Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 4
4 TíMINN Sunnudagur 16. mai 1976. Ekkert frí hjd BB Það varð heldur litið úr Vest- ur-Indiaför Birgitte Bardot nú fyrir skömmu. Hún kom til London með manni sinum Mirko Brozak og ætluðu þau að halda þaðan áfram til Vestur-India. Þegar Birgitte kom inn á hótelið i London kastaði hún sér niður á fyrsta sófann, sem hún sá i anddyrinu og sagðist vera veik, og hún vildi fara heim aftur. Það gerði hún lika. Brigitte er nú 41 árs gömul, en nýi maðurinn hennar er þritugur. Þá var kóngurinn hissa Þegar Karl Sviakonungur var eitt sinn á ferð i San Francisco hugðist hann bregða sér þar á bar. 1 fylgd með honum var dóttir sænska ræðismannsins á staðnum. Dyravörðurinn á barnum sagði þegar kóngurinn kom með vinkonu sma, að börn fengju ekki aðgang, og mun honum hafa þótt stúlkan heldur ung til þess að fá aðgang að barnum. — Já, en ég er krón- prins Svia (þá var Karl ekki enn orðinn konungur) sagði sá sænski. Dyravörðurinn lét sér fátt um finnast og sagði aðeins: — Ég get nú lika sagt sögur. Meira var það ekki, og ekki fékk parið að fara inn á barinn. Er olía við strendur íslands? Arið 1973 var sovézka rann- sóknaskipið „Akademik Kúrtsjatov” á visindaleiðangri á hafinu milli Noregs og Græn- lands. Leiðangur þessi var liður i framkvæmd yfirgripsmikillar áætlunar um rannsóknir á sjávarbotninum, sem Visinda- akademia Sovétrikjanna stend- ur fyrir ásamt þekktum sér- fræðingum frá Bandarikjunum, Japan og fleiri löndum. „Aka- demik Kúrtsjatov” er eitt stærsta visindarannsóknaskip i heimi, u.þ.b. 7 þúsund lestir. A hafinu milli Noregs og Grænlands voru gerðar um- fangsmiklar rannsóknir á sviði jarðfræði, jarðeðlis- og jarð- efnafræði. Af þeim stóra hópi sovézkra visindamanna, sem þátt tóku I leiðangrinum, má nefna prófessorana I. Kosminskaja og L. Rykunov, en auk þeirra voru þarna t.d. prófessor Right frá Bandarikj- unum og prófessor Aoki frá Japan. Leiðangrinum var stjórnað af einum viðurkennd- asta sérfræðingi á sviði jarð- eðlisfræði og rannsókna á hafs- botninum, prófessór G. Údintsev. Áhugi visindamanna á þessu hafsvæði stafar einkum af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi er unnt að rannsaka hinn dular- fulla miðatlantiska hrygg undan ströndum Islands. I öðru lagi er það á þessu svæði, sem neðan- sjávarhryggir tveggja úthafa mætast — Atlantshafsins og Norðurishafs. Fyrir leiðangursmönnum Anna Maria flyzt heim til Danmerkur Nú bendir allt til þess, að Danir eigi eftir að fá uppá- haldsprinsessuna sina heim aftureftir langa útivist. Sú, sem 'úm er að ræða er Anna Maria fyrFpm Grikkjadrottning, og maður hennar Konstantin, en þau hafa véTið-að skoða sveita- setur viða um Danmörku I þeim tilgangi að festa kaup á ein- hverju þeirra og setjast þar að. Sveitasetrið, sem helzt hefur komið til greina er á Vestur-Jót- landi ogkostar um 180 milljónir króna. Ekki hefur endanlega verið gengið frá sölu á setrinu, og stafar það mest af þvi að konungshjónin geta ekki keypt það nema þvi aðeins þau geti selt hús sitt I Lóndon. ot/.;';, x' ° o Ö.D oV'n * o ^ <> 0 o oooo 0 u Húrra, þarna koma matarmiðarnir. Andið ekki. Ef sérhver maður þekkti sjálfan sig myndi hann ekki þekkja sig ,aftur. DENNI DÆMALAUSI Margrét segir, að þeir eigi sitt land, sem þeir berjist fyrir rétt eins og hr. Wilson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.