Tíminn - 16.05.1976, Side 9
Sunnudagur 16. mai 1976.
llöfnin er sérstakur heimur. Þar
liggja skipin vifi festar. komin frá
ilamborg og Amsterdam, Lysekil og
Gravarna. Þar morra litlir bátar
með hjólbarða á borðstokkunum. svo
að þeir skemmist siður, þegar þeir
nuddast við bryggjurnar, og það slær
alls konar litbrigðum á sjóinn, sem
gjálfrar við gamla og marða og orm-
smogna bryggjubjálka.
Gamlir inenn koma niður á
bryggjurnar til þess að anda að sér
sjávarlofti. finna þef af þara og
tjöru, og minnast liðinna daga. þegar
þeir sátu ekki i landi, heldur flutu á
þeim fjölum.sem þá voru sendarútá
hafið, og sprettharðir krakkar. sem
hafa komið sér' upp færi, koma til
þess að fiska, þó að ekki sé nema
marhnút. Seinna — seinna fara þeir
kannski á sjóinn til þess að veiða
þorsk og sild, ef eitthvað verður eftir
af þvi kyni, sent hefur ugga og sporð.
I dráttarbrautunum standa skip og
bátar hlið við hlið — flevtur, sem
þarf að dytta að. Það er likt og þegar
inannfóikið er sett isjúkrahús, ef það
er, krankt, og iæknarnir þurfa að
færa einhverja misbresti I manns-
skrokknum til betri vegar. Og liöggin
dynja, logskurðartækin hvæsa og
neistar hrjóta i allar áttir — hvit-
klæddum hjúkrunarkonum er ofauk-
ið i þess konar lækningastöð.
Fjaran liefur lika aðdráttarafl á
vorin. Hún er að visu ekki sem þrifa-
legust alls staðar — alls konar rusl
og rekald skorðað millisteina — tákn
aldarinnar, plastið, sést viða, og
fjörugrjótið cr sums staðar löðrandi i
oliu. Plast og olia, það er fylgifiskur
hinnar svonefndu ntenningar, hvort
tveggja gott og gilt á sinum stað, en
hvimleitt þess utan.
En þrátt fyrir plast og oliu fara
feður með börnm sin niður I flæöar-
inálið. þegar tómstund gefst, þvi að
þar er margt skritið að sjá, ef hvort
tveggja er opið, augu og hugur, og
forvitnin, undirrót allrar vizkuleitar,
ósljóvguð. Sums staðar liggja renni-
brautir út i sjóinn. Þar renna grá-
sleppukarlarnir bátum sinum á flot.
og þar draga þeir þá á land, þegar
þeir hafa vitjað um, og þangaö koina
húsmæðurnar eða sendimenn þeirra
til þess að kaupa sér rauömaga i soð-
ið. Handvagninn, sem aflinn er lát-
inn i, stendur ofan við flæðarmálið.
ogúrhonum eru hrognkelsin seld, og
i lionum er þeim ekið i skúrana viö
sjóinn, ef einnig verður afgangs,
þegar viðskiptunum I flæðarmálinu
er lokiö.
Cti fyrir sést til trillubáta, sem -
vmist eru að leggja frá landi eða
koma að — einn maður eða tveir i
hverjum báti — menn, sem láta sér
nægja litlar fleytur á þessari öld
skuttogara og þorskastriðs
Þannig er lifið Við sjóinn — alltaf
eittbvað að gerast. alltaf eilthvað að
sjá, livort sem sá er ungur éða gam-
all, er rcikar niður á bryggjur eða
leitar sér afþreylngar i fiæðarmál-
inu. fjær þvi umstangi, er tengist
höfnum.
Það hafa menn alltaf gert, og það
munu þeir halda áfrain að gera. Það
er ein aðferðin til þess að nálgast lif-
ið og náttúruna I sivaxandi borg, þar
sem einmanakennd og leiði sækir að
ntörgum á inalbikuöum slrætum
milli hálivsa.
’