Tíminn - 11.04.1976, Page 18

Tíminn - 11.04.1976, Page 18
18 TÍMINN Sunnudagur 11. aprfl 1976. Hvenær fyrnist yfir gamla minnimáttarkennd? Mcnn oa m Reykjavlk er hitaveituborg, og i henni skiptast á giæsileg einbýlishús og tvibýlishús og sambyggingar af alls konar gerðum. I öilum kaupstöðum landsins og svo til hverju einasta kauptúni eru hverfi spán- nýrra húsa með hinum bezta búnaði. Getur veriö, aö fleira eöa færra af þvi fólki, sem býr I svona vönduðum húsum, sé haldiö minnimáttarkennd gagnvart útlendingum? —Timamynd: Gunnar. Saga frá nítjándu öld i Minningabók sinni segir Þor- valdur Thoroddsen frá atviki einu, sem fyrir hann bar eitt sinn og varð honum minnisstætt. Eft- irmáli, sem hann lét fylgja frá- sögninni, skýrir hvers eðlis þetta atvik var. Hann segir: „Ég nefni þetta sökum þess, að það var i fyrsta sinni, að ég varð þess var, hvað Islendingum oft er gjarnt til, i orði og verki, að lítils- virða sjálfa sig og sina menn — þetta mun nú hafa lagazt á seinni árum, væntiég! Hve oft heyrðiég ekki siðar, að Islendingar trúðu betur útlendum, ómenntuðum labbakútum, enskum féglæfra- mönnum, búðarlokum eða slátr- urum, en mér, þegar var að ræða um málma eða önnur jarðfræði- leg efni, sem ég sérstaklega haföi lagt fyrir mig, en þeir eðlilega ekkert vit höfðu á. Hve oft sá ég ekki síöar embættismenn og al- þingismenn sýna útlendum spjátrungum lotningu fyrir hvert spekiorð um visindi, sem út gekk af þeirra munni, en sögðu um sama leyti allt húmbúg og hé- góma, sem ég var að fást við, af þvi ég var samlandi þeirra og gat eðlilega þess vegna ekki haft vit á slikum hlutum”. Þorvaldur Thoroddsen var mikill visindamaður, jafnoki fær- ustu jarðfræðinga, sem uppi voru um hans daga i nágrannalöndum okkar, og sjálfur vissi hann vel, hverju hann hafði áorkað og i hvaða metum hann var meðal þeirra, sem skyn báru á störf hans. Finna má, að i þeim orðum, sem hér var vitnað til, bryddar á sárindum yfir þvi, að jafnvel sumir helztu menn þjóðarinnar virtu þekkinguhans lítils. En þótt svo sé, getur verið fólginn i þeim beizkur sannleikur um islenzka lyndiseinkunn, islenzka minni- máttarkennd um hans daga — og siðar. Hví ekki þjóðtungan líka? Löngu fyrr, um miðbik átjándu aldar, lét Sveinn lögmaður Sölva- son prenta rit, sem nefndist Tyro juriseður Barnilögum. Um þetta verk sitt farast honum sjálfum orð a þessa leið: „Þar næst meðkenni ég vel, að hér finnast ógjarnan þau gömlu gullaldarorð, sem nú eru komin úr móð, og að ég þar i mót hef stundum hjálpast við þau orð, sem dregin eður samsett eru af dönskunni, hvað ég held engin spjöll, þar vor lög nú á tiðum eru mestan part frá dönskum komin og án hennar kunna menn ekki að vera i' réttarganginum. Og svo sem vorefni i flestum sökum dep- endera af þeim dönsku, þvi má þá ekki einnig vort tungumál vera sömu forlögum undirorpið? En öll svoddan orð eru þó mikið skiljan- leg og tiðkanleg oröin á vorum dögum, yfir utan hvað fáeinir menn hanga svo fastir viö sitt antiqvitet, og geta varla skrifað eitt sendibréf, að menn skyldu ei heldur þenkja þaö væri still Ara prests fróða eður Snorra Sturlu- sonar en þeirra manna, er lifa á átjándu öld, hverjir ef vilja átelja minar bevisingar, betalinga og aöra barbarismos in lingva pat- ria, er þeir munu svo kalla, þá er ég vel til friðs að taka upp gagn- sök i móti þeim fyrir þeirra archaismos...” Hér er lögmaðurinn að boða þá kenningu, að Islenzka tungu eigi að sveigja að dönsku. Eitthvað hálfum öðrum áratug siðar steig skólameistarinn i Skálholti, Bjarni Jónsson, sporið til fulls, þvi aö hann gerði þaö opinskátt að tillögu sinni i bréfi til lands- nefndarinnar svonefndu, að is- lenzk tunga yrði lögö fyrir róða. Hann ,,ansá” sem sé, að islenzk- an væri ekki einungis gagnslaus, heldur „mjög skaðlegt”, aö henni væri við haldið. Þannig hugsuðu þeir — annar lögmaður la'ndsins og forstöðu maður annars skólans, sem menntaði og mótaði verðandi presta þjóðarinnar. 1 þágu ein- hverra þokukenndra vona um framför undir áraburði útlendrar forsjónar sáu þeir það til eitt ráða að fórna þjóðareinkennunum, bregðast trúnaði við þjóðerni og tungu og reyna að verða danskir. Þetta er einmitt sú leið, sem lagt hefur verið kapp á að fara i Grænlandi nú um alllangt skeið — með ægilegum afleiðingum. Gömul kröm í nýju gervi Nú er þess að geta, að Sveinn Sölvason og Bjarni skólameistari voru uppi á þeirri öld, sem orðið hefur tslendingum þyngst i skauti. Þeim var kannski vork- unn. Þó voru þeir samtiðarmenn þeirra, sem af mestri dirfsku réðu ráðum sinum og gerðu til- raun til að hefja land og þjóð af vesaldarstiginu: Skúla fógeta, Magnúsar amtmanns og þeirra félaga. Þegar Þorvaldur Thoroddsen komst i kynni við ótrú samlanda sinna á islenzkri getu og islenzkri þekkingu, var að minnsta kosti mjög tekið að birta til. Islenzk endurreisnarstefna átti orðið langa sögu, og s jálfstæðisbarátt- an hafði staðið i nokkra áratugi. Enn var langur ti'mi liðinn, er Þorvaldur rifjaði þetta upp og i hálfkæringi kastar hann þvi fram, að trúlega kveði orðið við annan tón: „Þetta mun nú hafa lagazt á seinni árum, vænti ég!” Tæpast fer á milli mála, að þarna er talað i beizkjublöndnu háði. Og sannast sagna mun Þor- valdi ekki hafa skotizt svo mjög. Það hvildi eins og örlagadómur á þjóðinni, að hún var bæði fátæk og fámenn og hafði verið kúguð, fé- flett, svelt og drepin úr hungri, þegarhenni var um megn að gera hvort tveggja: Ao verjast áföllum af völdum náttúrunnar og reiða það af höndum, sem kaupmenn og embættisvald heimtuðu af henni. Enda þótt hún bæri ekki góðan hug til þeirra, sem setið höfðu yfir hlut hennar, loddi fast við hana gömul og glámskyggn lotning fyrir þvi, sem útlent var og komið frá fjölmennari þjóðum. Það var fint, sem danskt var, og næsta mörgum hætti enn til þess að telja flest meiri vizku, sem gekk fram af munni útlends manns en þeirra, sem bornir voru og barn- fæddir meðal þeirra. Aöeins eitt var finna en það, sem var danskt: Það, sem var franskt. Dætur em- bættismannanna voru dansmeyj- ar frönsku foringjanna á eftirlits-- skipunum, sem fylgdu skútunum frá Pompól. Hinar fögnuðu tiöar dátunum af Fyllu og Fálkanum, og til þess gafst oft tækifæri, þvi að dönsk strandgæzluskip voru talin kær aö höfnum. Stakkaskiptin miklu Þetta var á fyrri tið. Nú höfum við notið heimastjórnar í meira en sjötiu ár, fullveldis I langt til sextiu ár, og lýðveldið er rúmlega þrjátiu ára. Við höfum, á köflum að minnsta kosti, haft meiri tekj- ur á hvern mann að meðaltali en svo til allar aðrar þjóðir heims, og komizt þar nálega upp að hlið- inni á þeim þjóðum þremur eða fjórum, sem tekjuhæstar eru. Við höfum langflest til ibUðar hús, sem eru miklu þægilegri og betri en barónar og furstar áttu völ á, þegar við höfðumst við i torfbæj- um, og sennilega er hlutfallstala stórglæsilegra einbýlishúsa óviða i heiminum jafnhá — að minnsta kosti ef til landsbyggðar svo- nefndrar er litið og kaupstaðanna og kauptúnanna þar. Og hlýtt og bjart er i þessum húsum. I stað, lýsiskolunnar langt fram eftir nitjándu öld og steinoliulamp- anna fram eftir þessari öld eru komin rafljós, sem fylla hvem krók og kima birtu eftir vild og þörfum, á hérum bil öllum heim- ilum i landinu. Heitt vatn úr berg- lögum landsins hitar fleiri ibúðir en þær, sem án þess konar þæg- inda eru, og tugþúsundir lands- manna til viðbótar eiga einmitt nú i vændum að fá heitt vatn i bæ- inn. Og svo er allur húsbúnaður- inn: Vandaður, dýr og iburðar- mikill mjög viða. Við höfum vélvætt flestar starfsgreinar, við eigum mikinn, góðan og nýlegan skipaflota og flugvélaflota og bifreiðaeignin er slik, að við erum meðal bilrikari þjóða. Við höfum hafnir á fjölda staða hringinn i kring um landið, að visu ekki nema sumar svo til hlitar sé, við höfum ráðizt i gerð brúa, sem vitna um hinn mesta stórhug, við höfum komiö upp orkuverum og við eigum flugvelli og vegi, þótt þar sé mörgu áfátt. Og þannig má halda áfram og nefna til dæmis: Sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar, dvalarheim- ili af ýmsu tagi, þéttriðið og viða- mikið skólakerfi, jafnvel svo að sumir halda, að það sé um of, fé- lagsheimili og íþróttamannvirki, sjálfvirkt simakerfi mjög viða, útvarp og sjónvarp með dreifingarkerfi, þótt vankantar séu á þvi, þjóðleikhús ásamt greinamargri leikstarfsemi, sinfóniuhljómsv'eit og tónlistar- kennslu viða um land. NU er lika af sú tið, er Þorvald- ur Thoroddsen og aðeins örfáir Islendingar aðrir höfðu aflað sér visindalegrar þekkingar, sem að kvað. Langskólagengnir menn eru orönir býsna margir, og þeim fer hraðfjölgandi. Og það, sem mestu máli skiptir: I hópi þeirra er margt hinna færustu manna, sem standa visindamönnum og sérfræðingum miklu stærri þjóða fyllilega á sporði, og hafa enda sumir hverjir verið til þess valdir að miðla öðrum þjóðum reynslu og þekkingu um langan eða skamman tima. Þetta er mikiðafrek á skömm- um tima, og sérstaklega er það mikið afrek af jafnfátækri þjóð og íslendingar voru fram eftir þess- ari öld og snauðri að varanlegum veraldargæðum. Og síðast og ekki sizt jafnfámennri þjóð og þeir voru og eru. Mín upphefð kemur að utan Þau stakkaskipti, sem hér hef- ur lauslega verið drepið á, virðast búningsbót, sem ætti að nægja til þess að slæva gamla vantrú og minnimáttarkennd. Eða getur verið, að þessi gamla fylgja hafi verib svo djúprætt, að hún plági þjóðina enn? Við skulum aðeins skyggnast um i þjóðfélaginu. Við skulum sleppa þvi, sem gerðist fyrir heimsstyrjöldina siðari: Fylkingum unglinga, sem gengu um götur Reykjavikur i einkennisbúningi nasista og höfðu kokgleypt einhverja andstyggi- legustu kenningu, sem fengið hef- ur byr undir vængi i veraldarsög- unni — barnalegum fleðuskap, undirlægjuhætti og ásókn, raunar bæði karla og kvenna, þegar út- lendir hermenn komu til landsins, og ööru fleira af þvi taginu. Berum niður nær nútimanum. „Ég hef alltaf vitað, að min upp- hefð kæmi að utan” — þetta er kunn setning i bókmenntunum. öllum hljóta að vera hugstæð fjölmörg dæmi um islenzka lista- menn,‘sem ýmist hafa sætt tóm- læti eða beinum andróðri i land- inu, en verða á einum degi aðrir rpenn, sem allir vilja hampa — þegar upphefð þeirra erkomin að utan. Það, sem þó er runnið und- an islenzkum hjartarótum, er ekki metið, skilið og viðurkennt, nema að takmörkuðu leyti af tak- mörkuðum hluta fólks, fyrr en það hefur fengið stimpil frá út- löndum. Lítilþægni af ýmsu tagi Alkunna er, hve okkur er gjarnt til þess að halda á lofti kurteisis- oröum, sem útlendingar, er hing- að koma, kunna að láta falla. Þeir eru óðar titlaðir Islandsvinir — ummæli þeirra eru eins og hjartastyrkjandi lyf, þótt lítið fel- isti orðum þeirra og sizt annað en það, sem við ættum sjálf aö vera dómbærustum. Þetta hnekkir þvi ekki, aö til eru raunverulegir Is- landsvinir — menn, sem lita með skilningi á mál okkar, leitast við aö koma þvi á framfæri, sem þess er vert, og bera blak af okkur, þegar á okkur er hallað. Dæmigert er, hve margir Islendingar fyllast ástriðu til þess að flangsa utan i útlendinga, þegar þeir eru ölvaðir. Liklega eru þessir náungar i rauninni þrúgaðir af minnimáttarkennd, en þegar veigarnar hafa haft sin áhrif á þá, finnst þeim fyrst, að þeir séu nokkurn veginn jafnokar þessa virðulega fyrirbæris — útlends manns. Þegar ameriskur sjónvarps- karl, sem rak á eigin spýtur sjón- varpsstöðvar i eymdarlöndum Mið-Ameriku og Afriku, kom hingað til lands árið 1961 þeirra erinda aö falast eftir þvi að koma upp stöð hér og reka hana með sama efni og hann bauð upp á annars staðar, voru ýmsir, sem fannstþetta kostaboð, þótt ekki væru forráðamenn þjóðarinnar i þeim hópi. Þeir sáu ekkert athugavert við hinn áhrifamesta fjölmiðil, rekinn af útlendingi i gróðaskyni, með þvi efnisvali, er þjónaði þvi markmiði. Skyltþessarilítilþægni var það, þegar einn alþingismanna reifaði þá hugmynd að leita eftir fé til eflingar einu kjördæmi landsins úr alþjóðasjóðum þeim, sem ætlaðir eru vanþróuðum hungur- þjóðum. Kjarkur að utan Ekki fer milli mála, hve útlendar tizkubylgjur eiga greiðan aðgang að okkur. Við erum komin af fólki, sem svaf nakið I baðstofum í margar kyn- slóðir, en kappklæddi sig á daginn. Þear það var orðin lenzka, i útlöndum, að stelpur hlypu um berar, fór þeim lika að bregða fyrir á sviðinu hér. Þeirra kjarkur kom að utan. Yrkingar, ritmennska, lifsstill — allt ber þetta á köflum meira og minni keim af útlendri eftiröpun, og er þá ekki við það átt, sem sjálfsagt er, að stefnur og straumar frá öðrum löndum frjóvgi okkar hugarheim eins og alltaf hefur gerat, jafnvel á mestu inni- lokunaröldunum. Poppmúsikin er svo bundin útlendri fyrirmynd, að þeir, sem sumir eru tæpast mæltir á eigin máli, bögglast við að yrkja á ensku, nokkurs konar söngtexta, af þvi að þaðan er poppmúsikin og við liggjum nú mest undir engilsaxneskum áhrifum. Engu síðri upp og ofan Auðtryggni okkar i skiptum við útlendinga skin til dæmis af álsamningnum gamla, þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum mengunarvörnum og afarlágt rafmagnsverð bundið til mjög langs tima. Vanmat á islenzkri verkþekkingu birtist i þvi, þegar útlendingar eru fengnir til hönnunar á mannvirkjum, sem tslendingar hafa þó reynslu og kunnátu til þess að inna af höndum, auk kunnugleika á nátturufari. Broslegt er, ef satt er, að það hafi verið tekið gott og giltúr höndum útlendinganna, að miklu hærri stálvirki en annars staðar, og hættara við falli en ella, bæru uppi Búrfellslinuna við stórárnar á Suðurlandi — með tilliti til skipaferða. Þannig mætti lengi til tina. En látum hér lokið þessari romsu. Leiðum aðeins hugann að þvi, að við erum, svona upp og ofanengu minni menn, hæfiieikaminni eða dómgreindarminni, heldur en þeir, sem af útlendu bergi eru brotnir, ef við aðeins berum höfuðið hátt, ögum okkur og beitum okkur með forsjá og elju. Við erum einn strengurinn i hinni miklu hörpu þjóöanna, og við eigum að leggja rækt við okkar menningu, okkar sjálfstæði og okkar manndóm. Það er skylda við umheiminn, og það er umfram allt skylda okkar við okkur sjálf. —JH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.