Tíminn - 13.06.1976, Qupperneq 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 13. júni 1976
Anton Mohr:
Árni og Berit
Ævintýmför um Afriku
Þetta var „hin mikla
hljómsveit frumskóg-
anna”, og hver einstakl-
ingur hljómsveitarinnar
var óvinur og kvalari
systkinanna.
Þau voru bitin og þau
voru stungin og bókstaf-
lega étin af þessum litlu
djöflum. Þvi meir, sem
þau voru stungin og
sogið úr þeim blóðið,
þess meira blésu þau
upp og bólgnuðu.
Þegar leið á nóttina,
héldu þau þetta ekki
lengur út. Það var
skárra að liggja milli
steina við vatnið og vera
i hættu fyrir slöngubiti,
en vera étin hér upp af
þessum blóðþyrstu kvik-
indum. Þau klifruðu þvi
niður úr trénu i nátt-
myrkrinu og stungu sér
á kaf i vatnið. Það linaði
þjáningarnar i svipinn.
Og nú voru þau bæði svo
örmagna, að þau
fleygðu sér niður, er þau
komu upp úr vatninu, og
steinsofnuðu og
gleymdu öllum hættum
og þjáningum.
4.
Um morguninn, þegar
birti og þau gátu séð
hvort annað, gátu þau
ekki annað en hlegið,
þrátt fyrir erfiðleikana,
svo hræðilega skritin
voru þau ásýndum. En
eitt var þeim báðum
ljóst. Hér niður við vatn-
ið gátu þau ekki verið
lengur. Þar sem þau
höfðu hvorki reglulegt
hús eða flugnanet, þá
hlutu þau að deyja i
þessu dökkgræna viti, ef
þau reyndu ekki að kom-
ast héðan i burtu.
Árni minntist þess, að
þegar hann var uppi á
fjallinu, hafði hann séð
skóglausar hásléttur all-
langt i burtu, að hann
hélt i norðurátt. Þarna
uppi hlaut að vera þurr-
ara og léttara loft og
minna af skordýrum.
Ekki vissi Árni, hve
langt var þama upp, en
bjóst við að það væri full
dagleið, og það myndi
verða erfiður dagur.
Hann vissi það lika, að
vel gat verið erfitt til
matfanga inni i frum-
skóginum.
Áður en þau lögðu af
stað, þurftu þau ýmis-
legt að gera. Árni ákvað
að hafa með sér sem
mest hann gæti af kaðl-
inum. Það gat alltaf
skeð, að þau hefðu gott
af honum. Hann mátti
lika til með að gera við
skóna sina. Eins og þeir
voru útlitandi, gat hann
ekkert komizt. Til allrar
hamingju fundu þau i
skóginum seiga lin-
þræði, sem þau gátu not-
að til að tjasla skónum
saman. Þetta tók Arna
langan tima, og á meðan
varð Berit að veiða i
soðið og sjóða. Það var
þvi liðið fram undir há-
degi, er þau lögðu upp.
Þau gættu þess, að taka
banana með sér. Þeir
voru nú að verða full-
þroskaðir, og vel gat svo
farið, að þau hefðu litið
annað að lifa á næstu
dægur.
Ferðin varð þeim
mjög erfið og mikið
erfiðari en þau höfðu bú-
izt við.
Árni ákvað að þau
skyldu fyrst ganga upp á
fjallið, sem hann hafði
gengið upp á um morg-
uninn. Þar skyldu þau
hvila sig vel og reyna að
velja sér leið i gegnum
skóginn upp á slétturn-
ar. Þeim gekk sæmilega
upp á fjallið, þvi að Árni
fór sömu leið og morg-
uninn áður, en rigningin
var ægileg. Þannig rign-
ir einungis i hitabeltinu.
Berit sagði, að þetta
regn minnti á söguna
um syndaflóðið, en það
liktist ekkert rigningu
heima i Noregi. Alltaf
heyrðu þau öðru hvoru
eins og dimm þrumu-
hljóð frá eldfjallinu og
þótti þeim það ills viti.
Loks komust þau upp
á fjallið eftir mikið
erfiði. Árni vildi athuga
sig vel þama uppi. Lif
þeirra gat beinlinis oltið
á þvi, að þau hittu á létt-
ustu leiðina yfir skóginn
upp að hásléttunni. Sér
til mikillar mæðu upp-
götvaði Ámi það, að
leiðin var vafalaust
mikið lengri en hann
hafði búizt við. Tvær
dagleiðir yrðu það að
minnsta kosti, og meira,
ef þau lentu á sikjum
eða vötnum. Milli þeirra
og aðal fjallsins og há-
sléttunnar virtist annað
minna f jall koma upp úr
skóginum. Það leit svo
út sem þessi eyja væri
mynduð við eldgos.
Það var nú farið að
liða svo mikið á daginn,
að þau álitu að skyn-
samlegast yrði úr þessu
að velja sér þarna næt-
urstað. Hér myndi lika
bera minna á hinum
hræðilegu
„moskito”-flugum en
niður við vatnið. Þau
borðuðu dálitið af ban-
önum og bjuggu sér svo
til bæli úr greinum, lauf-
um og mosa og lögðu sig
svo á þennan mjúka beð.
Það sýndi sig lika, að
flugurnar voru ekki eins
skæðar hér uppi eins og
niður við vatnið. í fyrsta
skipti nú i þrjár nætur
sváfu þau vært og
draumlaust og vöknuðu
ekki, fyrr en sólin var
komin hátt á loft. Hinn
væri svefn, er þau nutu
þessa nótt, var þeim
hollur inngangur að
miklum erfiðleikum
næstu daga.
Það hafði verið þurrt
veður um nóttina, og um
morguninn, er þau
vöknuðu, var dauft sól-
skin. Varla höfðu þau þó
lokið við að borða
nokkra banana, er aftur
byrjaði að rigna, og
gerði meira úrfelli en
nokkum tima fyrr. Sið-
an hvessti og þrumur og
eldingar hófust, eins og
þær geta orðið verstar i
hitabeltinu. Ámi reyndi
að miða leiðina og áætla
stefnuna. Honum sýnd-
ist á renna eftir skógin-
um i sömu átt og þau
skyldu stefna, og þess
vegna ákvað hann að
reyna að fylgja ánni, —
en það reyndist erfitt.
Skógurinn var þéttastur
við ána og þess vegna
urðu þau systkinin að
halda sig alllangt frá
ánni, án þess þó að
missa alveg sjónar á
henni. Alltaf rigndi án
afláts. Eftir hádegið var
hver smálækur orðinn
að miðlungs fljóti og
hver miðlungsá alófær.
Fjórum sinnum urðu
þau að leggjast til sunds
yfirár. Það var lán fyrir
þau, að úrin þeirra voru
vatnsþétt. Viða varð
Árni að beita öxinni og
höggva þeim leið gegn-
um vafningsviðinn, og
oft var erfitt að klöngr-
ast yfir digra, fallna
trjástofna, sem fallið
höfðu i ofviðrinu, og oft
lá við slysi, er þeir féllu
með braki og brestum
rétt við fætur þeirra.
Þau skildu það þá, að of-
viðri i frumskógum er
jafn hættulegt og úti á
reginhafi eða á jöklum
háfjallanna.
Um hádegið komu þau
að dálitlu rjóðri i skógin-
um, og hafði straumhörð
á borið þar upp mikið af
sandi. Þá voru börnin
svo örmagna, að þau
höfðu enga matarlyst,
en fleygðu sér ofan i
sandinn og steinsofnuðu,
gegnblaut, og ennþá
dundi slagviðrið. Eftir
rúman klukkutíma
vöknuðu þau aftur.
Hafði veðrið þá lægt, en
rigningin var jafnmikil
og áður. Árni byrjaði á
þvi að klifra upp i hátt
tré og gæta að, hvort þau
væru enn á réttri leið.
Jú, þau höfðu haldið
stefnunni. Það smá-
styttist leiðin. Fjallið
var nú sýnilega mikið
nær en um morguninnn.
Þau áttu varla margra
klukkutima ferð eftir.
5.
Áin, sem þau höfðu
getað fylgt svo lengi,
beygði nú þvert i austur-
átt svo að nú máttu þau
ekki fylgja henni lengur.
Þau voru þá svo heppin
að hitta á dálitinn stig i
skóginum, sem lá i sömu
átt og þau vildu stefna.
Vafalaust var þessi stig
ur myndaður af villi-
svinum, villinautum eða
öðrum stórum, sterkum
dýrum, sem höfðu
þrengt sér þarna gegn-
um skóginn. Engin
merki sáust um manna-
verk.
Gangan var miklu
léttari, eftir að þau rák-
ust á þennan dýraslóða.
Eftir rúman klukkutima
komu þau að rótum
fjallsins, og varð þá
skógurinn straxgisnari.
Berit, sem nú var orðin
mjög þreytt, fór að
hlakka til að geta fleygt
sér niður i grasið og
sofnað. —Sofa, sofa, það
var svo gott.
Árni gekk á undan
með öxina og kaðalinn,
eins og venjulega. Berit
var nokkur skref á eftir
með banana. Hún gekk
hægt og skoðaði blóm og
skordýr meðfram stign-
um, eins og hún var vön.
Allt i einu kallaði hún:
„Árni, hugsaðu þér,
hér vaxa sams konar
risa-vafningsjurtir og
við sáum nálægt Shesa.
Þá hljóta að vera hér
gorilla-apar. Þú manst
að Ibrahim sagði, að þar
sem þessar vafnings-
jurtir væru, þar væri
öruggt að finna gorilla-
apa”.
Varla hafði Berit
sleppt orðinu, er Árni
heyrði að baki sér svo
skerandi angistaróp, að
Mýkt og
öryggi
með
GIRLING
—13LOSSB—
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa