Tíminn - 11.04.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. aprH 1976.
TÍMINN
9
ið sjúklingnum of fljótt til kynna
hvað vandamál hans væri, og
hefði hann ekki þolað það.”
Fagmenn þekkja þetta fyrir-
brigði vel. Þeir kalla það psycho-
genen dauða (dauði af sálrænum
orsökum);
Lengi vel var þessi dárnorsök
umdeild. Hvað er eiginlega dauði
af sálrænum orsökum.
Það hljómar ef til vill ótrui^ga
að heilbrigð sterkbyggð
manneskja geti dáið innan fárra
klukkustunda beinlinis af sálræn-
um orsökum. Þetta er samt sem
áður staðreynd, ogþað hefur ver-
ið fylgzt vel með mörgum slikum
tilfellum, segir kanadiski saka-
málasérfræðingurinn professor
Henry S. Ellenberger.
„Dauði, beinlinis af sálrænum
orsökum,getur áttsér stað”, stóð
i þýzka læknaritinu „euromed”
þegar árið 1964. Professor Arthur
Jores iHamburg segir; — Það er
óhrekjanlega staðreynd, að veik-
indi og dauði eru ekki eingöngu
atvik.sem gerast i likamanum og
orsakast af utanaðkomandi
skemmdum.
Dr. Stewart G. Wolf við háskól-
ann i Oklahoma, segir að hin svo-
kölluðu óskýranlegudauðsföll séu
af sálrænum orsökum. Dauðinn
orsakast i þessum tilfellum ekki
endilega af hjartabilun, heldur
skipar heilinn hjartanu að hætta
að slá. „Þetta virðist hafa gerzt
hjá sjúklingi Dr. Eckhardt
Sperlings i Giessen.
Tortimandi hjátrú er
ekki eingöngu að finna
hjá frumstæðum þjóðum
Fyrstu frásagnir um sálrænan
dauða eru ekki sagðar af læknum
heldur þjóðháttarfræðingum,
sem ferðuðust um fjarlæg lönd
um miðja siðustu öld.
Englendingurinn William
Brown skýröi frá ótrúlegu atviki
meðal innfæddra á Nýja Sjálandi
árið 1845;
Hvitur maður hafði tint ávexti á
„heilögum stað”. Hann gaf inn-
fæddri konu nokkuö af ávöxtun-
um og borðaði hún þá með beztu
lyst. Þegar hún fékk að vita hvað-
an ávextirnir komu, greip hana
dauðans angist; Hún hrópaði i si-
fellu að hún yrði að deyja, af þvi
að hún hefði brotið gegn álögum.
Hún hljóp eins og hún væri haldin
illum anda, inn i kofa sinn og
lagöist fyrir. Um hádegi næsta
dag var hún dáin.
Aðrir könnuðir komust að raun
um samskonar fyrirbrigði sál-
ræns dauðdaga. Englendingurinn
J.C. Roscoe segir til dæmis i frá-
sögn frá Afriku:
„Þrir menn komu til min til að
láta binda um sár sin. Þeir höfðu
verið á hlébarðaveiðum og dýrið
hafði ráðizt á þá. Það hafði flegið
höfuðleðrið af tveimur þeirra og
sært þá mikið að öðru leyti.
Sá þriðji var aðeins litillega
særður. Hann var með skrámu á
hálsinum. Eftir að ég hafði bund-
ið um sár hans sagði ég: „Þetta
er ekki hættulegt, þú verður bráð-
um heilbrigður.”
Mér til mikillar undrunar svar-
aðihann: „Ég dey”. Ég trúði þvi
náttúrlega diki og sagði honum
að koma aftur daginn eftir.
Morguninn eftir komu veiði-
mennirnir tveir, sem höfðu særzt
alvarlega, en þriðji maðurinn
með skrámuna á hálsinum kom
ekki. Þegar ég spurði eftir honum
varmérsagt.að hann væri dáinn.
Hann hafði komið heim og sagt,
að hann hefði verið deyddur með
töfrum. Eftir stuttan tima var
hann dáinn.
Það sem gerist við
sjálfsmorð á vald-
beitingar.
J. Wilby varð vitni að sálrænum
dauða hjá Eskimóum á Græn-
landi:
„T-öframaðurinn horfði djarf-
lega á manninn og dæmdi hann til
dauða með þvi að segja um leið og
hann gekk i burtu: „Ég skipa þér
að deyja.” Moneapik var sterkur
heilbrigður maður á bezta aldri
og hefði náð háum aldri undir
eðlilegum kringumstæðum. En
trúin á töframanninn, og kraft
hans til að hafa samband við
andaheiminn varsvo rótgróin, að
þessi skipun var svo að segja ban-
væn fyrir hann.
Hann sagði: „Mér hefur verið
skipaðað deyja.” Hann stundaði
ekki lengur störf sin, dró sig i hlé i
tjaldi sinu, borðaði og drakk mjög
litið og var látinn eftir fjóra
daga.”
Það væri hægt að telja upp
mörg fleiri dæmi um sálrænan
dauða. Hundruð dæma eru þekkt.
1 öllum tilvikum dó fólkið, af þvi
að það vildi ekki lifa lengur eða
trúði þvi að það gæti það ekki
lengur. Dauðdaginn orsakaðist af
annarlegu sálarástandi:
Þeir, sem verða fyrir þessu,
halda að engin leið sé til að kom-
ast úr ákveðinni aðstöðu (til
dæmis konan á Nýja-Sjálandi,
sem hafði borðað forboðnu ávext-
ina), eða þeir trúa ekki lengur á
framtiðina (eins og Eskimóinn,
sem töframaðurinn fyrirskipaði
skjót endalok).
Átburðarásin er oftast nær
svipuð:
Manneskjan útilokar sig frá
öðru fólki, kemst i mjög mikla ör-
væntingu og liggur að lokum
alvee slió.
Hún verst ekki dauðanum, af
þvi að hún heldur, að það sé hvort
eð er gagnslaust. Hún biður hans
sem lausn á vonlausri aðstöðu.
Hún deyr róleg og æðrulaus.
Lifið fjarar smátt og smátt út. Oft
deyr hún eftir nokkra klukku-
tima, oftast nær liða nokkrir dag-
ar frá atburðinum, sem var or-
sökin.
Utanaðkomandi ofbeldisáhrif
eða eitur eru aldrei orsökin.
Meira að segja veikindi sem voru
fyrir hendi voru aldrei lifshættu-
leg, og fólkið gat ekki soltið i hel á
svo stuttum tima. Dauðinn bygg-
istbeinlinis á sálrænum áhrifum.
Sálrænn dauðagi er samt sem
áður ekki óhjákvæmilegur. Það
er hægt að koma i veg fyrir hann
á mjög einfaldan og áhrifarikan
hátt. Maður verður bara að fá
þann, sem er að veslast upp, til að
hugsa um annað og endurvekja
hann til lifsins.
Herlæknirinn Dr. Burgers frá
Schwaben gaf dæmi um það, þeg-
ar hann var á ferðalagi með
prófessor Walter Behrmann i
gegnum þvera Nýju-Guineu árið
1912.
A miðrieynni varð læknirinn að
taka fót af slösuðum burðar-
manni. Uppskurðurinn gekk vel
og innfæddi maðurinn var á bata-
vegi.
Nokkrum dögum seinna gaf
sjúklingurinn þá yfirlýsingu, að
hann vildi ekki koma til baka
heim í þorp sitt sem krypplingur.
Annars staðar gæti hann hinsveg-
ar ekki lifað. Hann sá enga aðra
leið heldur en dauðann, — og dó
næsta dag.
Þetta virtist smitandi. Annar
burðarmaður skýrði Dr. Burgers
frá þvi að honum hefði birzt andi
að næturlagi, sem hefði sagt hon-
um að hann yröi lika að deyja.
Siðan lagðist hann fyrir og gat
ekkert vakið hann úr dáinu. Hann
dó á þriðja degi.
Þegar þriðji maðurinn kom til
læknisins og gat til kynna, að
hann væri lika dauðans matur,
var honum nóg boðið. Hann gaf
manninum hressilega utan undir
og sagði um leið, að löðrungurinn
væri ætlaður illa andanum, sem
hefði sezt að i honum. Ef hann
vogaði sér að koma aftur fengi
hann meira af svo góðu.
Þetta bjargaði manninum.
Löðrungurinn reif hann upp úr
sinnuleysinu, sem hafðikomið yf-
ir hann.
Þessa aðferð er náttúrlega ekki
hægt að beita við siðmenntaða
sjúklinga.
En okkar á meðal er einnig að
finna fjölda dæma um sálrænan
dauödaga. Orsökin er yfirleitt
mikið sálrænt álag. Endanlega
ástæðan er siðan trúin á að vera i
vonlausri aðstöðu, nákvæmlega
einsog hjá Nýsjálendingunum og
Eskimóunum.
Sálrænn dauði var sérstaklega
algengur meðal striðsfanga og
fólks i fangabúðum. Fólkið dó af
þvi að það hélt að þjáningar þess
mundu aldrei taka enda eða það
vissi ekki hvers vegna eða fyrir
hvem það lifði.
Þegar fangarnir voru komnir á
þetta stig, gáfu þeir upp alla von.
vildu ekki lifa lengur, óskuðu sér
Þeir vildu ekki lifa lengur, óskuðu
sér að deyja, — og dóu von bráð-
ar.
Dr. Helmut Paul frá Linz við
Rin varð vitni að slikum atburð-
um, þegar hann var fangi i rúss-
neskum vinnubúðum frá 1945 til
1948.
,,Af meira en hundrað sjúkling-
um, sem dóu i höndunum á mér,
voru f jölmargir, sem hefðu getað
lifað af, miðað við likamlegt
ástandþeirra. En þeir gáfust upp.
Hjá sumum var orsökin slæmar
fréttir að heiman. Ég man vel eft-
ir verkfræðingi frá SUdeta-
héruðunum. Hann talaði oft við
mig um áætlanir siaar að byggja
fjölbýlishús i heimahögum sin-
um, þegar ég kom i sjúkravitjun.
Dag nokkum fékk hann kort frá
konu sinni, þar sem hún bað hann
að gefa sér eftir skilnað, af þvi að
hún elskaði annan mann og ætti
von á barni méfr-honum. Frá og
með þessari stundu lá sjúklingur-
inn á bekk sinum og snéri sér til
veggjar og sagði ekkert annað
en: „Það hefur engan tilgang!”
Hann borðaði sifelit minna og var
dáinn eftir um það bil tiu daga.”
Svipað gerðist og gerist i fanga-
búðum um allan heim. Banda-
riskir hermenn i japönskum
fangabúðum, i seinna striðinu
kölluðu sálræna dauðdagann
„Bambusveikina”. Það kom til a’f
þvi, að á likama hinna dánu voru
för eftir bambusfletið, sem þeir
höfðu legið á. En hermennirnir
fundu upp lækningaaðferð, sem
bjargaði mörgum félögum
þeirra.
Hvernig lækna má
löngunina til að deyja
Geðlæknirinn J.E. Nardini seg-
irfrá,hvernig þeir fóru að þessu.
„Þeir voru látnir fara i heit
sápuböð, raka sig og aflúsa. Við
létum þá hafa sérstaklega girni-
lega fæðu og sáum um að þeir
þyrftu ekki að vinna erfiðustu
Kramhald á bls 37
GLUGGA-OG HURÐAÞETTINGAR
med" innfræstum ÞÉTTILISTUM
GUNNLAUGUR MAGNÚSSON (Dag- og kvöldsimi).
húsasmidam. SIMI 165 59
Auglýsið í Tímanum
SVRPU SKRPRR
NÝ LAUSN Á GÖMLUM VANDA
SYRPU SKÁPAR eru einingar í ýmsum stæröum og geröum.
SYRPU SKÁPAR gefa óþrjótandi möguleika hvar sem er-
þú getur alltaf bætt vió SYRPU SKÁP og haldiö samræmi.
SYRPU SKÁPAR er lausnin.
Vinsamlegast sendið mér upplysingar um SYRPU SKÁPANA
Nafn
Heimili
Skrifið greinilega.
SYRPU SKÁPAR er islensk framleiðsla.
AXEL EYJ ÓLFSSON
HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577