Tíminn - 16.05.1976, Síða 3

Tíminn - 16.05.1976, Síða 3
Sunnudagur 16. mai 1976. TÍMINN 3 Lágmarks' verð á humari ákveðið gébé Rvik — A föstudaginn ákvaö yfirnefnd Verölagsráðs sjávarútvegsins lágmarksverð áferskum og slitnum humri frá upphafi vertiðar, sem er 16. maf, til maíloka. Verðflokkun byggist á gæðaflokkun Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða, og er verðið miðað við að seljandi afhendi humarinn á flutnings- tæki veiöiskips. 1. flokkur, óbrotinn humar- hali, 25 gr og yfir, kr. 950.00 hvert kg. 2. flokkur, óbrotinn humarhali, 10 gr aö 25 gr og brotinn humarhali 10 gr og yfir, kr. 490.00 hvert kg. Verðið var ákveöið með samhljóða at- kvæöum allra nefndarmanna. Jafnframt var ákveðið á fundi yfirnefndar, að gerö verði sér- stök athugun á hráefnisflokkun, nýtingu og vinnslukostnaði við humarvinnslu I maimánuði. Auk þess verði gerð samhliöa athugun á oliukostnaði humar- báta. Athuganir þessar verða gerðar i samvinnu fulltrúa kaupenda og seljenda. A grund- velli þessara athugana verður siðan ákveðið nýtt humarverð frá 1. júni til loka vertiöar. Frestur til umsóknar á veiði- leyfum til humarveiða rann út s.l. föstudag, en vertiðin hefst 16. mai. Mikill fjöldi umsókna barst en leyfi voru veitt til 151 báts. Heildarkvótinn er 2800 tonn. Kunnur bassa- söngvari syngur Dagana 16.-23. mai verður hér á landi staddur bassasöngvarinn Ode Wannebo. Hann er hér á veg- um Kristilegs stúdentafélags og syngur á tónleikum i Reykjavik og á Selfossi, sem hér segir: Þriöjudaginn 18. mai i Selfoss- kirkju kl. 21.00, miövikud. 19. mai I Frikirkjunni i Reykjavik kl. 20.30. fimmtudaginn 20. mai einnig I Frikirkjunni á sama tima. Föstudaginn 21. mai verður hann með tónleika i Dómkirkj- unni, og leikur þar með honum Ragnar Björnsson organisti. Tónleikarnir i Frikirkjunni og á Selfossi verða með frekar léttu sniði, þar sem Ode Wannebo leikur m.a. sjálfur undir söng sinn á gitar, en tónleikarnir i Dómkirkjunni veröa I hefðbundn- um stH. Ode Wannebo hefur áöur komiö við á Islandi, og hélt þá m.a. tón- leika i Dómkirkjunni með undir- leik dr. Páls ísólfssonar. Ferill Ode Wannebos er um margt merkilegur. 8 ára gamall fann hann gitar, sem gerður var upp handa honum og varð til að glæða tónlistarhæfileika hans. Fljótlega varö hann þekktur I heimalandi sinu. Fékk stærsta styrk norska rikisins til tónlistar- náms i Vinarborg, en þar var hann i 4 ár. Hann hefur sungið við margar óperur I Evrópu og Bandarlkjunum og haldið sjálf- stæða tónleika. Einnig hefur hann sungið i sjónvarpi og útvarpi I mörgum löndum. Núna er hann á förum til Noregs, Sviþjóðar, Þýzkalands og Englands til að taka upp sjónvarpsdagskrár og halda tónleika. Ode Wannebo býr i Hollywood i Bandarikjunum og hefur gert i nokkur ár, og syngur nú eingöngu kirkjulega tónlist. Hann hefur sjálfur samið mikið af sönglögum hin siöari ár og fellt texta viö þau úr Heilagri ritningu. Hann syngur þvi mikiö lög eftir sjálfan sig. Einnig er hann þekktur fyrir góðan gitarleik. - . •• f ‘ ' c' ; ' ■,. v. « ' - « ' ’» ^)ÍjSS : suSxvÆ — .. :■■- ^ <%■ >A ... ■ : ■ '• ■ *■ „•;» \ n’ \v • : \ ' ’.r' ^ ^v'vV: . • * • . •*. S , o'' , * ••?•>•• í - • •*. -.’T' í ■'V ■ . , • > «».■ :'■' --lkT., - >’».!«* . v - - v “• . . ... V •. . '■ ... < . w *!*•. y\ ív ' ' r •-... II*' r, -:.V •’• ' " " i ' ' .<■ ' ' 5 ,■ ,\T*..VA • iT\- ; • /,, ' * .■ '' ■ " : v ;' vv. - ’ • *- .-•> ■ ■»’ *'$' ■ í A ^ : V Íf/V N * X;^<SK } . r ., ; ■> "V ,.V ; OPNUM NYJA DEILD Á MORGUN DENIM — DEILD að Austurstræti 22 Allt í denim fatnaði: bolir, blússur, skyrtur o.m.fl. Prentum á boli stafi og myndir meðan be„ðið er í aðeins 2-3 mínútur. TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS III AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ.SKIPTIBORÐI 28155

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.