Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 30

Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 30
30 TÍMINN Sunnudagur 16. mai 1976. Það heyrist oft sagt i fréttum, að bilaeign landsmanna hafi aukizt verulega á siðustu árum. Eins má auðvitað fullyrða, að hljómplötueign landsmanna hafi aukizt verulega á síðustu árum. Um það geta vart verið skiptar skoðanir. En hvernig farið þið með plöturnar ykkar? Astæða er til að ætla, að. alltof margir popp- unnendur fari iUa með plötur sinar — og þvi ætlum við hér i Nú—timanum að benda á nokkur atriði, sem ykkur væri hollt að hafa i huga um meðferð á plötum. Þið gerið ykkur kannski ekki- grein fyrir þvi, að það eru mikil verðmæti i plötunum. Við vitum jú hvað plötur eru orðnar dýrar — en hugleiðum hvað það væri dýrt að endurnýja plötusafnið, ef svo iUa væri farið með plöturnar, að ekki væri lengur hægt að njóta þess að hlusta á þær. Eitthvað það ergilegasta sem hægt er að hugsa sér, er að hlusta á plötur sem eru rispaðar — ég tala nú ekki um ef þær hjakka i sama farinu — og það vatni með uppþvottalegi. Ef það dugir heldur ekki — hentu þá plötunni! Þegarbúiðeraðþvoplötu upp úr vatni,erbeztað láta loftið sjá um að þurrka hana. Þá er enn eitt mikilvægt atriði, sem nauðsynlegt er að hafa i huga. StafUð plötunum ekki hverri ofan á aðra, heldur raðið þeim upp á endann. Þá má minnaá það, að óvitur- legt er að lána plötur, þvi þá er sú hætta alltaf fyrir hendi, að þær komi rispaðar og jafnvel stórskemmdar tU baka. Ferðu vel með plöturnar þínar? er aldrei hægt að njóta þeirrar tónlistar að fullu sem er á rispuðum plötum. Það er ekki ýkja mikill vandi að hugsa þannig um plöturnar, að þær geymist svo að segja órispaðar, og án aukahljóða, ef nokkur grundvaUaratriði eru höfð i huga. Fyrst og fremst þarf að geyma plöturnar ávallt i plötu- umslögunum, (þó ekki meðan verið er að spila þær!) en þetta vill fóUi einmitt trassa. Það er ekki óalgengt að sjá plötur liggja út um aUt, án þess að þær séu i plötuumslögunum. Ekki er siður mUíUvægt að sjá svo um, að plöturnar séu i pappirs- umslaginu, þvi þær geta rispazt á þvi' einuaðhafa þær óvarðar i hörðu plötuumslaginu. Og munið: setjið plöturnar fyrst i pappi'rsumslagið, siðan i hitt, og látið opna endann ekki snúa fram, heldur aftur. Gæta verður þess i hvert sinn sem plata er spiluð að koma aldrei við skorurnar á plötunni, heldur aðeins við brúnirnar og plötumiðann, þvi skorurnar á plötunni eru einmitt það við- kvæmasta. Eflaust eiga margir i vandræðum með að halda plötunum sinum hreinum, þvi sifellt vill safnastryk og skitur á plöturnar. Með þvi að hafa plöturnar alltaf i umslögunum, verður þetta vandamál ekki eins stórt — og svo er ágætt að blása aðeins á plöturnar, áður en þær eru settar á fóninn. Þegar þið sjáið að það dugar ekki, verður að gri'pa til hjálpartækja, sem eru mörg og margvisleg og fást i öllum verzlunum, sem selja plötur. A sumum plötuspilurum er ryk- bursti á tónarminum, og það þykir mjög gott. A enn öðrum plötuspiiurum er aukaarmur með rykbursta, sem kemur að sömu notum. Þá er hægt að fá núna hreinsunarplötur, sem eru alveg eins i laginu og venjulegar plötur (það eru þó engin lög á slikum plötum). Þær eru settar á plötuspilarann — og siðan hljómplöturnarofan á hreinsi- plötuna. Þá er hægt að fá ýmiss konar hreinsivökva og sérstaka klúta til þess að losna við rykið og skitinn, sem sezt i plötu- skorurnar. Séu hins vegar plöturnar orðnar verulega skitugar, þýðir ekkert að nota áðurnefnd tæki. Þá er einfaldast að þvo þær hreinlega upp úr köldu vatni, setja plötunaundir kalda vatns- bununa og strjúka yfir hana með mjúkum pappirsklút. Ef þetta dugir ekki, þá má reyna að þvo plöturnar upp úr volgu Plötur þola illa mjög mikinn hita, og sólarljós getur farið illa með þær. Sú hætta er fyrir hendi, að plöturnar bráðni og verpist i miklum hita. Nálarnar i plötuspilaranum verða að vera mjög góðar, ef ykkur á að takast að halda plötunum svo til óskemmdum i áraraðir. Talið er nauðsynlegt að skipta umnálar a.m.k. einu sinni á ári og auðvitað verða þær að vera af beztu gerð. Flestir nýrri plötuspilarar hafa stillibúnað fyrir þann þunga, sem nálin hvilir á plötunni með, ogbezt er að hafa grammafjöld- ann sem minnstan, þvi það þýðir minna plötuslit. Ef þið hafið þessi atriði i huga, þá ætti að varðveita plötusafnið, þannig að það verði ykkur og öðrum til ánægju i mörg ár. TÆKNIBYLTING í POPPINU ,,ER popptónlistin stöðnuö? Eflaust hafa margir spurt sjálfa sig þessarar spurningar á siðustu árum — og komizt að misjöfnum niðurstöðum. Ég hef oft spurt sjálfan mig þess- arar spurningar, og fengið það svar, að auðvitað sé það tóm lygi, að popptónlistin sé stöðn- uð. Það geti ekki gerzt, vegna þess hve margir snillingar helga sig popptónlistinni — og sifellt séu að koma á mark- aðinn áhugaveröar og raunar mjög góðar plötur, sem fá fimm stjörnur og kannski fimm stjörnur og plúsa hjá ykkur poppskrifurunum. Undanfarið hef ég verið að velta þessu fyrir mér af meiri alvöru en oft áður. Og nú er ég orðinn i vafa og meira en þaö Hefur popptónlistin ekki, þeg- ar á allt er litið, staðið nokk- urn veginn i stað ellegar farið dálitið aftur á bak? Hvar eru þessi áþreifanlegu dæmi um það að þróunin hafi orðið mikil i poppinu, eins og sumir vilja vera láta? Hvar eru snilling- arnir — og af hverju nefnum við þá snillinga? Er stúdióið orðið mikilvægara en lista- maðurinn? Ég hef komizt að þeirri nið- urstöðu, að þróunin i poppinu sé nær einvörðungu á tækni- lega sviðinu. Það hefur sem sé orðið tæknibylting i poppinu á síðustu 5 árum, eða svo. Allir hafa keppzt við að hafa plötur sinar sem tæknilega fullkomn- astar — hljóðblöndun, press- un, skurður, hljómun — allt þarf þetta að vera svo hundrað prósent. En er hér ekki verið að fara rangt að hlutunum? Er stúdióiö með öll sin tæki orðið mikilvægara en listamaðurinn sjálfur? Er það ekki einmitt þetta sem hefur gerzt? Allir hafa einblint um of á tæknihliðina, og afleiðingin hefur orðið sú, að tónlistarsköpunin hefur orðið að vikja úr fyrsta sæti i annað. Af hverju er ekki leng- ur nægilegt að heyra plötu, sem flytur hugljúfa og vel gerða melódiu, þótt svo að tæknilegir annmarkar séu kannski á plötunni sjálfri? En þetta vill fólk ekki lengur. Nú eiga allir flottar og finar stereosamstæður með demantsnálum og guð má vita hvað — og illa unnar plötur eru sko ekki nægilega góöar I kjaftinn á þessum finu græj- um. Guð — hvað þeir eru góðir!! Svo gerist það bara einn daginn, að gömlu lögin, sem voru vinsæl fyrir 10-15 árum, og sum enn eldri, rjúka upp alla vinsældarlista og ung- lingarnir, sem þekkja tækni- væðingu aðeins ur stereogræj- unum sinum, rjúka upp til handa og fóta og kaupa ger- semarnar. Þetta hefur bara alveg farið fram hjá okkur — þessir Bitlar. Guð, hvað þeir eru góðir!! Bréf til Nú-tímans Er þetta ekki talandi dæmi um þá stöðnun, sem rikt hefur i poppinu á siðustu árum. Poppsérfræðingarnir eru nú ekki aldeilis sammála. Þeir segja, að hljómplötufyrirtæk- in vilji bara græða meiri pen- inga. En það er ekki bara það. Hljómplötufyrirtækin vilja jú öll græða meiri peninga, en og sumt? vilja það ekki allir? Þau sjá sér leik á borði, — og hver get- ur álasað þeim fyrir að endur- útgefa þessar plötur, þegar al- meningur vill eiga þær, vill hlusa á þær, af þvi að á þeim er góð tónlist — og af þvi að á þeim er betri tónlist en popp- stjörnur nútimans bjóða upp á? Léleg lög á tæknifati Þetta er heila málið. Fólkið kaupir það bezta, það kaupir það sem það hefur gaman af og finnur að höfðar til þess. Það er ekki lengur I tizku að kaupa bara það sem telst vel gert og gott. Við erum orðin hundleið á þessum eilifu hljómsveitum, sem ekki hafa neitt annað að færa okkur en léleg lög á einu allsherjar tæknifati. Það er að minum dómi aft- urför, þegar hið einfalda og smekklega hefur orðið aö vikja fyrir hinu flókna og leið- inlega, eins og gerzt hefur i popptónlistinni. Þetta getur jú að visu farið saman, og þess er mörg dæmi, en upp til hópa er popptónlistin flókin og leið- inleg um þessar mundir. En hefur hún þá ekki staðn- að? Jú — svo sannarlega. Þetta er að visu ekki algilt, en i megindráttum má segja að hún hafi staðnað — og jafnvel farið aftur. Kinks og John Miles Ég var aðhlusta á gömul lög með The Kinks um daginn, og þá rann allt i' einu upp fyrir mér, hvað „gömlu” lögin er'u i The Kinks rauninni ofsalega góð. Til samanburðar hafði ég plötuna „Rebel” með þeirri stjörnu, sem nú ku skina skærast á Bretlandseyjum, John Miles að nafni. Og það var óliku saman að jafna. Kinks voru einfaldlega miklu miklu betri, frjórri, skemmtilegri, áheyri- legri — og tónlistarlega á miklu hærra plani en þessi aumingja John Miles. Það má vel vera að ykkur lesendum (ef ég fæ bréfið birt) sé misboðið með sliku tali — og eflaust eruð þið mér ósammála i öllum höfuðdrátt- um. En ihugið málið og berið saman tónlistarárin 1965-1969 og 1972-1976. Hver vinn- ur???”. Nú-timinn þakkar bréfið, um leið og þátturinn hvetur lesendur sina til þess að skrifa þættinum um það efni, sem bréfritari fjallar um, enda þykirokkur raunar gefa tilefni til andsvara, þótt þátturinn muni ekki sjálfur svara þvi á neinn hátt. Hins vegar væri gaman að fá fram fleiri skoð- anir um þetta mál. —Gsal— John Miles

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.