Tíminn - 16.05.1976, Side 29
Sunnudagur 16. mal 1976.
TÍMINN
29
Spánverjar rækta meira en tvö hundruð þúsund
tonn af kræklingi árlega, á einfaldan og
þægilegan hátt.
Kræklingur og aða gætu átt mikinn þátt í að
leysa fæðuvandamál veraldarinnar
Þannig llta kræklingsstólparnir I Frakklandi út.
næringarrikt og viö ísland.
Hvert reipi gefur af sér 250 pund
af fiski — (kræklingi þegar búiö
er aö taka hann úr skelinni).
A 700reipa fleka vaxa árlega
um 90 tonn af kræklingi i skel
(um 45.000 kiló af fiskmetinu
sjálfu).
Á hverri ekru sjávar, er hægt
aö hafa 2-5 fleka, og ein ekra
gefur þvi af sér 125.000 klló af
kræklingi á ári!
Spænsku fjölskyldurnar sem
fá réttindi hjá stjórninni, geta
lifaö góöu llfi af þvl aö hafa 2-4
fleka á sinum vegum. Þarna eru
llka fyrirtæki, er reka 20-30
fleka og hafa starfsmenn I sinni
þjónustu. Þaö er ekkert undar-
legt viö þaö aö kræklinga-
ræktarfólk leigi réttindin af rík-
inp, þvl aö I eöli slnu er mögu-
leíkinn til skelfiskræktar
þjóöareign.
Ef viö nú hugum aö nýtingu
kræklingsins kemur I ljós, aö 45
prósent fara til lagmetis-
iönaöarins, 5 prósent eru fryst,
en afgangurinn er seldur nýr.
Um 25 prósent eru seld til ítallu
ogFrakklands, þar sem manns-
öldrum saman hefur verið
geysistór markaður fyrir þetta
góðgæti, svo og annan skelfisk,
sem liggur óhagnýttur við
Islandsstrendur. Allir aöilar eru
sammála um aö framleiösla
þessi sé mjög aröbær og stöðug
tekjulind. Og þvi ekki úr vegi
fyrir Islendinga aö gefa gaum
að þessum möguleika. Frystur
islenzkur kræklingur ætti að
geta keppt i Frakklandi við
þann nýja, og orðið lyftistöng
hinum upprennandi lagmetis-
iðnaði okkar.
Frakkar fóru manna fyrstir
að rækta krækling. A miðri 13.
öld settist irskur skipbrotsmað-
ur. Walton aö nafni, þar að og
hugðist hafa ofan af fyrir sér
með sjófuglaveiðum. Hann rak
stólpa niður i sjóinn i
Aiguillon-flóa með snöru
ofan á.Ekkileiðá lönguþar til
hann veitti þvi athygli, að
stólparnir þöktust brátt af
krækling, sem óx mjög fljótt og
var óvenju bragðgóður. Hann
gerðist þvi’ kræklingsbóndi.
Nú eru tvær og hálf milljón
staura undir kræklingaræktun i
Frönsk kræklingsrækt.
flóanum, þar sem Walton, hinn
irski datt fyrst ofan á
kræklingsræktarmöguleikann.
Þar eru hvorki meira né minna
en 50.000 raðir, sem hver
samanstendur af 50 staurum.
Sumir kræklingsbændur hafa
70.000 staura I notkun, og fá um
5 tonn af kræklingi á ekru hafs.
En réttindin leigja þeir af rlkis-
stjórninni, eins og vera ber.
Frakkar rækta llka krækling i
Miðjarðarhafi, á reipum vegna
strauma. Sú ræktun er ekki eins
hávisindaleg og sú spænska.
Þótt Frakkar rækti um 50.000
tonn af kræklingi árlega, hrekk-
ur það hvergi nærri til að full-
nægja eftirspurninni svo þeir
verða að flytja inn áh'ka magn
frá útlöndum, aðallega frá
Spáni og Hollandi. En sú góða
þjóð hefur lengi stundað
kræklingsrækt á sikja- og árósa-
botni. Ræktun þeirra mun
nema um 100 þús. tn. á ári og
gefur mikið i aðra hönd, engu
siður en túlipanarækt.
Af öðrum eftirsóttum og mik-
ið seldum skeljum sem ræktað-
ar eru i Frakklandi, má flefna
hjartaskel, sem mikið er af við
Breiðafjörð. Alls eru um 250
ræktunarstaðir í Normandy og
Bretagne og mun framleiðslan
nema 50.000 tonnum. Heildar-
framleiðsla þeirra á skelfiskí,
ostrum, krækhngi, hjartaskel,
o.fl. nemur um 150.000 tonnum,
og samt er innflutningurinn
50.000 tonn og fer ört vaxandi.
Mjög margar tegundir af skel-
fiski við tsland myndu seljast I
Frakklandi og Belgíu, og viðar i
Evrópu.
Mér finnst mjög trúlegt að hin
miklu sendnu flæðilönd við
suðurströnd landsins, væru vel
fallin til ræktunar á skelfisk-
tegundum sem lifa i sandi og
aur.ogsogatil sín næringunaúr
sjónum fyrir ofan.
Rauða-Kina hefur staðið sig
með ágætum við að brauðfæða
sina miklu fólksmergð. Hvað
það snertir að þeir fullnægðu
eggjahvituþörf sinni með fiski
úr sjó, þyrfti ekkert smávegis
magn til þess að þeir hefðu eins
mikinn fisk á mann og t.d.
Japanir.
Stórfelld ræktun á kræklingi á
öðuskel gæti flýtt fyrir þvi að
leysa það vandamál. í Asiu eru
tvær tegundir kræklings, önnur
græn, en hin brúnleit. Að öllum
likindum mætti rækta öðu og
dökku tegundina við strendur
þeirra.
Aða virðist þrifast jafnvel i
hlýjum sem köldum sjó.
HRINGIÐ í SÍMA 18300
MILLI KLUKKAN 11 — 12
. ..
TÍMA- spurningin
Ertu með eða móti z i ísienzkri stafsetningu?
Benedikt Heiðar Hreinsson gagnfræðaskóianemi:
— Ég er á móti henni. Mér finnst hún leiöinleg. Viö byrjuöum aö
læra hana I barnaskóla, en nú er ég búinn að gleyma henni.
Sólveig ólafsdóttir skrifstofumaöur:
— Ég er með z. Mér finnst fallegra og rökréttara að rita hana.
£g lærði z i skóla og hef aldrei hætt að skrifa hana.
Jónatan Þórmundsson proicssor:
— Ég er eindregið með henni og skrifa z.
Sigurgeir Jónsson, fulltrúi hjú tollstjóra:
— Eg vil endilega hafa hana. Ég lagði svo hart aö mér við að
læra hana, að ég vil fá að nota þá kunnáttu. Ég veit ekki hvort
þeim tlma, sem varið var til að kenna z, er varið til einhvers
betra núna.
Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor:
— Mér er sama. Ég kann bæði að rita z og án hennar. Ég tel aö
það skipti engu máli fyrir islenzka menningu og mál, hvort skrif-
uð er z eða ekki z.