Tíminn - 13.06.1976, Qupperneq 33

Tíminn - 13.06.1976, Qupperneq 33
TÍMINN Sumiudagur 13. júni 1976 honum fannst sem blóð- ið kólnaði i æðum sér. Hann leit við leiftur- snöggt og sá, að stór og digur gorillaapi þreif Berit og þaut með hana eins og elding upp i greinamar á heljarstóru tré. Á sama augnabliki var hún horfin sýnum, en hátt ofan úr trénu heyrði hann rödd systur sinnar: ,,Árni! Árni! Hjálp! Hjálp! Hann ætl- ar að nista mig i sundur. Árni hjálpaðu mér! hjálpaðu mér”, æpti Berit örvita af hræðslu. Með eldingarhraða flugu hugsanirnar um kollinn á Árna „Skyldi gorillaapinn alveg kremja hana i sundur? Bara að höfuðið á henni sláist ekki við trjágrein- arnar. Ætli gorillaapinn þjóti eithvað út i busk- ann með hana? Þá fengi hann aldrei að sjá hana framar”. Apinn hlaut að hafa setið á neðstu grein trés- ins. Hvorugt þeirra hafði séð hann. Hann hafði leyft Árna að ganga óáreittum fram- hjá, en gripið Berit með leifturhraða i sina loðnu armleggi. Gorillaapi, sem ekki hikar við að ganga i einvigi við ljón- ið, ef þörf krefur. Árna sortnaði fyrir augum. Hann skildi, að nú valt allt á þvi, að hugsa skýrt og framkvæma fljótt. Hér var Berit i lifshættu og sá eini maður i heim- inum, sem möguleika hafði til að bjarga lifi hennar, var hann sjálf- ur. Árni fleygði frá sér kaðlinum og athugaði, hvort öxin væri vel föst i beltinu, og svo sveiflaði hann sér upp á neðstu grein trésins. Eins og elding þaut hann upp eftir trjástofninum, — á eftir vissi hann ekkert, hvernig hann komst þetta, — en þrátt fyrir hraðann fannst honum liða eilifðartimi þangað til hann kom auga á ljós- leita blússu hátt uppi i trénu. Hann þorði varla að anda af ótta við, að apinn yrði sin var, og þvi siður þorði hann að kalla. Með mikilli varkárni klifraði hann enn hærra. Nú sá hann apann ágæt- lega. Þetta var gamall, digur, grimmdarlegur api. Grófgert, úfið og saurugt hárið hékk i druslum á skrokknum á honum. Hann sat róleg- ur á trjágrein og lét bak- ið styðjast við aðra grein og át stóra hnetu. Hann muldi skum hnetunnar með sterklegum kjaftin- um. Með vinstri hendi hélt hann fast utan um mittið á Berit, og leit svo út sem hann hefði i svip- inn gleymt henni, en ef hún reyndi að hreyfa sig, þá herti hann þó á takinu. Það var auðséð á öllu, að hann ætlaði ekki að sleppa henni ótil- neyddur. öðru hvom mmdi i apanum og um leið lamdi hann með hægri hendi á brjóstið, svo að drundi hátt i, eins og þegar slegin er stór trumba. Fimlega og hljúölaust klifraði Árrii svo hátt, að liann komst að baki anans. 33 Vinnur þú hættulegt starf? Höfum við réttu hlífðargrímuna fyrir þig? Fríloftsgrímur fyrir málningasprautun og eituriðnað Rykgrímur — Reykgrimur Súrefnisgrimur Dynjandi sf Skeifunni 3H ■ Reykjavik • Simar 8-26-70 & 8-26-71 ORYGGI FYRIR OLLU MPI85-8 MPI85-MP Þetta eru réttu dráttarvélarnar fyrir stórbœndur, rœktunarsambönd, verktaka og yfirleitt alla þá sem þurfa aflmiklar Afgreióum þessar aflmiklu og sparneytnu dráttarvélar meó stuttum fyrirvara. *75 B.S. HESTÖFL V/2000 SN/MÍN. MF Massey Ferguson A./ -hinsigikladráttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK* SiMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.