Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.06.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 13. júni 1976 TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Gdduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjaid kr. 1000.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Ekki bara hetjur hafsins öld eftir öld keifuðu þeir fjöll og heiðar um hávet- ur með föggur sinar á bakinu, jafnvel landsfjórð- unga á milli, og höfðust siðan við mánuðum saman við skrinukost i kofahreysum. Á opnum skipum lágu þeir norður i Dumbshafi, þar sem allra veðra var von, og gátu kannski ekki einu sinni tekið upp eld. Á skútum kúldruðust þeir i daunillum káetum við ömurlega aðbúð og áttu það á hættu að segla- búnaður gæfi sig eða morknir dallarnir liðuðust i sundur, ef áhlaup gerði. Á togurunum þræluðu þeir á meðan þeir gátu staðið á fótunum, og það kostaði ærna baráttu og var talið tilræði við eigendurna i landi, að þeim hlotnaðist lögboðin hvild i fáeina klukkutima á sólarhring. Þannig voru kjör islenzkra sjómanna — útröór- armanna, hákarlamanna, skútukarla, togarakarla. í ofanálag á mikið erfiði og slæma aðbúð var sjó- mennskan hættulegasta starfið i þjóðfélaginu. Dæmi eru um það i Islandssögunni, að á annað hundrað manns færist á sjó i einu og sama stórviðr- inu og meirihluti giftra kvenna i heilu byggðarlagi yrðu ekkjur á einum og sama degi. En hversu stór skörð, sem höggvin voru i lið þeirra, er á sætrjám flutu, voru þau jafnskjótt fyllt. Þjóðin lifði undir þvi harða lögmáli, að fiskidráttur skipti meira máli en lif einstaklinganna. Án fiski- dráttar hlaut þjóðin sjálf að farast. Vissulega er nú önnur öld en áður var. Fiskiskip íslendinga eru traust og góð skip og yfirleitt vel að áhöfninni búið. Sama gildir um millilandaskipin. Aðbúnaður er langoftast góður á sjó og landi, og sjóslys eru orðin fátið i samanburði við fyrri tið. En eitt á ekki siður við nú en áður, heldur jafnvel enn frekar: Sjómennirnir eru burðarás þjóðfélagsins, fiskveiðarnar undirstaða samfélagsins. Dagurinn i dag er sérstaklega helgaður sjó- mannastéttinni. Á þessum degi er siður faguryrtra ræðumanna, að dusta rykið af hátiðlegu orðasafni sinu, tala um hetjur hafsins og úfnar rastir. Það er sjálfsagt góðra gjalda vert út af fyrir sig, og vist á sjómannastéttin harðfengnu og þraut- seigju liði á að skipa. Á hinu kann að þóla, að þeir, sem eiga helft ævi sinnar á sjónum, þyki slikt há- tiðaskjall einu sinni á ári af munni þeirra, sem i landi sitja flestar stundir, leiðigjarnt við sifellda endurtekningu. Þvi er ekki heldur að leyna, að mikils verðara væri, ef þjóðin öll hefði jafnan fast i minni, að obbinn af gjaldeyrinum, meginhlutinn af peningun- um, sem stendur undir öllu kerfinu, mikill hluti allra lifsgæða i landinu, hefur fengizt fyrir vinnu þeirra, sem stunda fiskveiðar og verkun afla og mun gera það um langan aldur, ef við berum gæfu til þess að viðhalda veiðistofnunum. Þó er ekki nóg að vita þetta og muna, heldur brýnast að haga sér samkvæmt þvi. Það er staðreynd, að i byggðarlögum, þar sem framleiðslustörfin eru langsterkasti þáttur at- vinnulifs skilár hver einstaklingur að meðaltali tuttugu til þrjátiu sinnum meiri verðmætum i þjóð- arbúið heldur en þar sem verzlun, milliliðastarf- semi og þjónusta, er oft hefur haft tilhneigingu til að þrútna um þörf fram, skipar mest rúm. Án nógu öfl- ugra framleiðslubyggðarlaga myndi allt snarast af merinni, þvi að þá brystu stoðir þjóðfélagsins, og bankarnir, búðirnar, skólarnir og embættiskerfið yrði að gjalti i þeim rústum. Það eru fiskimennirnir og fiskverkunarfólkið, vandafólk þeirra i landi, er renna gildustu stoðunum undir þjóðfélagið. Þá ber að meta i samræmi við það, en ekki láta við það eitt sitja að hylla sjómenn á palli sem hetjur hafsins einn dag ársins. —JH ERLENT YFIRLIT Eanes mun hljóta erfitt hlutskipti Stjórnarmyndun í Portúgal verður örðug FRAMBOÐSFRESTII sam- bandi viö forsetakosningarnar i Portúgal, sem fara fram 25. júni, lauk 30. mai. Fimm menn höföu þá lagt fram framboö sin, en framboö eins þeirra, Pompilio da Cruz, var siöar úrskuröaöaö ógilt, þvi aö hann reyndist ekki hafa nógu marga lögmæta meömælend- ur. Pompilio da Cruz haföi boöiö sig fram sem fulltrúa flóttamanna frá Angola og Mosambik, en þeir nálgast nú oröiö milljón. Frambjóö- endurnir, sem keppa i kosningunum veröa þvi aöeins fjórir. Þeir eru Antonio Ramalho Eanes hershöfðingi og formaöur herráðsins, Otelo Saraiva de Carvalho herfor- ingi, José Pinheiro de Azevedo flotaforingi og forsætisráö- herra og Octavio Pato, sem er eini frambjóöandinn, sem ekki er tengdur hernum. Hann er i framboöi fyrir kommúnista. Sagt er að Antonio Spinola, sem var fyrsti forseti landsins eftir byltinguna, hafi gjarnan viljaö gefa kost á sér, en hann dvelur enn f útlegö I Braziliu, og fær ekki aö snúa heim. Þá mun Gomez hershöföingi, sem tók viö forsetaembættinu af Spinola og gegnir þvi enn, hafa veriö fús til framboös. Hann fékk hins vegar ekki stuöning stéttarbræöra sinna I stjóm hersins. Hann mun grunaður um græsku. EF ALLT væri meö felldu, ætti Eanes aö vera öruggur um kosningu. Hann nýtur stuönings þriggja stærstu flokkanna eöa sósfaldemó- krata, alþýöudemókrata og miö-demókrata. Þessir flokk- ar fengu samanlagt 75% at- kvæöa f þingkosningunum i vor. Azevedo forsætisráö- herra hefur ekki stuöning neins flokks. Hann rökstyöur framboö sitt meö þvi, að hann vilji gefa kjósendum fleiri val- kosti en þá, aö velja á milli Eanes — næsti forseti Portúgals? Eanes annars vegar og þeirra Pato og Carvalho hins vegar. Carvalho er i framboöi fyrir ýmis samtök, sem eru til vinstri viö kommúnista. Fyrir Azevedo er þaö talinn styrkur, aö hann er þekktastur þeirra fjórmenninganna sökum þess, aö hann hefur komiö mikiö fram opinberlega sem for- sætisráöherra og hefur unniö sér nokkrar vinsældir. Hann kynni þvf aö geta dregiö nokk- uöaf atkvæöum frá Eanes, en þó tæpast svo, aö hann veröi I hættu. Búizt er viö talsvert sögu- legri keppni milli þeirra Pato og Carvalho um fylgið til vinstri. Pato er talinn standa til hægri viö Alvaro Cunhal, aöalleiötoga kommúnista, og vera trúr fylgismaður Brézn- jevs. Sennilega hefur honum veriö ætlaö aö ná fylgi, sem er til hægri vib kommúnista. Þegar framboö hans var af- ráöiö, var ekki kunnugt um, aö Carvalho yröi f framboði. Car- valho var einn aöalleiötogi byltingarinnar og naut mikilla vinsælda um skeiö meðal hinna róttækustu vinstri afla. Þaö þótti jafnvel lfklegt um skeiö, aö honum tækist aö veröa einræðisherra PortU- gals og vafalaust hefur hann látiö sig dreyma um þaö. A sföastl. hausti reyndist hann viðriöinn misheppnaöa byltingartiliaun, og var þvi sviptur völdum. Jafnframt var hann sviptur hers- höfðingjatitlinum, sem hann haföi hlotið eftir byltingu, en fékk aö halda majórsnafnbót- inni.sem hann haföi haft áöur. Lengi lék vafi á þvf, hvort landráöamál yröi höföaö gegn honum, og fékkst ekki úr þvf skoriö fyrr en rétt áöur en framboösfrestinum lauk, aö svo yröi ekki. Hann mætti þvi seint til þessa leiks, og ekki fyrr en eftir aö kommúnistar ákváöu framboö sitt. Þeir eiga nú á hættu aö missa eitthvað af framboöum til hans. EANES er tiltölulega litiö þekktur f Portúgal. Hann er rúmlega fertugur aö aldri. Hann hefur starfaö I hernum, án þess aö láta mikib á sér bera. Hann kom fyrst veru- lega viö sögu á siöastl. ári, en þá er hann talinn hafa átt meginþátt i þvi, að koma I veg fyrir byltingu af hálfu Car- valho og kommúnista. Hann þótti þá sýna einbeitnioggóöa stjórnunarhæfileika. Hann er talinn frekar Ihaldssamur, en hefur þó aldrei haft bein af- skipti af stjórnmálum. Upp- haflega lýstu alþýöudemó- kratar og miö-demókratar, sem eru frekar ihaldssamir miöflokkar, stuöningi viö hann sem forsetaefni, en sósial- demókratar voru frekar tregir til aö fallast á framboð hans. Þeir geröu þaö ekki fyrr en eftir að þeir höföu ræözt viö, hannogSoares, foringi sósiald demókrata. Orðrómur gengur um, aö þaö hafi oröiö sam- komulag milli þeirra, aö Eanes myndi sem forseti fela Soares aö mynda minnihluta- stjórn sósialdemókrata, en borgaraleg stjórn, sem styöst viö þingib, veröur ekki mynd- uö i Portúgal fyrr en aö for- setakosningum loknum. Al- þýöudemókratar og miödemó- kratar eru litið hrifnir af minnihlutastjórn sósialdemó- krata og vilja helzt, aö þeir þrlr flokkar, sem styöja Eanes, myndi stjórn saman. Þvi er Soares mótfallinn, m.a. vegna þess, aö honumog Fransisco da Carneiro, leiö- toga alþýöu-demókrata, kem- ur illa saman persónulega. Soareser talinn helzt kjósa, ef ekki næst samkomulag um minnihlutastjórn sósialdemó- krata, aö mynduö veröi stjórn áöurnefndra þriggja flokka og kommúnista. Álþýöudemó- kratar og miðdemókratar eru hins vegar taldir mjög andvig- ir stjórnarþátttöku kommún- ista, enda myndi stjórn meö þeim reynast litt starfhæf, eins og reynsla sé fyrir. Eanes á því ekki létt verk fyrir höndum sem forseti, þar sem er aö mynda starfhæfa þingræöisstjórn. Þaö er hann þó sagöur helzt kjósa og aö herinn getidregiösem mest úr afskiptum sinum af stjóm- málum. Þ.Þ. .Soares — næsti forsætisráöherra Portúgais?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.