Tíminn - 16.05.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 16. maí 1976.
TÍMINN
37
Búnaðar-
tíðindi
Jönsberg elsti og stærsti
bændaskóli Norðmanna
G.K. — Það var hásumar 1974.
Fjölmenn bændaför til Noregs
og Danmerkur var farin. Þátt-
takendur voru bændur og hús-
freyjur. Lent var á Gardemoen-
flugvelli, þvi að ferðast var með
leiguvél, en áætlunarflugið not-
ar jafnan Fornebu-flugvöll.
Gardemoen er alllangt norðan
við Osló og auðvitað var þangað
stefnt fyrst, en siðan upp á Heið-
mörk til þess að skoða búskap
bænda og félagsstarfsemi
þeirra þar og i Guðbrandsdal.
Bændur af Heiðmörk mættu
okkur Islendingum á Hamri og
skiptu hópnum til heimsókna á
hinum ýmsu býlum nágrennis-
ins, til mikillar ánægju og fróð-
leiks fyrir ferðafólkið. Móttök-
urnar voru sérlegar að allra
rómi og dómi, og dásamlegt
veður jók á fegurð umhverfis-
ins.
Um kvöldið var hópnum skipt
til gistingar á nokkra staði á
Hamri og nágrenni, þar á meðal
að Jönsberg bændaskóla.
Þar var skóla þá slitið, svo að
rúm veittist til gistingar, en að-
eins dvöldu þar þá nemendur i
verklegum greinum.
Rektor skólans var ekki
heima, en staðgengill hans gerði
gestum grein fyrir meginþátt-
um i undirstöðuatriðum og
starfsemi skólans.
Elsti bændaskólinn
Bændaskólinn á Jönsberg er
ekki bara elzti skóli landsins af
þvi tagi, heldur og sá fjölmenn-
asti þeirra 36, sem starfandi eru
i Noregi. Þess má minnast um
leið að þar i landi eru nú
taldir um 125 þúsund starf-
andi bændur, eða 25 sinnum
fleiri en hjá okkur. Skólinn
hefur nú árlega um 180 nemend-
ur og þar starfa 22 fastir og
lausir kennarar. Þar er hægt að
velja um nám af mismunandi
lengd. t fyrsta lagi býður skól-
inn 18 mánaða nám sem grund-
vallarnám fyrir ungiinga 16—18
ára, án verklegra greina, en það
er einkum sniðið með tilliti til
þeirra, sem vilja stunda hið
eiginlega búfræðinám og út-
skrifast svo sem búfræðingar.
Svo er hægt að velja þar nám,
sem varir 24 mánuði, en það er
sniðið sem almenn fræðsla að
nokkru að loknu 9 ára námi i
grunnskóla. Að þvi búnu getur
leiðin legið yfir i menntaskóla
og þaðan i búnaðarháskóla, eða
bara beint á búfræðingsleiðina.
Búfræðingur á okkar máli hefur
álika menntun og sá, sem i Nor-
egi fær titilinn „agronom”, en
sá, sem á islenzku er nefndur
búfræðikandidat er „sivilagro-
nom” á norsku.
Þá má og nefna enn aðra
námsleið við skólann, en þar er
um að ræða 18 mánaða nám-
skeið eftir 17 ára aldur. Nem-
endur skulu hafa verið að
minnsta kosti um eins árs skeið
við bústörf áöur en námið er
hafið. Hér um ræðir þá tvo vetur
en sumarið milli þeirra verða
nemendur að stunda verkleg
störf á búi skólans eða öðru
viðurkenndu utan hans. A þvi
skeiði eru skipulagðar sérlegar
lOvikna æfingar undir leiðsögn.
Ennfremur er hægt að velja
sérleg 12 mánaða námskeið við
skólann, er miða til ákveðins
framhaldsnáms, m.a. sem
undirbúning fyrir stúdentspróf
og siðar upptöku á búnaðarhá-
skólann á Ási.
Enn má geta þess, að frá og
með 1977 er ráðgert, að á Jöns-
berg verði starfrækt nám fyrir
bútæknifræðinga, sem gert er
ráð fyrir að vari 24 mánuði, en
nánar tiltekin inntökuskiiyrði
þarf að uppfylla.
Bú skólans
Við skólann og i tengslum
hans er rekinn umfangsmikill
búskapur. Akurlendi er þar til
nytja um 100 ha og skógur skól-
ans ekki minni en á 1000 ha
landsvæði.
Landið er gjörnýtt til sáð-
skipta, og þar er garðyrkja
stunduð og einnig gróðurhúsa-
rækt. Veðurfar á Heiðmörk er
til ræktunar með þvi allra bezta,
sem um getur i landinu.
Við skólann eru bæði nýjar og
gamlar byggingar, en allt i á-
gætu standi og sérstaklega hin
nýju peningshús. Ahöfn i fjósi er
um 50 mjólkandi kýr og svo ung-
viði. Meðalársnyt kúnna er um
7.000 kg með um 4% fitu. Þar er
svinarækt, bæði til kynbóta
ræktað og til framleiöslu venju-
legra slátursvina. Hænsnabú er
þar, miðað við eggjaframleiöslu
i búrum. Og svo þarf ekki um að
spyrja, að á búi eru aö sjálf-
söeðu allar nvtizku vélar til
hvers kyns starfa, bæði við
akuryrkju og skógarnytjar og
yfirleitt til allra bústarfa.
Arlega útskrifast um 2400
nemendur frá bændaskólum
Noregs um þessar mundir, en
aðsókn að skólunum er langtum
meiri en þeir geta sinnt. Um það
bil 4.000 nýir bændur hefja bú-
skap árlega svo að af þvi má
ráða að búskaparskeið Dónda er
um 30 ár. Lánastofnanir bænda
þar eru Búnaðarbankinn, rikis-
stofnun eins og okkar og svo
staðbundnir bankar eða spari-
sjóðir.
Júgurbólga
Hefur nokkur prófað hvort
róð þau duga gegn
júgurbólgu, sem
fró er greint í eftirfarandi?
G.K. — Konan heitir Synneve J.
Roen.sem segir frá þvi i norska
Bændablaðinu nýlega, hvernig
hún fer að þvi að hindra júgur-
bólgu i gripum sinum. Frásögn
hennar er á þessa leið:
, t nokkur ár hef ég reynt að
grennslast um hvers vegna ær
og kýr fá júgurbólgu og er kom-
in að þeirri niðurstöðu, að hún
stafi aðallega af köldum súg,
köldu fóðri og köldu drykkjar-
vatni.
Þegar ánum og kúnum er
brynnt með ylvolgu vatni, fyrst
eftir burð, er júgurbólga sjald-
gæf.
Reynsla min er sú, að á einni
viku befur kýr með stokkbólgið
júgur og allt að 42,5 stiga hita,
læknast með þvi að þvo júgrið
með volgu vatni og smyrja það
siðan með kamfóruoliu og vase-
lini og mjalta 6—8 sinnum á dag,
svo sem tvo daga, og gefa sjúk-
lingnum volgt drykkjarvatn og
rikulegt magn af steinefnum og
vitaminum. Prófpappirinn sýn-
ir, að baketriur i bólgna júgrinu
hverfa á fáum dögum.
Við höfðum nokkrar kýr með
júgurbólgu, en með þvi að
brynna þeim daglega vetrar-
langt með 50—60 litrum af volgu
vatni, skipt i bæði mál, bar
aldrei á slimi eða veilum i júgr-
um þeirra allan veturinn. Þegar
ég var barn var kúnum alltaf
brynnt með volgu vatni og þá
var aldrei minnzt á júgurbólgu.
Ég held að bezta aðferðin til
að nálgast volgt vatn handa
kúnum hversdagslega sé að
tengja 60—100 litra ryðfrian
stáldunk inn i vatnsleiðsluna, en
hann ber að einangra frá pipun-
um með plaströrabútum til þess
að hindra raflost. Dunkinn skal
útbúa með hitastilli, sem ákveð-
ur hitastigiö við 20—30 gráður
og þá fá skepnurnar alltaf volgt
vatn og þurfa aldrei að keppasi
um að ná i volgt vatn i skálun-
um, það er þar stöðugt, og 5að
er ánægjulegt að horfa á þær
drekka og drekka án þess að
volga vatnið þrjóti.
Hver vill prófa hvort nokkuð
er til i þvi, að ráö konunnar dugi
sem vörn við júgurbólgu, einnig
hér á landi??
Samvinnuferðir
TÍL SÓLARLANDA
Costa del Sol
mai júnl júli ágúst sept. okt.
Meðalhiti sjávar: 17.4 20.7 20.9 24.2 21.2 18.3
Meðalhiti lotts: 19.0 22.3 26.5 27.6 24.4 20.9
Algarve
Meðalhiti sjávar:
mai júni júli ágúst sept. okt.
22.0 23.0 25.1 26.5 26.5 23.0
Meðalhiti lofts: 22.5 25.0 28.0 28.5 26.5 23.5
Samvinnuferðir bjóða viðskiptavinum sín-
um aðeins nýtísku og fyrsta flokks hótel,
íbúðir og smáhýsi á bestu stöðum á
Costa del Sol, sem þúsundir íslenskra
ferðamanna hafa gist á undanförnum ár-
um og á Algarve, sem fáir íslenskir ferða-
menn þekkja ennþá en er þó einn af feg-
urstu og unaðslegustu ferðamannastöð-
um álfunnar.
Komið — hringið — skrifið og við veit-
um allar nánari upplýsingar fljótt og ör-
ugglega.
>
J
.'ÍðSSsfc-t.
' ' ; *
.....
COSTA DEL SOL
ALGARVE
27.júni 3 vikur
18.JÚIÍ 3 vikur
9. ágúst 3 vikur
30. ágúst 3 vikur
20. sept. 3 vikur
2. ágúst 2 vikur
16. ágúst 2 vikur
30. ágúst 2 vikur
13. sept. 2 vikur
27. sept. 2 vikur
Samvinnuferðir
Sambandshúsinu simi 27077