Tíminn - 16.05.1976, Page 15
Sunnudagur 16. mai 1976.
TÍMINN
15
Steinþór Steingrimsson
sýnir á Hamragörðum
Steinþór Steingr im sson
heldur málverkasýningu i
Hamragörðum dagana 8.—16.
maf, en þar sýnir hann 32
myndir, flestar málaðar á
siöustu mánuðum.
Steinþór Steingrimsson er 45
ára að aldri og hefur fengizt við
myndlist lengi, en einkum er
hann þó kunnur sem jass-pian-
isti, en hann lék um árabii með
ýmsum þekktum danshljóm-
sveitum hér i borg, svo að segja
strax frá unglingsárum.
Alveg af sérstökum ástæðum
getur undirritaður greint frá
þvi, að Steinþór hefur lengi
fengizt við málverkið, þvi þegar
við vorum strákar, var hann
einn af fáum, sem áttu oliuliti,
og ég held að það hafi verið árið
1943 eða ’44 um jólin, sem við
fengum að sjá nokkur verk, sem
hann hafði málað.
Já, það vakti dálitla athygli
þá að eiga olfuliti og striga og
geta búið til sin eigin málverk,
meðan aðrir urðu að láta sér
nægja blýanta eða glerharða
vatnsliti og Pelikan oh'ukrit og
mér er það minnisstætt, að mér
þóttu þessimálverk góð, og þau
ilmuðu svo þekkilega af fernis
og terpentinu.
Eftir þvi sem árin hafa liðið,
hefur Steinþór orðið hændari að
málverkinu, og hefur hann sýnt
myndir sinar nokkrum sinnum
við ágætar undirtektir.
Myndefni Steinþórs Stein-
grimssonar eru bátar, landslag
og abstraktionir. Abstrakt-
myndirnar minna of mikið á
aðra málara, t.d. Kristján
Daviðsson, en til þess er engin
ástæða. Persónulegri eru
myndir eins og 3000 fet yfir
Arnarvatnsheiði, mynd frá
Rhodos og tvær landslags-
myndir nr. 25 og no 27, svo eitt-
hvað sé nefnt. Frá litum hans
starfar hlýju og mildri gleði.
Myndbyggingin er stundum
laus í reipunum og virðist til-
finning og innhfun rikari til-
hneiging en markviss sköpun
forma.
Sýning Steinþórs er opin dag-
lega kl. 14.00—22.00, og eru
menn hvattir-til þess að skoða
þessa indælu sýningu.
Siri Derkert i
Norræna húsinu
Norræna húsið er með
sýningu á verkum sænsku lista-
konunnar Siri Derkert
(1888—1973) og stendur sýningin
yfir til 23. mai næstkomandi.
Þetta er farandsýning, sem
einkum mun hafa verið ætluð
mikil ferðalög um Sviþjóð, en
mun nú fara milli helztu borga
Norðurlanda að þvi er segir i
bréfi frá Norræna húsinu. Það
voru þeir Ragnar von Holten,
listfræðingur og sonur listakon-
unnar, Carlo Derkert, list-
fræðingur, sem settu saman
sýninguna og hafa af henni veg
og vanda hvað það snertir.
Siri Derkert fæddist i Stokk-
hólmi árið 1888 og stundaði nám
i Listaháskólanum 1911—13,
settist að i Paris 1913 og ferð-
aðisttil Alsir vorið 1914.1 Paris
varð hún sambýliskona finnska
málarans Valle Rosenbergs.
Þau aðhylltust bæði kúbismann.
Veturinn 1915 fóru þau til Italiu
og settustað á Sikiley. Þar vann
hún meðal annars að sjálfs-
1.11
i IjC
illlllll
Tvær sýningar
mynd i kúbiskum stil. Sumarið
1915 fæddist þeim sonurinn
Carlo, Siri flýði striðið og fór
heim til Sviþjóðar 1916, en Valle
og Carlo urðu eftir á ítaliu.
Hann lézt i fæðingarbæ sinum
Borga 1919. Siri kynntist lista-
manninum Bertil Lybeck 1917
og eignaðist með honum tvær
dætur, Liv (1918) og Söru (1920).
Þau gengu i hjónaband 1921 og
settust að i Paris. Arið 1921
sýndi Siri kúbistisk verk á
kvennasýningu i Liljevalchs--
safninu i Stokkhólmi. Siðar
eyðilagði hún flest verk frá
árunum 1910—1920.”
„Árið 1944 var i fyrsta sinn
haldin stór sýning á verkum Siri
i Stenmans-sýningarsalnum i
Stokkhólmi, og hlaut hún þá
loksins viðurkenningu sem
listakona. Fjölskyldumyndir
hennar, oftast magnaðar en
angurværar jafnframt, svo og
hinar seiðandi dulúðgu skógar-
myndir frá Grangarde vöktu
athygli.”
Á þessa leið var sagt frá lifs-
hlaupi hennar m.a. i sýningar-
skrá og ennfremur þetta:
„Siri var alla ævina að leita
að nýjum tjáningarleiðum.
Siðustu 20 árin málaði hún nær
aldrei oliumálverk, heldur
reyndi nýjar aðferðir. Hún gerði
til dæmis andlitsmyndir úr
málmræmum, og lærði sand-
blástur til þess að geta rist rákir
i steypu. Síðustu æviár naut hún
mikillar hylli.
Efnt var til yfirlitssýningar á
verkum hennar á Moderna
Museet i Stokkhólmi 1960, i
Stedelijk-safninu i Amsterdam
1962, hún var fulltrúi Svia á
Feney ja-biennalnum 1962.
Haldin var stór yfirlitssýning á
verkum hennar i Lundi 1969 og
Galieri F15 i' Moss sama ár. Þá
hélt hún sýningu i Kosntnars-
huset í Stokkhólmi 1972.
Siri Derkert lézt á Lidingö 28.
april 1973, 85 ára gömul.”
Ég varð fyrir hálfgerðum
vonbrigðum að koma á sýning-
una iNorræna húsinu. Mér hafði
verið sagt frá sýningunni, sem
„einstökum” viðburðiog hef þvi
ef til vill búizt við of miklu, en
hvað um það, þettaerumestan
partskissur, fljótfærnisriss, full
af hálfgerðum vandræðagangi
að manni virðist.
Merkastar þóttu mér myndir
fráfyrstu áratugum aldarinnar,
þunglyndislegar, regngráar
myndir, sýndar undir for-
skriftinni Palermo, Napoli,
Kaupmannahöfn. Þá eru einnig
ágæt eintök af vinnu listakon-
unnar frá 1920—1930, en þá eru
myndir hennar hreinar, upp-
hafnar og fullar af unaði. Börn
við borð er einnig ágæt mynd,
þótt dapurleg sé, en teikningin
minnir mjög_ á þýzku lista-
konuna Kathe Kollwitz
(1967—1945), hvort sem það
hefur nú verið stefna, eða til-
viljun.
Þegar kemur fram á fjórða
áratuginn fer ég að skilja
minna, nema skúlptúrarnir eru
margir hverjir skemmtilegir.
Hinn flausturslegi myndstill,
næstum án allrar kröfu fellur
ekki i minn smekk og hef ég
grun um að persóna lista-
konunnar hafi yfirskyggt þessar
myndir og maður verði að vera
henni mjög kunnugur til þess að
meðtaka listina. Islendingar
nálgast Kjarval sósaðir af
persónutöfrum hans, næstum i
álögum: útlendingar yppta
öxlum yfir sumu, sem okkur
finnst svo heillandi við Kjarval.
Það er auðséð að mynd
framan á bæklingi um lista-
konuna, að þar fer enginn
meðalmaður. Myndefni hennar
á opinberum myndum segir
okkur frá hugsjónum og
baráttumálum : Tólf hellur um
stöðu og hugsjónabaráttu kon-
unnar.
Teikningar sem leiða hugann
að frelsisbaráttu konunnar, -
Hvað syngja fuglarnir? Barátta
fyrir friði. Hreint loft, — hreint
vatn og margt fleira.
Einhvern veginn finnnst
manni að Siri Derkert hafi ekki
komið hingað með þessum
myndum. Hún sé einhvers
staðar annars staðar, hjá lifs-
verki sinu i'opinberum húsum, á
söfnum og i hjörtum þeirra sem
þekktu hana bezt.
Jónas Guðmundsson
Námskeið um
heyrnarhjálp
Um næstu mánaðamót, eða
nánar tiltekið dagana 31. maí til 2.
júni verður haldið námskeið fyrir
þá, sem taka vilja að sér að að-
stoða heyrnardauft fólk, einkum
að þvi er tekur til notkunar
heyrnartækja. Að þessu nám-
skeiði standa félagið Heyrnar-
hjálp, heyrnardeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavikur og Háls-
nef og eyrnadeild Borgarspital-
ans i Reykjavik.
Félagið Heyrnarhjálp og
heyrnardeild Heilsuverndar-
Bílar
ákveðið svar um það, hvor leiðin
verði farin, þvi allt langtima-
skipulag er óhugsandi meðan
ekki hefur verið ákveðið, hvort
núgildandi númerakerfi veröur I
gildi áfram eða nýtt tekið upp I
þess stað. Mér er engin launung á
þvi, að nýja númerakerfið sem
lagt var fyrir Alþingi, gefúr mun
meira svigrúm til hagræðingar en
það kerfi sem nú er i' gildi, auk
þess sem mikill sparnaður yrði
þvi samfara að taka það upp. En
það er engu likara en að sumir al-
þingismanna vilji ekki spara á
sumum sviðum, sagði Guðni
Karlsson að lokum.
Auglýsið í
Tímanum
stöðvarinnar hafa um mörg ár
annazt úthlutun og kennslu i með-
ferð heyrnartækja, en sárlega
hefur vantað fólk, sem leiðbeint
gæti heyrnartækjanotendum og
veitt þeim nauðsynlegustu þjón-
ustu. Slik þjónusta hefur svo að
segja eingöngu verið veitt i
Reykjavik og á Akureyri og svo á
árlegum ferðum Félagsins
Heyrnarhjálpar.
Það er álit þeirra, er að þessu
námskeiði standa, að viðunandi
not af heyrnartækjum sé þvi að-
eins hugsanleg, að leiðbeinenda-
starf þar að lútandi verði stór-
aukið. A námskeiði þessu er einn-
ig ætlunin að veita fræðslu og æf-
ingu i könnunarmælingum á
heyrn, einkum i sambandi við
heyrnarmælingum i skólum.
Vandamál heyrnardaufra
liggja ekki alltaf i augum uppi, en
eru engu að siður tið og oft alvar-
leg. Það er von þeirra, sem að
þessu námskeiði standa, að það
verði sótt af fólki úr öllum lands-
hlutum og verði visir að þvi að
koma þessum málum i sæmilegt
horf.
250 þús. kr. verðlaun
Dagana 8.-13. júni n.k. verður
efnt til skákmóts hér á landi á
vegum bandari'ska tóbaksfyrir-
tækisins R.J. Reynolds Tobacco
Company, og er heitið háum
verðlaunum eða samt. 250 þús.
krónur. Verður mótið haldið á
Loftleiðahótelinu.
Hér á eftir fer fréttatilkynning
um mötið:
„Þaö er kunnara en frá þurfi að
segja, að framleiðendur tóbaks-
vöru eru viðast hvar i veröldinni
meðal stórstígustu auglýsenda.
Hér á Islandi eru beinar tóbaks-
auglýsingar i fjölmiðlum ekki
leyfilegar, og þvi öll kynningar-
starfsemi bundin við óbeinar aug-
lýsingaleiöir.
Það hefur þvi orðið að ráði, að
leitast við að finna ýmsar leiðir til
þess að nýta sem bezt i allra þágu
þaö auglýsingafé, sem framleið-
endureru tilbúnir að láta af hendi
til þess að halda á lofti nafni vöru
sinnar.
Að þessu sinni hafa R.J.
REYNOLDS TOBACCO COMP-
ANY, framleiðendur WINSTON,
CAMEL, VANTAGE, SALEM,
MORE, og Í>RINCE ALBERT,
ákveðið að verja nokkru fé til
. þess að styrkja skáklif á Islandi,
með þvi að standa fyrir almennu
skákmóti, sem haldið verður að
Hótel Loftleiðum dagana 8. og 13.
júnf og hjöða verðlaun að verð-
mæti kr. 250.000,-.
Gert er ráö fyrir að þátttaka
takmarkist af húsrými við
150-160. Keppt verður i 10 styrk-
leikaflokkum, þannig að sem
flestir keppenda geti fengið tæki-
færi til þess að keppa við okkar
færustu skákmenn.
Á mótinu verður keppt eftir
svissnesku kerfi og eru móts- og
keppnisreglur frábrugnar því,
sem áður hefur þekkst, t.d. hafa
ekki veriö veitt verðlaun I styrk-
leikaflokkum áður, þegar keppt
hefur verið eftir svissnesku kerfi.
Fjórir skákstjórar verða
starfandi á mótinu, þeir Jóhann
Þórir Jónsson, Jón Pálsson,
Þórður Gislason og Þorsteinn
Guðlaugsson.
Fyrirtækið REKSTRARRÁÐ-
GJÖF s.f. I Reykjavik hefur séö
um undirbúning mótsins, og mun
sjá um alla framkvæmd þess frá
upphafi til enda. Að þessu fyrir-
tæki standa Ásmundur Asmunds-
son, rekstrarverkfræðingur,
Ingvar Ásmundsson, stærðfræð-
ingur og skákkappi og Þórður
Gislason, hagræöingar-
ráðunautur.”
Frá og með 1. júni n.k. mun reglugerð
um hundahald
í Hveragerði
koma til framkvæmda og lausir hundar á
almannafæri fjarlægðir án frekari viðvör-
unar.
Heilbrigðisnefnd Hveragerðis