Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 4. mai 1976. TÍMINN 17 I Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni SIGURÐUR DAGSSON...markvörður Vals, liðugur sem köttur, stekkur upp og gómar knöttinn örugglega á landsliðsæfingunni , ( Timamyi A landsliðsæfingu með Tony Knapp IGerd Muller í ham — skoraði „Hat-trick" gegn Dusiburg GERD „Bomber” Muller var heldur betur á skotskónum, þegar Bayern Miinchen mætti Duisburg á Oly mpiuleikvanginum i Munchen. Þessi mikli marka- skorari, sem er nú kominn i sitt gamla góða form, skoraði „Hat- trick” — þrjú mörk, og Bayern fór með sigur (3:0) af hólmi. 20. þús. áhorfendur sáu leikinn og á meðal áhorfenda var Robert Herbert, þjálfari St. Etienne frá Frakklandi, sem mætir Bayern i úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða i Glasgow. Úrslit i „Bundesligunni” um helgina, urðu þessi: Hertha — Hamburger SV...1:1 Uerdingen—Offenbach ....1:2 Bayern — Duisburg ......3:0 Bremen —Borussia........2:2 Bochum — 1. FC Köln.....1:0 Brunsw. — Kaiserslaut...2:0 Frankfurt — Essen.......1:3 Dússeldorf — Schalke 04.1:2 Borussia Mönchengladbach, sem hefur f jögurra stiga forskot i V-Þýzkalandi, var heppið að ná jafntefli i Bremen. ^ ^ ^ -SOS Elmar undir smásjánni — Vilhjálmur og Magnús Bergs komnir í landsliðs- hópinn ★ Norðmenn bjartsýnir á sigur í Osló ELMAR GEIRSSON, sem leikur með v-þýzka liöinu Eintracht Tri- er, er nú undir smásjánni hjá landsliðsnefndinni i knattspyrnu. Nefndin er að leita upplýsinga um Elmar, sem hefur átt mjög góöa leiki með Trier-liöinu, en þaðhefur verið mjög sigursælt i vetur. Þá hefur nefndin bætt tveimur nýj- um leikmönnum i landsliöshópinn — þaö eru Valsmer.nirnir Vil- hjálmur Kjartansson og Magnús Bergs, sem er nýliði i hópnum. Vilhjálmur æfði aftur á móti meö hópnum um tima sl. sumar. Tony Knapp, landsliðsþjálfari, stjórnaði fyrstu landsliðsæfing- unni á sunnudaginn á Melayellin- um. Núer-u aöeins l5dagar þar til Islendingar mtetaNorðmönnum i Osló — svo ekki var seinna vænna, að halda landsliðsæfingu. Næsta æfing landsliðsins verður á sunnudaginn kemur og siðan verður pressuleikur á nýja gras- vellinum iLaugardal 11. mai. Þar sem 1. deildarkeppnin er að byrja af fullum krafti, er ekki hægt að hafa fleiri æfingar hér heima, fyrir átökin i Osló. Norðmenn eru farnir að hugsa sér til hreyfings, og sagði norska blaðið „Arbeiderbladet” fyrir helgi, að Norðmenn væru mjög bjartsýnir á leikinn gegn Is- lendingum. Það kom fram i blað- inu, að Norðmenn ættu mikið af góðum leikmönnum — svo að það yrði örugglega erfitt að velja liö- ið, sem léki gegn íslendingum. Ásgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson fara beint til Noregs frá Belgiu og Jóhannes Eðvaldsson, sem hefur nú fengið leyfi hjá Cel- tic, mun einnig fara beint til Noregs frá Skotlandi. Jóhannes TONY KNAPP...ásamt landsliðshópnum. lék ekki með Celtic-liðinu um helgina — fékk að hvila sig; enda búinn að leika 56 leiki með Celtic á keppnistimabilinu. — SOS „Hvað eru þeir að bauka, þarna út i horni. Vita þeir ekki að markið er hérúa?”, getur Arni Stefánsson, markvörður Fram, verið að hugsa, þar sem hann stóð i markinu á landsliösæfingunni. I 2 mörk MATTHÍAS Hallgrimsson skor- aði 2 mörk, þegar Skagamenn unnu öruggan sigur (3:0) yfir Haukum i Litlu-bikarkeppninni á Akranesi. Teitur Þórðarson skor- aði þriðja mark Skagamanna. sem réðu algjörlega gangi leiks- ins. FH-ingar og Blikarnir skildu jafnir (1:1) á Kaplakrikavelhn- um. Leifur Helgasonskoraði stór- glæsilegt mark fyrir FH-inga, en Einar Þórhallsson náði að jafr.a með skalla, eftir fyrirgjöf frá Gisla Sigurðssyni. • • • Rangers tók bik- arinn... GLASGOW Rangers voru óstöðv- andi i Skotlandi — þeir unnu þar öll verðiaun, sem keppt var um. Þeir byrjuðu með sigri i deildar- bikarkeppninni og siðan voru þeir krýndir Skotlandsmeistarar. A laugardaginn kórónuðu þeir sigurgöngu sina, þegar þeir unnu stórsigur (3:1) yfir Hearts i bikarúrslitaleiknum sem fór fram á Hampden Park. Derek John- ston skoraði 2 mörk fyrir Rangers — og hefur hann skorað 29 mörk á keppnistimabilinu, og Alex Mc- Donald bætti þvi þriðja við, með þrumuskoti af 20 m færi. Það var þvi sannkallað Rangers-ár i Skot- landi. —SOS skorað Matti Lilja nálgast OL-lágmarkið Hlaupadrottningin Lilja Guömundsdóttir, setti glæsilegt islandsmet í 1500 m hlaupi á frjálslþróttamóli I Sviþjóð, — hún hljóp vegalengd- ina á 4:32,0 minútum, sem er tveimur sekúndum betra en gamla metið liennar. Lilja er nú aö komast I mjög góða æfingu, og er nær öruggt, að hún nær þvi að tryggja sér farseðiiinn til Montreai og keppi þar fyrir hönd íslands á Ólympiuleikunum. _ SOS. Ágúst sló út 17 ára gamalt met... AGÚST Asgeirsson, langhlauparinn snjalli, sló út 17 ára gamalt inet Kristleifs Guðbjörnssonar i 3000 m hlaupi, þegar hann tók þátt i frjáisiþróttamóti i Leeds i Englandi. Ágúst, sem sjaldan hefur verið eins sprækur, liljóp vcgalcngdina á 8:17.0 minútum, en gamla mct- ið.sein Kristleifur setti I Sarpsborg 1959, var 8:21.0 mlnútur. — SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.