Fréttablaðið - 06.11.2005, Page 75
SUNNUDAGUR 6. nóvember 2005 43
M
IX
A
•
fí
t
•
5
0
9
7
2
Starfsmenntaverðlaunin 2005
Starfsfólki Landsvirkjunar er það mikill heiður að
fyrirtækið hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2005 fyrir
öflugt fræðslustarf. Þessi viðurkenning er Lands-
virkjun og þeim sem þar starfa hvatning til að halda
áfram á sömu braut.
Starfsmenntaráð og Mennt standa að
afhendingu Starfsmenntaverðlaunanna ár
hvert, en þau eru hugsuð sem hvatning fyrir
þá sem þykja vinna framúrskarandi starf á
sviði starfsmenntunar.
Starfsmenntun er ein af undirstöðum
framþróunar í atvinnulífinu. Með því að styðja
við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar
á Íslandi er hægt að bæta verkkunnáttu
og auka hæfni starfsmanna.
Kærar þakkir!
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, tendraði bálið
fyrir leik United og Chelsea, sem
fram fer í dag, með því að segja að
Chelsea bjóði í leikmenn eingöngu
svo þeir fari ekki til United eða
Arsenal.
„Ef við ætlum okkur að gera
eitthvað á leikmannamarkaðnum
þá verðum við að vera snöggir
og klára málið áður en Chelsea
kemst að því,“ sagði Sir Alex. „Ég
veit til þess að þeir eru sáttir við
að kaupa leikmenn sem þeir ætla
ekki að nota bara svo þeir fari
ekki til okkar eða Arsenal. Chel-
sea getur leyft sér það því félagið
á endalaust af peningum.“
Ekki er vitað hversu vel þessi
orð fóru í Chelsea-menn en ljóst er
að þeim verður svarað á vellinum
í dag. Ef United tapar verður það
þriðji leikurinn sem liðið tapar á
einni viku.
Sir Alex Ferguson:
Sakar Chel-
sea um léleg
vinnubrögð
SIR ALEX FERGUSON Ekki sáttur við forkólfa
Chelsea.