Tíminn - 30.03.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. inarz 1976.
TÍMINN
3
Lesendur
hringja
Hvers vegna vildi Vísir
ekki birta þetta bréf?
BRÉFIÐ, sem hér fer á eftir, var
sent Visi, en fékkst ekki birt þar.
Visir hefir óskað eftir þvi, að
lesendur legðu orð i belg i svo-
nefndum lesendabréfum og skal
nú litillega orðið við þeirri ósk.
Tilefnið er skrif Vilmundar
nokkurs Gylfasonar i þetta blað
og er þess vænzt, að hin frjáls-
lynda ritstjórn Visis ljái þessu
bréfi rúm, þótt það sé örlitið ann-
arrar ættar.
Brétritari hefir samúð með öll-
um þeim, sem flækzt hafa i þessi
ógeðfelldu skrif og þá ekki sizt
Vilmundi sjálfum og aðstandend-
um hans. Visi óskar hann til
hamingju með þann fjárhagslega
ávinning, sem blaðið hefur haft af
þessum æsingaskrifum, en harm-
ar áð hið 60 ára gamla blað skuli
leggja sig niður við slika fjáröfl-
un.
Það fyrsta sem lesendur Visis
sáu um þetta mál, var þriggja
dálka, tveggja linu fyrirsögn á
forsiðu þess efnis að dómsmála-
ráðherra hefði heft rannsókn á
morðmáli.
Jafnframt var visað til greinar
Vilmundar Gylfasonar inni i blað-
inu.
Siðan hefur Visir reynt að firra
sig allri ábyrgð á þessum
ummælum á grundvelli þess, að
aðeins hefði verið um tilvisun á
grein Vilmundar að ræða.
Við sem sjáum Visi daglega og
erum áskrifendur, höfum aldrei
áður séð slikar tilvisanir i blað-
inu, nema eindálka á fremstu
riðu.
Forsiðufyrirsögn i blaði er
aldrei tilvisun. heldur aðalfregn
dagsins, af hálfu blaösins. Þetta
vitum við lesendur af langri
reynslu. Blaðið ber þvi að sjálf-
sögðu fulla ábyrgö- á þessum
ummælum, þótt þau séu eftir öðr-
um höfð.
Maf iunaf ngiftin.
Margir hrukku við, er dóms-
málaráðherra kallaði útgefendur
Visis mafiumenn. Menn áttu von
á þvi, að fremsti fræðimaður
landsins i lögum, gætti tungu
sinnar betur en svo, að kalla yfir
sig meiðyrðamál. En mörgum
mun lika hafa þótt ráðherranum
vera nokkur vorkunn.
Þetta blað (Visir) var fyrir
nokkru búið að koma til skila að-
dróttunum, um að hann væri sek-
ur um stórglæp, sem sé að hindra
rannsókn á meintu morðmáli.
Það er ekki á hverjum degi, að
dómsmálaráðherrar fá slikar
„traktéringar”.
Fleiri myndu hafa komizt i
þungt skap,, er minnzt var á svo
svivirðilegar getsakir.
En hvað um Mafiunafngiftina.
Þessi nafngift er orðin furðu al-
geng i mæltu máli manna á meðal
og jafnvel i blöðum. Þá er ekki átt
við byssubófa eða hermdarverka-
menn, heldur einstaklinga og
hópa, er viðhafa vigaferli á fjár-
málasviðinu með löglegum og
ólöglegum aðferðum.
Slikir /menn iðka það einkum,
að sniða sér stærri sneið af
þjóðarkökunni, en þeim ber.
Tekjur þeirra eru i engu sam-
ræmi við framlag þeirra til þjóð-
félagsins. Skattar þeirra eru i
engu samræmi við tekjur þeirra.
Fjármálastarfsemi þeirra fer
ekki fram fyrir opnum tjöldum
nema að litlu leyti. Sem dæmi um
áhrif þeirra má nefna að ráð-
herra var flæmdur úr starfi er
hann hugðist hafa afskipti af
þeim og þennan ráðherra þekkja
Visismenn mætavel.
Almenningur tekur ekki mafiu-
nafngift dómsmálaráðherra á
Visismönnum eins alvarlega og
þeir sjálfirm en nóg um það.
Vilmundar þáttur
Gylfasonar
F'ull ástæða er að virða og meta
viðleitni manna og blaða til að
vekja athygli á og grafast fyrir
um spillingu, bæði á opinberu
kerfi og meðal einstaklinga.
En þar er það að sjálfsögðu
fyrsta og siðasta reglan að fara
með rétt mál. Hafi það mistekizt
fyrir einhverra hluta sakir, ber að
viðurkenna það og leiðrétta, en
lemja ekki hausnum við steininn,
eins og Vilmundur gerir.
Megin þunginn i' sókninni á
hendur dómsmálaráðherranum
er sá, að hann hafi sent bréf
áleiðis, frá tveim mönnum, er
töldu nærri sér höggvið af al-
mannarómi og óskuðu eftir þvi að
málinu yrði hraðað svo að hið
sanna kæmi sem fyrst i ljós, og
þeir yrðu hreinsaðir af öllum
grun.
Ráðuneytinu var að sjálfsögðu
skylt að senda þetta bréf rétta
boðleið til þeirra er önnuðust
rannsókn málsins. En þeir skildu
þetta svo ,,með réttu eða röngu”
að þeir ættu að hætta rannsókn-
inni!!!!!!
Þetta heitir á máli V.G. að ráð-
herra hafi stöðvað rannsóknina
og gerzt sekur um að hylma yfir
glæp!
Það væri gaman að vita hvort
greindarvisitala þessara manna
er ekki ailhrapallega i öfugu hlut-
falli við þá visitölu, sem við
þekkjum bezt. Og sl. föstudag
slær V.G. þvi föstu að dómsmála-
ráðherra sé „barn eða banditt”!
Sagt er að Vilmundur afi V.G.
hafi orðið ókvæða viö er hann
frétti að sveinninn ætti að bera
nafn hans. Vilmundur var vitur
maður.
Ráðherra tekur piltinn greini-
lega ekki alvarlega, veit sem er,
að hann er enn ekki vaxinn upp úr
stuttbuxunum.
Vilmundur fær þvi óáreittur að
vaða um eins og naut i flagi. Og
hvert er svo flagið? — sieppum
þvi!
Klúbburinn og pólitikin
Þegar að Klúbbmálinu kemur
leynir sér ekki tilgangurinn. Það
á að koma höggi á ráðherrann.
Nýtt Kleppsmál. Nýtt Kollumál.
Ráðherra er talinn hafa torveldað
rannsókn á misferli i fjármála-
legum rekstri Klúbbsins. Bók-
haldsóreiða, skattaundanskoti
o.fl. Ástæðan: fjármálaleg tengsl
Klúbbsins og Framsóknarflokks-
ins. Og nú tekur Visir sjálfur við
máiinu, með hjálp Alþ. blaðsins.
Það þarf sömu greindarvisitölu
og áður var nefnd til að trúa þvi,
að rannsóknarlögreglan i
Reykjavik hafi ekki þegar i stað
lagt hald á og tekið i sina vörzlu
öll plögg er fyrirfundust i Klúbbn-
um viðvikjandi þvi máli og fávis-
ir lesendur spyrja snillingana.
Ætlaði rannsóknarlögreglan að
vinna að rannsókninni i veitinga-
sölum hússins?
Áframhaldandi lokun hússins
varð ekki skýrð með öðru. Veit-
ingaleyfissvipting var svo allt
annað mál, sem þurfti að fram-
kvæma á öðrum forsendum.
Rannsóknin gekk sinn eðlilega
gang og opnun hússins hafði engin
áhrif á hana.
Að eigandi Klúbbsins kaus
heldur að fá fé að láni, en eiga i
margra ára málaþrasi um
vonarpening, hefir hann sjálfur
gefið skýringu á i Visi og ættu
Visisbændur vel að skilja það, svo
slyngir fjáraflamenn, sem þeir
eru.
Um fjármálatengsl stjórn-
málaflokkanna við fjáraflamenn
ætti Visir, annað aðaimálgagn
Sjálfstæðisflokksins, sem minnst
að tala.
Sagt er að siðustu kosningar
hafi kostað Sjálfstæðisflokkinn 40
milljónir. Hvort sem það er rétt
eða ekki, vita þó allir að flokkur-
inn hefir miklu meira fjármagn
til umráða i hverjum kosn-
ingum, en allir hinir flokkarn-
ir til. spmans , pg ,þoð fjá
agn aettur eKKi ai nimnum
ofan. Enda blasa við iðjagræn-
ir vellir flokksins i þeirri
veru, á meðan hinir flokkarn-
ir reyta sinumýrar. Að visu
var beitiland Alþýðuflokksins ail-
gott hér áður fyrr, en nú er af sú
íið. Hins vegar biður stóðið nú
eftir nýju viðreisnarengi.
Harma verður að þessi ieiðinda
skrif valda þjóðinni erfiðleikum i
baráttunni við Breta. en það hefir
sjálfsagt ekki verið ætlunin.
En meðal annarra orða: Ætlar
Visir ekki i mál við Dagbiaðið. af-
kvæmi sitt. vegna leiðara. þar
sem eigendur og stjórnendur
Visis eru hvað eftir annað kallað-
ir „Visismafia”? 7003-4042
Þorsteinn Pálsson vildi af einhverjum ástæðum ekki birta bréfið
hér að ofan. e.t.v. af tillitssemi við Vilmund Gylfason.
HRINGIÐ í SIMA 18300
MILLI KLUKKAN 11-12
Eigum við að draga úr viðskiptum við Breta?
Hjördis Bergsdóttir myndlistarnemi:
— Já, já, endilega. Við eigum að gripa til einhverra aðgerða
gegn þeim, vera hörð og ekki gefast upp. Konur hér ættu að gera
það sama og brezkar húsmæður hafa gert gagnvart öðrum —
neita að kaupa vörur frá Bretlandi.
Eirikur Hermannsson kennaraháskólanemi:
— Alveg hiklaust Þeir hafa komið svinslega fram við okkur.
Við eigum helzt ekki að tala við þessa menn.
Ilrefna Guðnadótlir húsmóðir: v
l>aðer nu það. Mér finnst alveg sjálfsagt að mótma’la fram-
komu Bretanna. en ég veit ekki hvort við græðum nokkuð a að
hætta að kaupa brezkar vörur.
Aluia Guðmundsdóttir saumakona:
— Já. það eigum við sannarlega að gera eftir framkomu
þeirra i þorskastriöinu.
Mogens Andersen. fýrrverandi rakari:
— Mér finnst þaö alveg sjálfsagt.