Tíminn - 16.05.1976, Page 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 16. maí 1976.
Anton Mohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Afríku
Forstjórinn, sem hét
Kemal, var Arabi að
ættstofni eins og Ibra-
him en liklega heldur
eldri, eða um 65 ára.
Auk þessa útibús hafði
hann lika umsjón með
átta öðrum slikum
verzlunarstöðum, og var
nálægt þvi dagleið á
milli þeirra. Um
kvöldið, þegar allir voru
safnaðir saman fyrir
framan arininn, sagði
Kemal með mikilli orð-
gnótt, eins og ekkert
væri eðlilegra i þessum
heimi, frá konum sinum
og börnum þeirra, sem
hann átti i hverju sliku
útibúi. Berit varð alveg
undrandi að hlusta á
slika frásögn. Hún hafði
lesið um það, að rikir
Arabar i Austurlöndum
hefðu kvennabúr, en að
slikt ætti sér stað, sem
Kemal sagði frá svona
blygðunarlaust, hafði
henni aldrei komið til
hugar. Þegar Kemal
varð var við undrun
systkinanna, sagði hann
þeim, að fyrir þessu
hefði hann gild og góð
rök.
I fyrsta lagi væri fjöl-
kvæni yfirleitt leyft hjá
Aröbum. í öðru lagi
þyrfti hann ekki að ótt-
ast, að eitri væri komið i
matinn hjá sér á hvejum
stað, þar sem konan ein
byggi hann til, en hann
sagði, að sá löstur væri
mjög almennur hjá þar-
lendu fólki, ef rikur
maður ætti i hlut, sem
það vildi ræna. Að sið-
ustu sagðihann, að þetta
styddi svo verzlunina
hjá sér. Hann sagðist
ætið fá sér konu úr þeirri
fjölskyldu eða ættbálki,
sem valdamestur væri á
hverjum stað, og þegar
hann þannig væri tengd-
ur inn i valdamikla ætt,
þá gengi verzlunin og öll
viðskipti miklu betur.
Hvað siðferðið snertir,
sagði hann að lokum, þá
taldi hann það ekkert
verra að vera giftur átta
konum og reynast þeim
vel, heldur en vera
giftur einni konu, eins og
Evrópumenn, og reyn-
ast henni illa.
Berit sagði ekki margt
við þessum röksemdum,
en henni skildist það
eftir þetta samtal, að
Arabarnir, sem byggju
hér i frumskógunum,
veldu sér ekki konu af
einskærri ást.
7.
Seint um kvöldið
þriðja daginn, sem þau
systkinin voru i Kobam-
bare, kom kolsvartur
negri hlaupandi út úr
skóginum inn um hliðið,
og sást það á öllum til-
burðum hans, að hann
var yfir sig hræddur. 1
fyrstu var hann svo æst-
ur, að hann kom ekki
upp nokkru orði, en þeg-
ar hann fór að jafna sig,
sagði hann frá þvi, að
hann hefði rekizt á hóp
af 1 jónum i dalverpi svo
sem 10 km i austurátt.
„Mig ægilega hræddur.
Mig alveg missti mátt-
inn”, sagði hann á bjag-
aðri ensku og gretti sig
hræðilega. En máttinn
hafði hann reyndar ekki
misst alveg, þótt hann
tæki svo til orða, þvi að
hann hafði hlaupið i
fleng fulla milu vegar,
til að segja þessar frétt-
ir.
Þegar svertinginn
kom þjótandi, sat Ibra-
him, eins og öll undan-
farin kvöld siðan bróðir
hans var drepinn, þögull
og hreyfingarlaus við
eldinn, en nú var eins og
hann vaknaði af dvala.
,, Allir búist til safari”,
sagði hann með þrumu-
raust (safari er veiðiför
á máli innfæddra
manna). Ég legg upp
strax. Nú strax i nótt”.
Abdullah spurði þá
kurteislega, hvort hann
og Ámi fengju ekki lika
að fara. Þeir kynnu báð-
ir að fara með skotvopn,
sagði hann, og þetta
væri kannski i eina
skiptið á ævinni, sem
þeir gætu átt kost á
slikri veiðiför. Ibrahim
var fyrst dálitið tregur,
en að lokum fengu þeir
leyfi til að fara með.
Berit langaði lika til að
fara, en Ibrahim neitaði
þvi alveg, að hún kæ*mi
með. Hún og Vic skyldu
vera héima hjá Kemal,
húsbóndanum, sem ekki
kærði sig neitt um að
fara i ferðina. Hann
hafði svo oft, á sinni
löngu æfi tekið þátt i
ljónaveiðum, að honum
datt ekki i hug að fara að
raska nætursvefni sin-
um og hlaupa eftir fregn
frá dauðskelkuðum
negra, sem ef til vill
hefði aldrei séð nein
ljón. Hann hafði svo oft
rekið sig á það, að negr-
arnir hefðu talið sig sjá
ljónahóp, en svo hefðu
þetta þegar til kom,
verið einhverjar mein-
lausar skepnur.
Eftir hálftima var
leiðangurinn fullbúinn.
Voru það Ibrahim,
drengimir tveir og fjórir
burðarmenn. Einn
þeirra var Songo. Þeir
voru svo heppnir, að um
þetta leyti hætti að
rigna. S vertingj arnir
höfðu að vopni löng,
sterk spjót, en það eru
hin venjulegu vopn
þeirra á ljónaveiðum, og
þætti Evrópumönnum
þau litilfjörleg.
Þeir báru lika vand-
aða, enska riffla, sem
voru vopn Ibrahims og
drengjanna. Negrinn,
sem komið hafði með
fréttina, var með sem
leiðsögumaður. Hann
var nú öruggur, er hann
var i fararbroddi fyrir
vopnuðu liði.
Árni var mjög æstur,
og hann sá, að sama
máli gegndi um Abdull-
ah. Hann hafði heldur
aldrei fyrr farið á ljóna-
veiðar.
Lengi gengu þeir i
gegnum koldimmann
skóginn, og enginn sagði
orð. Ibrahim hafði sagt
þeim að forðast allan
hávaða, til að styggja
ekki dýrin. Að lokum
voru þeir komnir upp á
dálitla hæð eða háls, en
framan við þá var litil
dalverpi. Rönd af ný-
kviknuðu tungli kastaði
daufri birtu yfir dalinn,
og Ámi sá, að skóglaust
svæði var i dalbotninum
sitt hvorum megin við
litinn læk eða á, sem féU
eftir dalnum. Þangað
benti negrinn ákafur.
„Hér em þau,” sagði
hann. Ibrahim tók við
rifflunum hjá burðar-
mönnunum og hlóð þá
sjálfur, bæði hlaupin,
með kraftmiklum kúlu-
skotum. Árna fannst
riffillinn nokkuð þungur
hann var meira en 10
pund, —- en þó þægilegur
að handleika hann.
Hann fann lika til ein-
hvers öryggis, er hann
handlék þetta banvæna
skotvopn.
Með mestu varkárni
læddust þeir niður i dal-
inn. Ennþá höfðu þeir
ekkert séð né heyrt til
ljónanna. En nú rauf
grimmilegt öskur
næturkyrrðina, og Arna
fannst sem jörðin titraði
undir fótum sér. Á eftir
heyrðust nokkur kraft-
minni og veikari öskur. í
sama bili svaraði annað
ljón með grimmdaröskri
hinum megin i dalnum,
og þvi næst tóku tvö
undir i annarri átt. Það
virtist sem mörg ljón, ef
til vill stór hópur, væru
dreifð um dalinn. Arna
fannst hjartað kólna i
brjósti sér, en hann
skyldi þó engan láta
vita, að hann var hrædd-
ur. Að snúa aftur einn i
myrkrinu, þorði hann
heldurekki. Nei, hérvar
hann öruggastur, vel
vopnaður, við hlið hins
hrausta, fáorða Araba.
Ljónin héldu sig á
sléttunni við litinn hyl i
ánni. Þangað koma dýr
skógarins, sebradýr,
antilópur, villisvin og
villinaut, til að fá sér að
drekka, og þá lágu ljónin
i leyni inni i hávöxnu
grasinu.
Ennþá læddust dreng-
imir og Ibrahim mjög
gætilega, en Songo og
hinir negrarnir fylgdu
þétt á hæla þeirra. 1
daufu tunglskininu virt-
ist Árna einhver stór dýr
hreyfa sig i grasinu. Það
hlutu að vera ljónin.
Ibrahim stanzaði bak
við stórt tré i skógar-
jaðrinum. Ljónin voru
nú varla meira en i 100
metra fjarlægð, en þau
höfðu ekki enn orðið vör
mannaferða, enda hafði
Ibrahim gætt þess, að
vindurinn stæði af þeim,
Hann gaf drengjunum
merki um að biða við
tréð, en læddist sjálfur
nokkur skref áfram. í
sama bili dundu yfir tvö
skot, hvort á eftir öðru,
og jafnframt kvað við
grimmilegt öskur. Ibra-
him hafði skotið eitt
ljón. En nú höfðu hin
dýrin lika orðið hætt-
unnar vör, en þau vissu
ekkert i hvaða átt hún
var. Hrædd og rymjandi
æddu þau f ram og aftur i
grasinu.
Árni stóð kyrr undir
trénu, eins og Ibrahim
hafði sagt honum. Hver
taug i likama hans var i
spenningi. Hann starði
Lesendur eru beönir velviröingar á, aö I staö þess aö lok 6. kafla c
allur 7. kafli áttu aö birtast isiöasta sunnudagsblaöi þá var þar birtur ;
kafli. úr þessum mistökum er hér meö bætt.