Tíminn - 13.06.1976, Side 1

Tíminn - 13.06.1976, Side 1
II SLONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf ÁSIGLINGARNAR URÐU YFIR 50 í ÞORSKASTRÍÐINU Gsal-Reykjavik — t siðasta þorskastrlði tslendinga og Breta sigldu brezkar freigátur og önnur brezk skip alls 54 sinnum á is- lenzku varðskipin. t þessu þorskastrlði tókst varöskipunum 46sinnum að klippa á togvira eða rifa vörpur brezkra togara við landiö. Þetta kemur fram I yfirliti i blaðinu i dag á bls. 2. Mikil átök voru I þessu þorska- striöi og mikil mildi aö brezkar freigátur skyldu ekki limlesta eöa bana neinum varöskipsmanna. Arásir brezku herskipanna voru á stundum meö eindæmum hrotta- legar, og virtust yfirmenn þeirra oft ekki skeyta neinu um afleiö- ingar geröa sinna. Mönnum er enn eflaustlferskuminni ásigling í dag AAiklabrautin er mesta slysagatan -------> © Leanders á varöskipiö Ver I lok siöasta mánaöar, ásigling sem nefnd var „morð-ásiglingin” en þá sigldi herskipiö á fullri ferö á mitt skipiö og fór stefni herskips- ins inn I káetu þriöja stýrimanns. Ófyrirleitni og hrottaskap brezka flotans hér á miðunum er nú lokið, og flestir eru sammála um þaö, aö I þessu þorskastríöi hafi Islendingar ótvlrætt unniö sigur með samkomulaginu, sem gert var I Osló. gébé Rvflc. — i dag er sjó- mannadagurinn haldinn há- tiðlegur I 39. skipti um land allt. — Tlminn óskar sjó- mönnum öllum til hamingju með daginn. — Eitt af aöal- máium sem sjómannadags- samtökin láta til sin taka, eru húsnæðismál aldraðra sjómanna. i Reykjavik ber dvalarheimiiið að Hrafnistu þess glöggt vitni hve mikil á- herzla er lögð á að búa öldr- uöum sjómönnum áhyggju- lausa elli, en nú er hafin bygging nýs dvalarheimllis I Hafnarfirði, en þaðan er ein- mitt meðfylgjandi mynd, sem sýnir byggingu fyrsta á- fanga heimilisins. Nánar er fjallað um starf sjómanna- dagssamtakanna á bls. 2-3. Timamynd: Gunnar. Friðrik og Guðmundur hlunnfarnir af FIDE Gsal-Reykja vlk. — Þessi ákvörðun framkvæmdanefndar alþjóðaskáksambandsins, FIDE, er algjöriega i blóra við lög og reglur FIDE. Þetta eru pólitisk hrossakaup, sem sýna að forráðamenn FIDE erubúnir að gleyma þvi, til hvers alþjóða- skáksambandið var stofnað. Ég mun mótmæla þessu harðiega, og hið sama mun Skáksamband islands gera, sagði Friðrik ólafsson stórmeistari i samtaii við Timann. Fyrir nokkrum vikum bárust þær fréttir. að haldiö heföi veriö skákmót I Austur-Evrópu, Guðmundur Sigurjónsson sennilega I Júgóslaviu, þar sem keppendur voru nokkrir skák- menn frá Austur-Evrópu, sem neituöu aö taka þátt I svæöa- mótinu I Barcelona á Spáni s.l. haust vegna stjórnarfarsins á Spáni. Aö mótinu loknu kom fram, aö þessir skákmenn voru aö tefla um sæti á millisvæöa- mótunum, sem haldin veröa I Sviss og á Filippseyjum. Þegar þessar fréttir bárust mótmælti Friörik Ólafsson þessu strax, enda haföi ekki veriö greint frá þvi áöur en þetta hófst, aö til stæöi aö fjölga keppendum á millisvæöamótun- um tveimur. Friörik Ólafsson var sem kunnugt er næstur þeim tveimur keppendum sem komust áfram á millisvæöamót aö loknu svæöamótinu hér I Reykjavlk s.l. haust, og heföi þar af leiöandi átt aö keppa á móti um aukasæti á millisvæöa- mótunum — og á þetta einnig viö um Guömund Sigurjónsson stórmeistara. Friörik Ólafsson hefúr nýlega kynnt sér þetta mál til hlitar og sagði hann, að þaö heföi algjör- lega stutt grun sinn um þaö, aö þarna heföu átt sér staö pólitlsk hrossakaup. Skáksamband Islands skrifaðieinnig FIDE og kraföist skýringa á tilurö þessa móts. Isvarbréfinusegir efnislega á þá leiö, aö FIDE telji ekki rétt aö útiloka suma keppendur frá þátttöku á svæöamótum vegna skoöana stjórnvalda heima fyrir. Þótt stjórvöld neiti skák- mönnum sihum aö keppa i ein- hverjum löndum, vegna stjórn- málaskoðana, þá. eigi þaö ekki aö bitna á skákmönnunum sjálf- um. - Svarbréf FIDE til Skák- sambandsinser bara aumt yfir- klór, sagði Friörik. Um svipaö leytiogsvæöamót- iö var haldiö I Reykjavik var haldiö svæöamót á Barcelóna á Spáni. Sextán skákmenn voru skráðir til keppninnar en skyndilega hættu 6-7 skákmenn við þátttöku — flestir skákmenn frá Austur-Evrópu — til þess aö mótmæla stjórnarfarinu á Spáni. Þar meö heföi mátt ætla aö þeir heföu glatað tækifæri slnu til þess aö komast áfram á milUsvæöamótinu. — Þaö sem nú gerist, segir Friörik er þaö, aö fram- kvæmdanefnd FIDE heldur fund i Róm þar sem ákv. er aö efna til sérstaks skákmóts milU þessara skákmanna og aö tveir efstu menn komizt áfram á millisvæöamót. Sennilega er ástæöan fyrir þessari ákvöröun sú, að fulltrúar Austur-Evrópu I FIDE hafi þrýst á FIDE og fengið fulltrúa Sovétmanna til liös viö sig en hann á sæti i framkvæmdanefndinni. Endir- inn hefur oröiö sá, aö Dr. Euwe hefur beygt sig fyrir þessum þrýstingi, enda hafa fulltrúar Austur-Evrópu stutt hann I mál- um, sem mikill ágreiningur hefur veriö um innan alþjóöa- skáksambandsins. — Hér eru lög og reglur FIDE sniögengnar og mót þetta látiö fara fram I kyrrþey. Þaö er ekki fyrr en þvi er lokiö, aö upp kemst.hvernig i pottinn er búið. Þá er bezt að benda á það, aö meö þessum hætti er FIDE i raun og veru aö lýsa stuöningi sinum viö mótmælaaögeröir þessara skákmanna. Þessi ákvöröun er hliöstæö þvl aö is- lenzkir skákmenn heföu neitaö að taka þátt I svæöismóti i Eng -. landi á meöan þorskastriöiö var. Siöan heföum viö fengiö Noröurlandaþjóöirnar til liös viö okkur og FIDE siöan ákveöiö aö viö kepptum á inn- byröis móti um rétt á sætum á millisvæöamóti, — og þar meö stutt okkur óbeint i landhelgis- deilunni. Friðrik benti ennfremur á þaö órréttlæti, aö 2 skákmenn sem voru á Barcelona-mótinu heföu komizt áfram, og nú væru einnig tveir menn sem keppa áttu á þvl móti komnir áfram á millisvæðamót, eöa samtals fjórir. Skákmennirnir tveir, sem unnu sér rétt til þess aö keppa á millisvæöamóti, meö þvi aö sigra á mótinu, sem fram- kvæmdanefnd FIDE i Róm setti á laggirnar, áttu aö keppa á millisvæöamótunum i Sviss og á Filippseyjum, annar I Sviss og hinn á Filippseyjum. — Filippseyingar neituöu aö taka viö fleiri keppendum, en ákveðiö haföi veriö, sagöi Friö- rik. — Skáksamband Banda- rikjanna bauðst þá til þess aö greiöa kostnaö af þátttöku mannsins gegn þvi skilyröi aö 1. varamaöur þeirra tæki þátt i millisvæöamótinu lika. A þetta féllst FIDE. Svisslendingar geröu þá sams konar kröfu, ef þeir greiddu fyrir aukamanninn heföu þeir rétt til þess aö setja einn sinna skákmanna i keppni á mótinu. A þetta féllst FIDE lika. — Þaö er ekki hægt annað en aö mótmæla svona vinnu- brögöum mjög harölega, sagöi Friörik. Þaö veröur aö visu engu breytt héöan af, en þaö er aö mlnum dómi alveg nauösyn- legt aö mótmæla svona hrœsa- kaupum mjög kröftulega i þeirri von, aö svona lagað gerizt ekki aftur. Ég mun mótmæla og ég veit að Skáksambandiö mun einnig mótmæla, sagöi Friörik Ólafsson aö lokum. Friörik ólafsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.