Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. júni 1976 TÍMINN 9 „HARMSAGA HINNAR ÓLIFUÐU ÆVI" segir danskur ritdómari um Bréf séra Böðvars Útgáfufyrirtæki i Kaupmanna- höfn, Birgitte Hövrings Biblio- teksforlag, sem helgar sig islenzkum bókum, hefur gefiö lit Bréf séra Böðvars (Pastor Bödvars brev) eftir ólaf Jóhann Sigurðsson f þýðingu Þorsteins Stefánssonar rithöfundar. Hafa höfund, áður en hann var um- vafinn norrænni viðhöfn og upp- götvaður af stóru útgáfufyrir- tækjunum.” Til skýringar skal þess getið, að hér er að sjálfsögðu átt við, aö Ólafur Jóhann hafi ekki veriö kunnur orðinn meöal Dana, þegar Birgitte Hövrings Biblioteksfor- lag afréð útgáfu á Bréfi séra Böðvars. H.P. Hansen skrifar um bókina i Sjællands Tidende: „Séra Böðvar kemst að þeirri niðurstöðu eftirmargar tilraunir, að bréfið, sem hann hafði byrjað á til dóttur sinnar, skuli fjalla um langömmu hennar, sem gegndi þvl hlutverki að hugga og gleðja alla. Og hann ætlar að brýna það fyrir dóttur sinni, að eitt sé nauö- synlegt á þessum viðsjárverðu timum — sem sé: Að selja ekki sál sina, hvað semi boði er, glata ekki trú sinni, von sinni og kær- leika sinum. Þetta er sjálfsagt siöfræði, en þaö er ekki predikun — aöeins það, sem er rétt og hugtækt og falslaust, hvað sem liöur stund og stað. Bréfið var aldrei skrifað. En bókin var skrifuð. Og hún var bæði skrifuð og þýdd á þann veg, að allir geta skilið hana. 1 sann- leika sagt: Góð skáldsaga og fals- laus.” SIGTUN 1. s. 14444, 25555 þegar birzt ritdómar um bókina i mörgum dönskum blöðum. Marie-Louise Paludan, sem skrifar um hana i helgarútgáfu Berlingske Aftenavis, kallar hana „fágaða og yfirlætislausa hjú- skaparsögu”. Hún segir: „Þessi stutta saga er unnin af mikilli ná- kvæmni. Hún er sérlega hnit- miðuð I allri sinni hógværð: Bók handa næmum lesendum.” 1 Information er lýst gangi sögunnar, persónum hennar og þvi, sem að baki býr. Siðan segir: „1 frásögninni er blandað saman bitrum og ljúfum tóni með hálf- dulinni gamansemi, taumhaldið ákaflega hnitmiöaö. Fánýtið ein- kennir hversdagslifið og lýsing- una á þvi á undirfurðulegan hátt. Þetta er harmsaga hinnar ólifuðu ævi.” t lok ritdómsins segir, að þessi bók sé ,4 hressandi hátt öðru vlsi” I efnismeðferð en nú gerist tiðast. Preben Meulengracht segir i Jyllandsposten: „Myndin af gamla ínanninum, sem er að kveðja lifið, g'efur sög- unnigildi ein út af fyrir sig.En bak við hana leynist ævilöng raun. Það verður augljósara og aug- ljósara, að séra Böövar er I raun- inni maður, san ekki veldur vandamálum sinum og hefur kannski aldrei gert. Sá hugblær, sem umlykur gamla prestinn við skrifborðið, dundandi við friðsæl afþreyingarstörf eftirlauna- mannsins, breytist smám saman, unz lesandanum birtist veik- lundað gamalmenni, sem horfir inn I myrkriö, er þrúgar hann, en litur þó annab veifiö um öxl til lifs, sem honum var ofviða og hann skildi kannski ekki einu sinni. Bréf séra Böðvars er saga, skrifuð af mikilli frásagnarlist Með þessari sögu er gengið með glæsilegum hætti inn i samfélag norrænna rithöfunda, og það vekur undrun, að þetta litla forlag skyldi hefjast handa um útgáfu bókar eftir þennan óþekkta Varúöarmerki: „Hækkun — hækkun”. Liklegt er að flest flug- félög taki þetta nýja varnarkerfi i notkun I flugvélar sinar þegar fram liða stundir. i Bandaríkjun- um hefur það verið skylda siðan i desember á siðasta ári og frá og með þessu ári mun v-þýzka flug- félagið Lufthansa taka það i notk- un, og er það eina evrópska flug- félagiö til þessa, sem það gerir. Mundír þú láta sand og plast á húsiö þitt? „Tvímælalaust“ segja þeir, sem reynt hafa. Hraun gefur betri endingu, og færri umferða er þörf. Þessi frábæra utanhússmálning er akrylbundin plastmálning með sendinni áferð. Hraun hefur sérstaka viðloðun, bæði á grófan og sléttan múr, og hefur mjög gott veðrunarþol. Fyrstu húsin, sem voru máluð með Hrauni fyrir um 10 árum hafa enn ekki þurft endurmálun. HRAUN SENDIN PLASTMÁLNING málninghlf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.