Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 18

Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 18
18 TÍMINN Sunnudagur 16. mai 1976. Menn og málofni „Það hefði mátt ætlast til annars" Loftárás hótað Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, fjallaði um flest þau mál, sem nú eru efst á baugi og mestu máli skipta, i yfirlitsræðu þeirri, sem hann flutti á miðstjórnarfundinum um siðustu helgi. En fyrri hluti ræðu hans snerist um það mál, sem öll framtið þjóðarinnar veltur á — landhelgismálið. Siðan þessi ræða var flutt hafa enn gerztnýir atburðir, sem sýna ljóslega, hviliku offorsi og dfyrir- leitni Bretar beita okkur i' skjóli þess, að þeir hafa mikinn her og vopnabúnað, en við hvorugt. For- ingi Nimrod-þotu, sem brezka stjómin heldur þó öðrum þræði fram, að séu óvopnaðar njósnar- þotur, hótaði að gera loftárás á is- lenzkt varðskip við skyldustörf út af Vestf jörðum. Þetta minnir á þá daga, þegar þýzkar flugvélar köstuðu sprengjum og skutu af vélbyssum á islenzka fiskibáta við strendur landsins fyrir rúm- um þrjátiu árum, af þvi að nas- istastjórnin taldi óviðurkvæmi- legt, að íslendingar veiddu fisk og flyttu hann til Englands, til þess að seðja hungur Breta i nauðum þeirra I heimsstyrjöldinni. En ekki grunaði Islendinga þá að Bretar ættu eftir að hafa uppi hótanir um og gera sig liklega til þess að fara eins að gagnvart varðskipum okkar. Óbilgjörn „bandalagsþjóð" t ræðu þeirri, sem nefnd var 1 upphafi, lýsti ólafur Jóhannesson þvi, að rikisstjórnin hefði viljað reyna að leysa deilumál um út- færslu landhelginnar meö bráða- birgðasamkomulagi, sem miöað- ist við að tryggja endanlegt og fullt forræði Islendinga á fiski- slóðum si'num, og hefði tekizt aö gera timabundna samninga i samræmi við þetta við þjóðir, sem stundað hafa hér veiðar undanfarið að nokkru marki. Bretar einir hefðu komið fram af slikum hofmóði, að þeir hafa úti- lokað bráðabirgðasættir. „Bretar hafa verið svo óbil- gjarnir i kröfum”, sagði Ólafur, ,,að ekki hefur verið unnt að gera við þá bráðabirgðasam- komulag. Hafa þeir stundað hér ólöglegar veiðar undir herskipa- vernd, og hafa herskip og dráttarbátar hvað eftir annað siglt á varðskip okkar og valdið á þeim skemmdum, og er sú saga alkunn. Landhelgisgæzlan hefur varið landhelgina svo sem kostur hefur verið, miðað við aðstæður, og hef- ur i' raun og veru náð undraverð- um árangri, ef tillit er tekið til þess ofureflis, sem við hefur verið að etja, þar sem er herskipafloti stórveldis. Framkoma Breta, bandalagsþjóðar okkar, gagnvart vopmlausri smáþjóð er illskiljan- leg, og verður hún vart til þess að auka hróður hins gamla nýlendu- veldis. Vegna þessa ofbeldis Breta þótti rétt að slita við þá stjórn- málasambandi. Við höfum leitað aðstoðar þeirra bandalaga, sem við erum i' gegn herskipainnrás Breta, bæði fyrir öryggisráði og Atlantshafsráði, en án sýnilegs árangurs. bess er vart að vænta, að kæra til öryggisráðsins kæmi aðjniklu haldi, nema til að kynna málið. baðhefði hins vegar mátt vænta eindregnari viðbragða af hálfu NATO en það hefur ekki reynzt þess megnugt að hefta flotainnrás einnar bandalags- þjóðar á aðra, og það hefur ekki einu sinni treyst sér til þess að fordæma innrás Breta í orði.” Varnarlið — vonbrigðalið Og Ólafur Jóhannesson hélt áfram: „Það fer ekki hjá þvi aö van- máttur og getuleysi þessa varnarbandalags hafi orðið Is- lendingum vonbrigði, og þá ekki sizt þeim, er sett höfðu traust sitt á þessi varnarsamtök. Vera má að við hefðum átt að taka málið öðrum tökum, en um það dugar ekki að tala nú, enda ekkert hægt að fullyrða um það með vissu, hvort það hefði orðið árangurs- rikara. Bandarikin, sem tekið hafa að sér vörn landsins með sérstökum samningi, hafa heldur ekki séð sér fært að láta varnarliðið hlut- ast til um þessa deilu. Hafa ekki talið sér skylt að beita varnarlið- inu til verndar islenzkri land- helgi. Það skal ekki dregið i efa, að þannig megi túlka varnar- samninginn.en hitt hefur valdið Islendingum vonbrigðum, að Bandarikin skyldu ekki sjá sér fært að verða við tilmælum Is- lendinga um lán eða leigu á einu eða tveimur strandgæzluskipum. Og að bandariski utanrikisráð- herrann, skyldi telja þörf á þvi, að ganga út úr götu sinni til þess að tilkynna hinum brezka starfs- bróður sinum sérstaklega, að Bandarikin myndu alls ekki láta Islendingum i té skip. Að minum dómi hefði mátt ætlast til annarra viðbragða af hálfu Bandarlkja- manna. Ég get ekki skilið þá menn, sem lýsa undrun sinni á þvi, að leita þyrfti til Bandarlkja- manna meö slík tilmæli. Ég get ekki skilið þá stjórnmálamenn, sem láta sér um munn fara um- mæli, sem einnahelzt verða skilin á þá lund, að við megum aldrei gera neitt' sem kemur Banda- rikjamönnum i illt skap, hvað þá meira.” Langt í land Ólafur lýsti þvi siðan, hvernig þjóðir þær, sem eru I Efnahags- bandalaginu og jafnframt ásamt okkur I Atlantshafsbandalaginu, hefðu reynt aö beita okkur efna- hagsþvingunum I þvl skyni að knýja okkur til undanhalds i mesta lifshagsmunamáli okkar, þótt ekki hefðu þær að visu allar dregið einn taum. „Það fer ekki hjá þvi, að við Islendingar höfum iöllum þessum samskiptum orðið reynslunni rikari” sagði Ólafur, „og viö hljótum að draga af þeim okkar lærdóma”. Hinu gætu menn svo velt fyrir sér, hvernig atburðarásin hafði orðið, ef við hefðum verið utan Atlantshafs- bandalagsins. Hann vék siðan að hafréttar- ráðstefnunni og hinum miklu von- um, sem bundnar eru við niður- stöður hennar. „Hitt er þó ljóst,”, sagði hann, „að hafréttarráðstefnan leysir ekki þessi mál okkar með eins skjótum hætti, eins og sumir hverjir hefðu gert sér vonir um, og ég vil segja — eins og .vonir höfðu verið um treystar hjá okk- ur. Jafnvel þó að svo fari, að haf- réttarráðstefnan taki upp þá stefnu, sem okkur er sæmilega hagkvæm I þessum efnum, þá er það ljóst, að nokkur timi liður, þar til endanlegniðurstaða fæst i þeim málum, þvi að það þarf ekki aðeins til samþykkt hafréttarráð- stefnunnar sem slikrar, heldur þurfa þau riki, sem að ráðstefn- unni og hennar samþykktum standa, sem þar verða gerðar, að staðfesta samninginn, eða full- gilda hann — eins og það er kall- að, og það getur tekið nokkuð langan tlma, þó að ég vilji ekki vera með neina spádóma I þvi sambandi.” Við eigum fámennum hópi mikið að þakka Ólafur vék siðan á ný að land- helgisgæzlunni og frammistöðu þeirra manna, sem svo mjög hef- ur mætt á um langt skeið. Hann sagði: „Ég sagði áöan, að Landhelgis- gæzlan hefði náð undraverðum árangri, og það sýndi sig einmitt þegar togaraflotinn sigldi burt af Islandsmiðum nú fyrir skömmu, og vildi ekki aftur snúa, nema hann fengi fyrirheit frá brezku rikisstjórninni um aukna vernd og skaðabætur. Þau fyrirheit hafa þeir nú fengið, að minnsta kosti að nokkru leyti, og hafa þess vegna snúið aftur á miðin hingað eins og kunnugt er, en þó eru það færri skip en oftastnær hafa verið hér á miðunum.” Siðan gat hann viðbragða brezkra stjórnvalda, og hinni harkalegu aðför brezkra herskipa að varðskipum okkar, er á eftir fylgdi, þegartuttugu og einu sinni var I einni og sömu lotu gerð til- raun til þess að sigla á Óðin, siglt á Baldur og tvisvar gerð ótviræð tilraun til þess að sökkva Tý eða hvolfa honum með þvi að sigla á fullri ferð á siðu hans með stuttu millibili. „Þetta eru alvarlegir atburðir og bera ekki vitni um sáttahug Breta”, sagði Ólafur. „Samtsem áður er það svo, að þó að mönnum hitni i hamsi við þessar aðfarir, þá mega menn ekki láta það útaf fyrir sig ráða sinum gerðum og ákvörðunum i þessu máli, þvi að i raun og veru er þetta ekkert ann- að en það, sem alltaf hefúr mátt búastvið aö fýrir gæti komiö og átt sér stað, en sýnir auðvitað hversu fjarri þau orð eru sem ýmsir hafa látið sér um munn fara, og það meðal annars menn, sem vilja kallast ábyrgir stjórn- málamenn, — að við værum búin að vinna stríðið á miðunum.” Eins og vikið var að áður hefur það svo bætzt við siðan þessi orð voru töluð, að Bretar, með ótak- markað vopnavald á bak við sig, hafa ógnað okkur með loftárásum á litlu varðskipin okkar. Það er siðferði, sem talar sinu máli. Samúð Norður- landaþjóða I lokaorðum sinum um land- helgismálið sagði Ólafur: „Sannleikurinn er sá, að við höfum átt takmörkuðum skilningi að mæta i þessu máli, þegar Norðurlandaþjóðirnar eru frá skildar, en þær hafa með sam- þykktum sinum, sýnt okkur skiln- ing og veitt okkur siðferðilegan styrk. Það ber að meta og þakka, en staðreyndin er einnig sú, að i þessari baráttu höfum við ekki á aðra að treysta en okkur sjálfa. Ekki er samt vafi á þvf að mál- staður okkar mun sigra að lokum og þá ekki hvað sizt vegna ákvörðunarBandarikjanna og Kanada, og raunar fleiri, um út- færslu á næsta ári. Hitt er ekkert nýtt, heldur gömul saga, að ef til vill verðum við úr þvi sem komið er, að sætta okkur við að geta ekki farið allra beinustu leiö að markinu. öllum landhelgisdeilum, og þær eru nú orðnar 4, er við höfum átt I við Breta og Þjóðverja, hefir lyktað með einhvers konar bráðabirgða- samkomulagi. Enþaðhefur alltaf I hvert og eitt skipti verið þannig um hnúta búiö, að þaö samkomu- lag hefur fært okkur nær hinu endanlega marki, og aðalatriðið hér er eins og endranær auövitað leikslokin sjálf, það er að segja aö ná markinu.” Þaðreynir á þrek og æðruleysi að heyja slika baráttu sem land-. helgisbaráttan er, þegar annars vegar er jafn óvæginn og tillits- laus aðili og Bretar, sem ekki skirrastvið að beita hvers konar kúgunaraðferðum, af þvi að við erum fámenn þjóð. Ekki hvarflar að neinum, að þeir hefðu hagað sér á svipaðan hátt gagnvart t.d. Norðmönnum, ef þeir hefðu haft forystu um landhelgisútfærslu. En i þraut skal manninn reyna. Og hér er það i húfi, sem er fyrir öllu: Framtíð Islands. Við vinn- um þessa deilu hvorki i dag né á morgun. En við vinnum hana samt, þótt það verði ef til vill ekki jafnfljótt og við hefðum viljað né heldur allt fáist i einni svipan, er við teljum okkur eiga rétt á og þörf okkar myndi vissulega krefj- ast. — JH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.