Tíminn - 16.05.1976, Síða 6

Tíminn - 16.05.1976, Síða 6
4 6 TÍMINN Sunnudagur 16. mai 1976. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 122 „Nú svifur hinn ljúfasti sumarblær um sædjúpið Harð- angurs viða. — Sjá heim á bárunum bláu — fer brúöfylgd á skipi smáu.” Þetta ljóð var oft sungið undir fögru lagi Kjerúlfs á unglings- árum minum. Og hér sjáið þið á norsku póstkortí brúðarför i Harðangri. A kortið hefur verið skrifað til námsmanns i Kaup- mannahöfn 1914, en ekki veit ég hve gömul myndin er. Brúðurin er sannarlega skrautbúin, litir rauðir, hvitir og gylltir. Flest annað fólk dökkklætt, en konur þó með hvita eða rauða höfuðklúta. Karlar vel „hattaðir”. Timbur- húsin sterkleg. A hitt norska brúöarfarar- kortíð hefur verið ritað 1918, og dregið dár að „gömlum sveita- búningum” að ófyrirsynju. Krýnd brúðurin sést fyrir miðju, en fiðlarinn með bogann á lofti ögn til hægri. Sjá hinn snjóhvíta höfuðbúnað kvenn- anna, og sterklegt bjálkahúsið að baki. Þarna hefur verið stór- veizla að gömlum sið, en þær munu nú sjaldgæfar. Islendingur hefur sagt mér frá mikilli brúðkaupsveizlu, er hann sat i norskri sveit sumarið 1949. Stóð sú veizla i 3 daga og voru gestir á þriðja hundrað. Faðir brúðarinnar hafði brugg- að sterkt öl i 15 tunnur og veitti óspart, bæði inni i stórstofu og úti á túni. Nágrannar o.fl. gestir úr sveitinni lögðu á borð með sér, þ.e. komu með kjöt, brauð og fleiri vistir til sameiginlegra nota. Fór veizlan prýðilega fram og var létt yfir fólkinu. Þarna var brúðarganga að forn- um sið. Gekk fiðlarinn, ásamt presti, á undan og lék á fiðlu sina af snilld og áhrifamætti. Þjóðsögur herma, að fiðluslátt- urinn hafi stundum seiðmagnað svo sjálfan fiðlarann, að hann gat ekki hætt, en lék á fiðluna heila nótt unz hann varð ör- magna. Rósamálning rauð og blá prýddi þarna löggina milli lofts og veggja i stórstofunni. Litum til sjávar. Ungur man ég seglskúturnar og bátana sigla út og inn Eyjafjörð. Flest voru þau hákarla- og fiskiskip eins og Njáll frá Siglufirði, sem hér er birt mynd af, en einstaka risastór fimmmöstruð flutningaskonnorta. Skip undir seglum er sannarlega fögur sjón. „Þar sem skjót skipa- mergð skundar vængjuðum húnum,” kveður Jónas Hallgrimsson. Hér má sjá undir seglum 90 f.eta langt danskt eikarskip, byggt 1925. Þetta var siðasta danska skonnortan, sem flutti saltfisk yfir Atlantshafið frá Nýfundnalandi til Spánar (en salt hina leiðina). Fór siðustu för fyrir 45 árum, ársferð. Seinna sökk skútan i árekstri á Eyrarsundi, en var náð upp eftir nokkra mánuði. Nú hefur verið gert við skipið og mun það ætlað til skemmtisiglinga með farþega. Loks er birt mynd af dönsku „skólaskipi”, —■ seglskipi með hjálparvél. Þar um borð var 14-18 ára unglingum kennd sjó- mennska. Þarna eru þeir við æfingar uppi á ránum mörgu og miklu, liklega tilvonandi dátar. „Höfðinglegur við hæfi hallast Finnur að ránni”, segir i gamalli visu, en þarna hjá sjó- hernum virðist ekki vera „til setu boðið”. „Activ” — Gamalt danskt fiskflutningaskip. Brúðarför i Harðangri. Skólaskipið Danmark. Frá norskri brúökáupsveizlu. ' Hákarlaskipið Njáll frá Siglufirði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.