Tíminn - 13.06.1976, Page 4

Tíminn - 13.06.1976, Page 4
4 TÍMINN Sunnudagur 13. júni 1976 i Tamið Ijón sem gæludýr Tippi Heidren, kvikmynda- stjarna frá Hollywood, sepn Al- fred Hitchcock uppgötvaði til að leika i hryllingsmyndinni „Fuglarnir” hefur heldur betur stækkað við sig i dýravali. Frá fuglunum hefur hann snúið sér að ljóni sem gæludýri. Ljónið sem gengur undir nafninu Neil, gætir húss og heimilis fyrir Tippi. Neil hefur unnið sér gott orð meðal fjölskyldu og vina og þykir hann góður i umgengni. En ekki er gott að gizka á, upp á hverju hann tæki, ef einhvern ó- velkominn bæri að garði. Það hefur ekki enn reynt á það. Hér með fylgja nokkrar mynd- ir: Ljónið Neil ,,i samræðum” við Tippi og dóttur hennar Melanie. A laugarbarminum liggur Neil og sleikir upprétta hendi Melanies. Letilegur liggur Neil á milli mæðgnanna Tippi og Melanie, og fær sér blund. Engum öðr- um væri slikt leyfilegt. Og Neil er sterkur, Tippi er létt sem fjöður á baki hans. Sem betur fer er Neil ekki gefinn fyrir að valhoppa, þvi þá gæti fjöðrin tekið flugið. . ★ Erfitt líf Nú á að fara að gera mæðrum i Sovétrikjunum, sem vinna utan heimilis, lifið auðveldara. Hingað til hefur það verið heldur erfitt, og af þvi hefur leitt að þær hafa eignazt fá börn, þetta eitt eða tvö. Þær fengu fæðingarfri, tveggja mánaða borgað leyfi, en áttu á hættu að missa vinnuna ef þær mættu ekki aftur innan 60 daga. Sovézkar húsmæður, sem unnu utan heimilis fóru með börnin á barnaheimili og sóttu þau aftur eftir vinnutima, elduöu siðan matinn, unnu heimilisstörf- in og keyptu inn, þegar timi gafst til. Nú skal verða breyting á. Nú á að örva eiginmennina til að hjálpa meira til á heimilinu, þvo þvotta, kaupa inn og ala upp börnin. Samkvæmt Pravda er mæðrum nú gefinn kostur á að vinna styttri vinnutima og færri daga I viku. Þær eiga einnig að fá lengra fæðingarfri. DENNS DÆAAALAUSÍ Kannski aumingja kisi sé llka með ofnæmi fyrir músum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.