Tíminn - 07.03.1976, Síða 22
22
TÍMINN
Sunnudagur 7. marz 1976.
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
KVIKMYNDA-
HORNIÐ
Umsjónarmaður
Halldór
Valdimarsson
Þó verður það að segjast eins
og er, að liklega fer hann með öllu
fram úr sjálfum sér i hlutverki
Lennys, með vandvirkni og lff-
rænum leik, sem honum einum er
laginn.
Honum tekst að draga fram
sálina í hlutverki sinu, gerir
baráttumanninn og háðfuglinn
mannlegan og meyran og sinnir
þar engum takmörkum.
Samleikur hans með Valerie
Perrine, i hlutverki eiginkonunn-
ar, er einnig með miklum ágæt-
um.
Aðrir leikendur en þau tvö
koma ekki svo mikið við sögu, að
frammistaða verði metin, utan
beiskur og napur, en á stöku sinn-
um afslappaður og góðar stundir
með eiginkonu og dóttur.
Eiginkona hans er eiturlyfja-
sjúklingur og dregur Lenny niður
i svaðið með sér. Þó á hann sinn
þátt i þvi, þar sem sifelldar
tilraunir hans með sjálfan sig og
aðra valda nokkru um þá leið sem
hún fer.
Umboðsmaðurinn er góður
vinur Lennys, einkum þó eftir að
vel fer að ganga en er nægilega
traustur til að yfirgefa hann ekki,
þegar halla fer undan fæti.
Þannig verður mynd þessi ekki
lýsing á einum manni, heldur
endurleikur á samspili milli
Ofsóttur fyrir sannleikann
Líkt og svo margir aðrir baróttumenn
Tónabió:
Lennv
Aðalhlutverk: Dustin lloffman,
Valerie Perrine, Jan Miner.
Lenny Bruce hóf feril sinn sem
grinisti á litlum skemmtistöðum
og nektarbúlum bandariskra
borga. Upphaflega var það tilvilj-
un ein sem skikkaði hann á sviðið,
en eftir það ákvað hann að hafa
ofan af fyrir sér með bröndurum.
Lenny var lélegur grinisti og
fékk litinn hljómgrunn meðal
áheyrenda sinna, enda mun hann
ekki hafa verið sérlega sannfær-
andi, þegar hann þuldi tengda-
mömmubrandara sina og annað
það sem grinistar þá þurftu að
hafa á takteiknum.
Framan af varð hann þvi að
mestu að láta sér nægja störf við
kynningar á öðrum skemmti-
kröftum, og þá einna helzt á
nektarklúbbum.
Þar til hann ,,fann sjálfan sig”,
og þar með leiðina til þess að
vekja athygli og hlátur.
Sætt og súrt
Leiðiri sem Lenny hitti á var i
raun einkar einföld i sniðum. 1
stað þess að sitja sveittur við
samningu brandara og reyna að
pina fram hlátur út á þá, skár
hann upp herör gegn hræsni og
yfirdrepsskap og beindi spjótum
sinum mest að ..bannorðum” og
öðrum þáttum afvegaleiddrar
siðfræði þjóðfélagsins.
Háðskir orðaleikir Lenny og
harkaleg notkun á þeim orðum
sem ..siðlaus” voru talin, drógu
athvglina fljótlega að honum og
upplifði hann þó það sætasta sem
nokkur skemmtikraftur upplifir:
,,Að standa á sviðinu, frammi
fyrir fullum sal af fólki, og vita að
allir eru að hlusta, að hann heldur
athygli þeirra óskiptri,” svo hans
eigin orð séu notuð.
En hið súra fvlgdi einnig með
og birtist honum i liki laganna.
Hvað eftir annað var hann dreg-
inn fyrir rétt, sviptur atvinnuleyfi
og dæmdur i ýmist sektir eða
fangelsisvist.
I réttarsölum, svo sem á svið-
inu, barðist Lenny af hörku fyrir
einlægninni, og gat þá jafnvel
stundum sýnt greinilega fram á
fáránleika þess að dæma hann
fyrir orðanotkun, en það var unn-
ið fyrir gýg. Dæma vildu þeir
hann, og dæma skyldu þeir hann.
Mótsagnir og veiklyndi
En Lenny þreifaði viðar fyrir
sér en i orðaleikjum og reyndi á
fleiri vegu að tirjóta af sér bönd
samfélagsins.
Aður en hann reis á tind frægð-
ar sinnar, hafði hann kvænzt fata-
fellunni Hot Honey, og varð það
hjónaband honum einnig
tilraunavettvangur.
í fyrsta lagi kannaði Lenny, i
samvinnu við eiginkonuna, við-
brögð sin við hinum ýmsu mögu-
leikum kynlifsins (meðal annars
með þvi að fylgjast með henni i
ástarleik við aðra stúlku).
I öðru lagi gengu þau saman út i
neyzlu fikniefna. og enduðu bæði
sem forfallnir heróineytendur.
Þetta leiddi óhjákvæmilega til
þess, að Lenny. sem alla daga
boðaði Irelsi og bjartsýni,
ánetjaðist þeim versta húsbónda,
sem til er^eiturlyfjanautninni, og
missti að lokum kjarkinn með
öllu. Að lokum fannst hann látinn
i ibúð sinni, af völdum of stórs
skammts af heróini.
Ekki er vitað, hvort skammtur-
inn var viljandi eða óviljandi of
stór, þvi Lenny var orðinn beisk-
ur og var farið að ganga illa á
sviðinu aftur. Þar að auki var
efalaust mikið til i þvi, sem eitt
dagblaðanna i Bandarikjunum
hélt fram þáTað banamein hans
hefði verið of stór skammtur af
lögreglu.
Heimspeki Lennys
Heimspeki Lennys var einföld
og ákaflega sönn. Hún fól i sér
afnám rikjandi siðfræði, sem
hann taldi (að margra mati rétti-
lega) öfugsnúna og falska.
— Okkur er bannað að nota orð,
sem tákna ákveðna likamshluta,
sagði Lenny við áheyrendur sina.
— Og okkur er tjáð, að orðasam-
bönd sem lýsa kynmökum, séu
óhrein og siðlaus.
Þannig megum við ekki ræða
um það fallegasta og bezta, sem
tvær manneskjur geta gert
saman, en á meðan er yfir okkur
steypt hafsjó af striðsfréttum og
manndrápslýsingum, sem ekki
eru taldar siðlausar.
Máli sinu til stuðnings las
Lenny svo upp úr dagblöðum, á
milli þess sem hann hamraði á
þessum ,,bannorðum” og reyndi
að fólk til að nota þau.
— Það eru ekki orðin sjálf sem
eru ljót, heldur eru þau gerð ljót
með þvi að halda þeim niðri.
Þannig vildi þessi umdeildi
skemmtikraftur draga úr hræsni
og óhreinskilni i þjóðfélagi sinu
og stefna fram til betra lifs. Hon-
um tókst það ekki sjálfum, en ef
til vill á minningin um baráttu
hans einhvern tima eftir að glæða
baráttuneista á ný.
Hof f man
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að Dustin Hoffman er
leikari af guðs náð. Frammistaða
hans i kvikmyndum fram til
þessa hefur verið næsta einstæð.
hvað móðurhlutverkið er i hönd-
um traustrar og góðrar leikkonu.
Myndin sjálf
Kvikmyndin um Lenny Bruce
er sérkennileg . Hún byggist á
frásögnum aðstandenda hans,
eiginkonu og umboðsmanns, og
gerir þannig meira en að segja
frá ferli Lennys, þvi hún lýsir
persónuleika hans með afbrigð-
um vel. Einnig fer ekki hjá þvi að
áhorfandinn fái skýra og góða
mynd af persónum sögumanna.
1 myndinni kemur greinilega i
Ijós að Lenny var viðkvæmur og
meyr, þrátt fyrir gifuryrði sin og
harða baráttu. Hann stendur ekki
undir þvi fargi sem kröfur
áhorfenda, eiturlyfjanautn eigin-
konunnar og sifelldar ofsóknir
laganna varða leggja á herðar
hans, og hann brotnar niður.
Hann virðist aldrei fullkomlega
hamingjusamur, er frá upphafi
Lennys og umhverfis hans, vina,
aðdáenda og andstæðinga.
t stuttu máli er óhætt að segja,
að þarna sé á ferðinni ein af þeim
beztu myndum, sem hingað hafa
borizt.
Eitt þó til ama
Eitt er þaö þó við uppsetningu
myndarinnar hér, sem ekki er
sem skyldi. Það er þýðing text-
ans.
Nokkuð hefur borið á þvi að is-
lenzkir þýðendur sinntu ekki
starfi sinu sem skyldi, en sjaldan
hef ég þó séð jafnilla unnið verk
og á þessari mynd. Orð, sem hér
teljast gróf, eru ýmist ógreinilega
þýdd, vitlaust þýdd, eða alls ekki
þýdd. A stundum vantar jafnvel
heila kafla i þýðinguna.
Menn, sem ekki geta þýtt texta
kvikmynda rétt, eiga alls ekki að
taka slikt að sér. Hvort heldur
þar er að verki viljaleysi eða
getuleysi.
Liv Ullman og Edward Albert I hlutverkum slnum. Ullman þarf
varla aö kynna, en Albert lék til dæmis í myndinni „Butterflies are
free”, sem sýnd var i Stjörnubiói. Þar lék hann blindan mann og
þótti skila þvi hlutverki vel.
Rómantíkin í hásæti
40 Karat
Leikstjórn: Milton Katselas
Aðalhlutverk: Liv Ullman,
Edward Albert
Hvað gerist, þegar rúmlega
tvftugur unglingur verður ást
fanginn af fertugri konu?
Þegar fertug kona verður
ástfangin af rúmlega tvitugum
unglingi?
Þau hittast i Grikklandi. Eiga
þar saman eina nótt, i fjörunni
þar sem áhrifamesta ástarsaga
veraldarsögunnar upphófst.
Siöan skilur leiðir, og litlar lik-
ur virðastá að þær liggi saman á
ný-
Það fer þó svo, að þau hittast á
ný, fyrir tilstilli dóttur hennar,
sem er jafnaldra hans.
Þau upgötva þá að nóttin á
grisku ströndinni hefur skilið eftir
sig mörk, sem erfitt gæti reynzt
að útmá. Þau eru ástfangin hvort
af öðru og hann, unglingurinn, vill
fá hana til að giftast sér.
Fer þá málið að vandast, þvi
hún finnur mjög til aldursmunar-
ins á þeim, og margir aðilar
dragast inn i leikinn.
Þar á meðal er fyrrverandi
eiginmaður hennar, sem raunar
er jafnframt bezti vinur hennar,
móðir hennar, dóttir hennar, og
rúmlega fertugur maður, sem er
tilvonandi tengdasonur hennar,
svo og foreldrar hans.
Brátt finnur hún sig i þeirri að-
stöðu að ætla að giftast manni,
sem er mun yngri en hún sjálf,
jafnframt þvi að eignast
tengdason, sem er nokkru eldri.
Þessi aðstaða skapar vandamál,
sem erfiðlega gengur að leysa úr.
Kvikmynd þessi er nokkuð góð.
1 henni situr kimnin i fyrirrúmi,
án þess þó að annað gleymist.
Hún fjallar um kynslóðabilið á
nokkuð greinargóðan og
skemmtilegan hátt og hefur til
vegs og virðingar rómantikina,
sem við erum um það bil að glata.
Liv Ullman skilar hlutverki
sinu með prýði. Er ef til vill ofur-
litið væmin stöku sinnum, en bæt-
ir það að fullu upp með sannfær-
andiráðvillu og sakleysi. Edward
Albert tekur einnig sinn þátt
prýðilegum tökum, og i samein-
ingu tekst þeim að glæða neista
myndarinnar þannig, að þótt hún
sé fyndin og á köflum gagnrýnin,
verður viðkvæmnisleg ást þeirra
og lundarfar sterkasti þáttur sög-
unnar.