með að
hafa Þórð í liðinu þegar ég tók við
Stoke í sumar. Hann spilaði alla
leiki liðsins á undirbúningstíma-
bilinu og alltaf beið ég eftir því að
hann næði sér almennilega á strik.
En hann komst aldrei í sama form
og hann var í
hjá Genk.
H a n n
h e f u r
m j ö g
lítið spil-
að á síð-
ustu árum og
það hefur bitn-
að á sjálfstrausti
hans. Hjá Genk
var hann að auki
mikill persónuleiki,
svo er ekki hjá Stoke.
Ég veit ekki hvað kom
fyrir hann,“ segir Boskamp.
Þórður gefur lítið fyrir ummæli
Boskamp og segir mikla sögu á bak
við þá tvo. „Boskamp var í raun
ástæðan fyrir því að ég fór frá
Genk á sínum tíma. Ég ræddi þau
mál við hann á fyrsta degi eftir að
hann kom til Stoke og hann sagði
mér að þau mál væru úr sögunni,“
segir Þórður, án þess að vilja fara
nánar út í hver þeirra deilumál
eru.
„Það er rétt að ég spilaði alla
leikina á undirbúningstímabilinu
en ég var að spila út úr minni stöðu
og oft var ég einn frammi og það í
ensku liði,“ segir Þórður og horfir
til lofts og gefur þannig til kynna að
fyrir leikmann með hans vaxtarlag
hafi verið við ofurefli að etja.
Boskamp talar um hvernig
sjálfstraust þitt sé í molum - get-
urðu tekið undir það?
„Einu rökin sem hann gefur
mér eru þau að ég sé ekki sami
leikmaðurinn sem ég var.“
Er það rétt? Ertu breyttur maður
eftir allt þetta mótlæti?
„Boskamp
k e m u r
til Genk
þegar ég
er búinn
að vera
þar í tvö
og hálft
ár, bókstaf-
lega allt
hafði gengið
upp hjá mér
og sjálfstraustið var í
botni. Þegar hann kemur
til Stoke var ég ekki búinn
að spila í heilt ár og búinn að þola
mesta mótlæti sem ég hef upplifað
á ferlinum. Ég get ekki ímyndað
mér hvernig nokkur leikmaður
geti verið sami leikmaðurinn og
hann var áður en aðstæður breytt-
ust á þennan veg. Það er ekki hægt
að ætlast til þess.“
En alltaf þegar þú spilaðir fyrir
landsliðið virtist sami gamli Þórð-
ur Guðjónsson vera til staðar, þrátt
fyrir að þú hafir ekki verið að spila
fyrir félagslið þitt?
„Það er einmitt málið því þetta
er öðruvísi þegar þú veist að þú
hefur stuðning þjálfarans. Í fyrstu
vissi ég að Ásgeir (Sigurvinsson)
og Logi (Ólafsson) væru á bak við
mig, sem og meðspilarar mínir, og
þá skipti það engu máli hvernig
staðan á mér ytra væri. Það gefur
manni mikið sjálfstraust og þá
spilar maður ósjálfrátt vel.“
vignir@frettabladid.is
Johan Boskamp, stjóri Þórðar hjá Stoke og Genk:
Er ekki sami leikmaðurinn og hann var
JOHAN BOSKAMP Segir Þórð Guð-
jónsson hafa breyst sem leikmaður og
persóna eftir misheppnaða dvöl á Spáni
og í Þýskalandi eftir að hafa yfirgefið
Genk árið 2000.