Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 27
Sunnudagur 16. mai 1976.
TÍMINN
27
Olíusigti - Loftsigti
Verjið vélina
óhreinindum
og notið
CROSLAND
sigti.
Skiptið reglulega um sigti.
Fyrrverandi borgarfulltrúi
heldur mdlverkasýningu
Rætt við Magnús Jóhannesson, húsasmiðameistara
um myndlistarstörf
Magnús Jóhannesson, húsa-
smlöameistari og fyrrum borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavik, opnar um helgina
málverkasýningu að Laugavegi
178. Opnar sýningin kl. 16.00 á
laugardag og verður siöan opin
yfir helgina og fram yfir næstu
helgi á venjulegum sýningar-
tima.
Magnús boðaði blaðamenn á
sinn fund á föstudaginn og hafði
þá m.a. þetta að segja um mynd-
listarstörf súi:
— Ég er nýliði i myndlist og hefi
litillar kennslu eða handleiðslu
notið I myndlistinni. Það var fyrir
nokkrum árum, að ég tók við
starfi austur a Rangárvöllum að
mikil breyting varö 'á högum
minum hvað tima snerti.
Meðan ég var i Reykjavik og
var að vasast i pólitík ásamt eril-
sömu starfi, þá hafði ég ekki
neinar tómstundir. Þetta
breyttist þegar ég flutti úr borg-
inni og þá byrjaði ég að mála i
fristundum minum, en ég hafði
ávallt haft mikinn áhuga á mynd-
listum.Églit ekkistórtá mig sem
málara, en fyrir hvatningu vina
þá ákvað ég nú að hengja þessar
myndir upp. Ég hefi þegar hlotið
af þvi nokkurn ávinning. Það er
dálitið annað að sjá þetta saman I
einum sal, maður skynjar mynd-
irnar á nýjan og ég held raun-
hæfari hátt.
— Nú áhuginn var sumsé
kveikjan að þessu ásamt dálitið
rúmari tima. Eftir þvi sem
stundir hafa liðið, hefur áhuginn
farið vaxandi og myndlistin hefur
veitt mér mikla ánægju, sagði
Magnús Jóhannesson að lokum.
— J.G.
Aðalfundur Kaupfélags Norður-Þingeyinga:
Heildarveltan 472 milj. kr.
— sem er 47% aukni
Aðalfundur Kaupfélags Norður-
Þingeyinga var haldinn á Kópa-
skeri 6. mai.
í skýrslu stjórnar og fram-
kvæmdastjóra kom m.a. fram, að
sala verzlunardeilda hafði aukizt
um 55%, sala þjónustudeilda um
70% og sala afurða um 36%.
Heildarvelta félagsins nam á ár-
inu 472milljónum, og hafði aukizt
um 47%. Afskriftir námu 5
milljónum. Heildar launagreiðsl-
ur voru 58 milljónir. Rekstraraf-
gangur nam 80 þúsund.
Þá kom fram, að yrðu ekki
gerðar verulegar úrbætur á af-
urða- og rekstrarlánum til sauð-
fjárbænda nú þegar, væri kippt
stoðum undan suðfjárbúskap i
landinu, og um leið rekstrar-
grundvelli kaupfélaga, sem
byggðu afkomu sina á þeirri at-
vinnugrein, að mestu eða öllu
leyti.
Einnig kom fram, að nýjasta
ráðstöfun stjórnar Seðlabanka Is-
lands i vaxtamálum kæmi mjög
illa við innlánsdeildir kaupfélag-
anna.
Margar samþykktir voru gerð-
ar á fundinum, og verður hér get-
ið um nokkrar þeirra:
1. Aðalfundur Kf. Norður-Þing-
eyinga, haldinn á Kópaskeri 6.
Ungbarnastóll
°9
skermakerra
óskast til kaups.
Upplýsingar í stma
71490.
Auglýsið í
Tímanum
"9
mai 1976, skorar á orkumálaráð-
herra að taka mið af orkuskorti i
Norður-Þingeyjarsýslu, og láta
nú þegar leggja orkuflutningslinu
frá Kröflu, beinustu leið i þá
sýslu. Leggur fundurinn áherzlu á
að sýslan verði látin sitja fyrir
þeirri orku frá Kröflu, sem hægt
verður að verja til orkufreks iðn-
aðar.
Þá krefst fundurinn þess, að
staðið verði við loforð um að
vararafstöð verði sett upp á
Kópaskeri þegar i stað.
2. Aðalfundur Kf. Norður-Þing,
haldinn á Kópaskeri 6. mai 1976,
tekur undir áskorun sýslunefndar
Norður-Þingeyjarsýslu, um að
byggja i Norður-Þing.heyköggla-
verksmiðju, þá næstu sem byggð
verður, og skorar á landbúnaðar-
ráðherra að beita sinum áhrifum
fyrir þeirri framkvæmd svo fljótt
sem verða má.
3. Aðalfundur Kf. Norður-Þing.,
haldinn á Kópaskeri 6. mai 1976,
skorar á Alþingi að gera átak,
sem um munar, við uppbyggingu
þjóðvegarins um Norður-Þing-
eyjarsýslu, með þvi að veita nú
þegar heimild til útgáfu happ-
drættisskuldabréfa a.m.k. 500
millj. til nefnds vegar, og felur
þingmönnum Norðurlandskjör-
dæmis eystra forustu i þvi máli.
4. Aðalfundur Kf. Norður-Þing.,
haldinn á Kópaskeri 6. mai 1976,
lýsir vonbrigðum sinum yfir þvi,
að i staðfestingu rikisstjórnarinn-
ar á byggðaþróunaráætlun fyrir
Norður-Þingeyjarsýslu, skuli
ekki felast skuldbindingar rikis-
sjóðs á fjárframlögum.■-> Ibúar
Norður-Þingeyjarsýslu hafa
bundið miklar vonir við áætlana-
gerð þessa, og mikil hætta er á
frekari byggðaröskun, verði hér
aðeins um pappirsgagn að ræða.
Fundurinn krefst þess, að rikis-
stjórnin taki staðfestingu þessa til
endurskoðunar og tryggi fjár-
magn til framkvæmda.
Auk framangreindra sam-
þykkta voru gerðar samþykktir
varðandi skiptingu veiðisvæða,
könnun á hagkvæmni við bygg-
ingu áburðarverksmiðju við
Kópasker, hafnarmál á Kópa-
skeri og samvinnu veiðistöðva i
Norður-Þingeyjarsýslu og fl.
Úr stjórn félagsins átti að
ganga Björn Benediktsson Sand-
fellshaga, og var hann endurkjör-
inn. Stjórn félagsins skipa nú Árni
Sigurðsson Hjarðarási, formað-
ur, Björn Guðmundsson Lóni,
Helga Sæmundsdóttir Sigurðar-
stöðum, Björn Jdnsson Kópaskeri
og Björn Benediktsson Sandfells-
haga. Framkvæmdastjóri er
Kristján Ármannsson.
Litir:
Hvitt
Rautt
Palisander
Álmur
Hnota, mött
Hnota, póleruð
Olíu- og loftsigti
dvallt fyrirliggjandi
í flestar gerðir
bifreiða.
CROSLAND sigti fóst
á smurstöðvum
um land allt.
in7
Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33
Breyttur afgreiðslutími
Skrifstofa okkar og vöruafgreiðsla verður
opin sem hér segir frá og með mánudegin-
um 17. mai til föstudagsins 27. ágúst:
Mánudag til föstudags kl. 08.00—12.30 og
13.00—16.00.
Rolf Johansen og co.
Laugavegi178________________________
Skipholti 19
v/Nóatún
Sfmar: 23800 — 23500
jUDIRNAR HF. Klapparstig 26
Simi 19800