Tíminn - 07.03.1976, Síða 19
Sunnudagur 7. marz 1976.
TÍMINN
19
Nýir búskaparhættir
í Færeyjum
Færeyingar hafa öörum þjóð-
um fremur flotið ó sætrjám. öld
fram af öld stun ,ðu þeir útróðra
úr færeyskum byt gðum, og þegar
skúturnar komu til sögunnar,
tóku þeir að sækja á f jarlæg mið á
slikum fleytum og höfðu langa
útivist og stranga — og áttu ekki
allir afturkvæmt. Siðustu áratugi
hafa þeir stundað fiskveiðar á
hinum beztu skipum, bæði heima
fyrir og við önnur lönd, og mikill
fjöldi Færeyinga er i förum á
flutningaskipum, einkum dönsk-
um.
Færeyingar hafa einnig stund-
að búskap. En bæði hafa stað-
hættir og þróun byggðarlaga,
ásamt erfðavenjum, markað bú-
skapnum þröngan bás. Undir-
lendi er nauðalitið i Færeyjum og
viðast grýtt að auki, svo að rækt-
un er þar miklum erfiðleikum
bundin, og brattlendi svo mikið,
að torvelt er að koma við vélum.
Ræktarlandinu hefur svo á liðn-
um timum verið skipt niður i
skákir, svo að sami maðurinn
getur átt bletti hér og þar, og
verður slikt fyrirkomulag að
sjálfsögðu til trafala við alla nytj-
un. Sauðfjárbúskap hefur verið
þannig háttað, að féð hefur verið
látið gangaúti, oft fjarri sjálfum
byggðunum, og dró þetta dilk á
eftir sér, sem við Islendingar
þekkjum alltofvel.oghvildi sem
skuggi yfir okkur fram á þessa
öld: Horfelli.
Á seinustu árum hafa Fær-
eyingar lagt verulega rækt við að
koma búskaparháttum sinum i
nýtizkulegt horf, eftir þvi sem
staðhættir leyfa En landþröngin
veldur þvi, að stórbúskapur verð-
ur samt ekki rekinn til jafns við
það, sem auðvelt er, þar sem nóg
er undanfæri.
Einn þeirra manna, sem af
mikilli atorku hefur komið upp
kúabúi, þar sem allt er með ný-
tizkusniði, heitir Friðleifur Joen-
sen og á heima i Fuglafirði á
Austurey. Honum hefur orðið
undramikið ágengt á fáum árum.
Upphaf þeirrar sögu er þaö, að
árið 1972 var hann beðinn að
rækta tiu hektara lands fyrir
Götumenn, en I staðinn voru hon-
um boðnir aðrir tiu hektarar
handa sjálfum sér af landi, sem
fylgt hafði byggð i Götu. Hann
gekk að þessu. Þá voru tiu ár liðin
siðan hann hafði tekið við búsfor-
ráðum af föður sinum á jörð hans
i Fuglafirði, en þó verið mikið á
togurum fram að þessu.
Friðleifur fékk tiu ára frest til
ræktunarinnar. En þvi fór fjarri,
að hann þyrfti svo langan tima,
þótt hann yrði að rifa upp firnin
öll af grjóti — svo mikið, að fæst-
um Islendingum myndi finnast
slikt grjótnám vinnandi vegur
vegna túnræktar. Hann hefur
þegar ræktað allt það land, sem
Götumenn eiga, og átta hektara
af þvi, sem hann eignaðist sjálf-
ur.
Þegar Friðleifur hafði ráðizt i
þetta, varð hann náttúrlega að
koma upp gripahúsum. Erfðajörð
hans I Fuglafirði var litil, og i
fjósinu þar rúmuðust aðeins fjór-
ar mjólkurkýr. Jarðarhúsin þar
gat hann ekki stækkað þvi að
kaupstaðurinn var að vaxa kring-
um hannt en nýtt tiu kúa fjós
byggði hann upp i brekkunum.
Loks seldi hann bænum gamla
fjósið og jarðarskikann, og réðst I
að reisa allt frá grunni á nýja
landinu, ásamt einum land-
eigandanum frá Götu. Þessi nýju
hús eru I 110 metra hæö yfir sjó.
Nýja fjósið þar, fjörutiu kúa fjós,
þykir einkum frásagnarvert, og
er það talið bezta byggingin sinn-
ar tegundar i Færeyjum. Þar eru
vélar og tæki notuð til flestra
hluta.
1 þessu nýtizkulega fjósi er hita-
stýrð loftræsting, sem heldur i þvi
jöfnum hita, sextán til átján stig.
1 flórunum er rimlagólf, og eftir
þeim gengur vélknúin skafa, sem
þrýstir mykjunni niður um
raufarnar ofan I safngryfjur, þar
sem hún blandast þvagi. F jósið er
tvistætt og snúa gripirnir höfðum
saman. 1 miðjunni er fóðurgang-
ur, og eftir honum ganga sjálf-
virkir vagnar, sem skammta
hverjum grip það, sem honum er
ætlað, hvortheldur það er hey eða
fóðurbætir. Með þvi að votviðra-
samt er i' Færeyjum, er þarna
einvörðungu byggt á votheys-
verkun — ekkert þurrhey er gefið.
Er votheyið tekið með griptöng-
um eða klóm úr votheysgryjunum
og sett á vagninn, og snertir þar
ekki mannshönd við neinu.
Tvö fjós'af þessu tagi eru nú i
smiðum i Færeyjum, annað i
Leirvik, en hitt i Götu samlags-
fjós fleiri en eins bdnda.
Mjólkurkýr i f jósi Friðleifs eru
enn ekki nema fjórtán, en þrjár
þeirra mjólka yfir þrjátiu potta á
dag, þegar vel lætur. Mjaltavélar
eru að sjálfsögðu notaðar, og má
mjólka þrjár kýr samtimis.
Mjólkin fer eftir pipum I stóran
geymi, þar sem hún er kæld og
geymd við tveggja stiga hita. Við
geyminn er tengd pökkunarvél,
þar sem gengið er frá n jólkinni i
umbúðir. I þeim er honni ekið i
mjólkurbúðir i Fuglafirði morgun
hvern.
Nýja fjósið —loftræsting með jöfnum hita,
virk gjöf, eingöngu vothey og fóðurbætir.
sjálfvirkur mokstur, sjálf-
1 þessu nýja fjósi er búnings-
klefi með steypibaði, simi, eldhús
og þvottaklefi með miðstöðvar-
hitun.
Auk þessa kúastofns á Friðleif-
ur fé, um 160 ær. Þær ganga i
haga, f jarri byggð að færeyskum
siö. En þar hefur Friðleifur komið
upp tvennum sauðahúsum og auk
þess gerði, sem er lokað frá þvi i
maimánuði og fram i júli, að þar
er heyjað. Heyið af þessu gerði er
sett i súrhey, og er það gefið I öðr-
um sauðahúsum með sjálfvirkri
fóðurvél. I hinum er aðeins gefinn
fóðurbætir, einnig með sjálfvirk-
um hætti.
Þetta er i stuttu máli sagan um
einn nýtizkulegasta bónda i Fær-
éyjum, sem á mjög skömmum
tima hefur tileinkað sér harla
nýtizkulega búskaparhætti.
ATýjr .
enáðlfrh£tn
IjOTÍð þess öryggis sem góð heimilistrygging veitir.
Heimilistrygging
Samvinnulrygginga er:
Friðleifur og sonur hans á grjót
hrúgu, sem niinnir á, að ræktun
in var ekki leikur einn.
Trjgging á innbúi
gegn tjóni af völdum eldsvoða og fjölmörgum öðrum skaðvddum.
Ábyrgðarirjgging
Bætur greiðast fyrir tjón, sem einhver úr fjölskyldunni veldur
öðru fólki,sbr.nánari skilgreiningar í skilmálum tryggingarinnar.
Örorku og/eða dánarlrygging
heimilisfólks við heimilisstörf.
SAMYINNUTRYGGINGAR GT
ÁRMÚLA3- SiMI 38500
SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRVGGINGAFÉLAG.