Tíminn - 19.09.1976, Side 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 19. september 1976.
Tíminn heimsækir Fáskrúðsfjörð
Þrir kaupfélagsstjórar. T.v. er GIsli Jónatansson, núverandi kaupfélagsstjóri, þá kemur Einar
Jónsáon og Björn Stefánsson, sem var fyrsti kaupfélagsstjórinn á Fáskrúðsfiröi.
Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri:
Nauðsynlegt að
fó annan togara
— Hráefnið sem við höfum i
dag, er hvergi nærri nægjan-
legt, og ljóst er, að við þurfum
nauðsynlega annan togara.
Hugsanleg togarakaup hafa
verið rædd, en eins og stendur
hefur ekkert komið út úr þvi.
önnur leið hefur komið til
greina, og hún er sú, að við
fáum not af skipi, sem Hrað-
frystihús Stöðfirðinga á i smið-
um i Noregi. Þvi yrði þá þannig
hagað, að afla skipsins væri
skipt á milli okkar og þeirra, en
þetta, eins og annað i sambandi
við aukna hráefnisöflun til húss-
ins, hefur ekki verið afráðið.
Hinsvegar er ég nokkuð bjart-
sýnn á, aö við fáum okkar eigin
togara, enda yrði það affarasæl-
ast.
Þannig komst Gisli Jónatans-
son kaupfélagsstjóri á Fá-
skrúðsfirði að orði, er blaöam.
ræddi við hann á dögunum. Gisli
tók við starfi kaupfélagsstjóra á
Fáskrúðsfirði i desember s.l. ,
en hafði þá áður verið skrif-
stofustjóri.
Vantar fleiri starfs-
menn með tilkomu
hraðfrystihússins.
Vantar ekki fleira fólk, þegar
starfsemin er komin i fuilan
gang?
— Jú þaö er ljóst, að við þurf-
um á fleira fólki að halda, þegar
hráefni fer að berast að i aukn-
um mæli. Eins og málin standa
i dag, höfum við togarann
Ljósafell, en hann fiskaði á sið-
ast iiðnu ári rúmlega þrjú þús-
und tonn, en einnig erum við
með i viöskiptum nokkra
smærri dekkbata og trillur.
Ekki eiga a,lar konur staðarins
jafnvel heimangengt, en væri til
staðar dagheimili á Fáskrúðs-
firði, myndi ekki vera neinn
skortur á starfsfólki.
— Vildir þú lýsa þvi athyglis-
verðasta I húsinu?
Fyrst langar mig að koma
þeirriskoðun minni á framfæri,
að kostnaður við húsbygginguna
er viðunandi, enda másegja, að
heimamenn hafið unnið við
bygginguna að lengmestu leyti.
Hinsvegar hefur ekkert verið tii
sparað, svo að húsið geti verið
bæði góð vinnslustöð og þægi-
legur starfsvettvangur fýrir
fólkið, sem i þvi vinnur.
Það, sem ef til vill má telja til
nýjunga i húsinu, er til dæmis
það, að veggir á flökunarsölum
og pökkunarsal eru klæddir
með plötum úr ryðfriu stáli upp-
undirjniðjanvegg. Fiskþvotta-
vélin er all nýstárleg, en hún er
hönnuð og búin til hjá Kletti i
Hafnarfirði. Um er að ræða
stórankassa meðtromlu úr rið-
friustáli ímiöjunni.. Viðhöfum
reynt vélina og gafst hún ágæt-
lega. Þá mun þaö teljast til nýj-
unga, að beinum er skotið með
lofti I gegnum átta tommu
plaströr, i sérstakt hús, sem er I
byggingu. Það verður þannig úr
garði gert, að við losnum við all-
an fugi og er mjög stutt frá
verksmiðjunni. Þvi veröur bara
þörf fyrir eina mokstursvél,
sem mokar beinunum beint úr
húsinu i sfló.
Með þessu móti getum við
aukiö þróarrými fyrir loðnuum
500 tonn. Þá veröur mögulegt
að taka á móti 3500 tonnum af
loðnu I stað 3000 nú, þvi að viö
höfum orðið að nota eina af
loðnuþrónum fyrir bein og úr-
gang.
Stúturinn verður þannig úr
gerði gerður, að við getum
„raðaö” beinunum i húsið, og ég
veit aðeins um eitt frystihús,
sem hefur svipaðan útbúnaö, en
þaö er á Patreksfirði.
Minni framleiðsla á
loðnumjöli i ár.
•Vikjum að starfsemi kaup-
félagsins á Fáskrúðsfirði. Er
það ekki „potturinn og pannan”
i flestu, sem hér fer fram?
— Jú, það má að vissu leyti
segja. Hjá Kaupfélagi
Fáskrúðsfirðinga og fyrirtækj-
um þess starfa að jafnaöi
130-140 manns og þar af hjá
hraðfrystihúsinu á miUi 110 og
120 manns (á Fáskrúðsfirði búa
um 730 manns). Hraðfrysti-
húsið rekur frystihúsið, saltfisk-
verkun, fiskimjölsverksmiöjuna
Ljósafell, vélaverkstæöi og
bilkranar. Kaupfélagiö sjálft
rekur svo þrjár verzlanir,
sláturhús, gistihús, tvo vörublla
og Esso-umboðiö.
Fiskimjölsverksmiðjan tekur
við úrgangi frá báðum frysti-
húsunum hér og einnig hefur
hún tekið við þeirri loðnu, sem
hingaö hefur borizt. Rekstur-
inn hefur gengið I bylgjum, eins
og gefur að skUja, en á s.l. ári
var útkoman nokkuð góð. Hún
framleiddi um 2000 tonn af
mjöli, en þar af voru 1600 tonn
ioðnumjöl. Þá framleiddi hún
500 tonn af lýsi. í ár var tekið á
móti 7000 tonnum af loðnu, en
það gerir 1100 tonn af loðnu-
mjöU, og lýsisframleiðslan var
rétt um 460 tonn. Ástæðan til
minnkunarinnar er öllum ljós,
þ.e.a.s. verkfallið.
Hver er afkastageta verk-
smiðjunnar?
— Hún er á milU 150 og 200
tonn á sólarhring og fer mikið
eftir þvi, hvernig hráefnið er,
sem berst á land.
-Tívað er um rekstur Ljósa-
feUs að segja?
— Hann hefur gengið vel. Afl-
inn var á siðastliðnu ári 3,200
tonn,en er núna orðinn um 2.200
tonn. Ljóst er, að aflinn verður
nokkuð minni i ár, en skipið var
stopp i um þrjár vikur yfir há-
vertiðina vegna vélabUunar.
Þarna komum við að veikum
punkti i okkar útgerðarmálum.
Við höfum, eins og áður er sagt
aðeins eitt skip, og það má ekki
stöðvastneittaðráði, svoaðhér
verði ekki um atvinuleysi að
ræða. Og með einum togara,
verður einungis unnið með hálf-
um afköstum i frystihúsinu, en
til þess að hús sem þetta geti
borgað sig, þarf að vera miklu
meiri starfsemi i þvi.
Sami skipstjóri hefur verið á
Ljósafellinu frá upphafi, en
áhöfnin er öll héðan frá
Fáskrúösfirði. Við höfum verið
mjög heppnir með mannskap og
það er litið nm skiptingar.
Á sinum tima var sett á fót
vélaverkstæði tU að sinna þvi,
sem gera þurfti I Ljósafellinu
og fyrirtækjum kaupfélagsins.
Starfsmenn vélaverkstæðísins
hafa unnið gDurlega mikið i
nýja frystihúslnu, og ég tel, að
vélaverkstæðið hafi margborg-
að sig, þvi að við þurfum varla
að kaupa neina útselda vinnu.
Það er lika svo i útgerð, aö hún
er varla hagkvæm, nema að
viðkomandigeti unniðsem mest
sjálfur.
Þú minntist áðan á, að þið
rækjuö gistihús. Hvernig hefur
rekstur þess gengið?
— Nýting á gistirými hefur
verið fremur léleg i sumar, en
kaupfélagið kemst ekki hjá þvi
að reka það. Almennir ferða-
menn hafa mikið farið yfir
Breiðdalsheiði i sumar, þvi aö
vegurinn hér sunnanmegin
fjarðarins var lokáð-
ur lengi vel. Þvi hefur gisti-
húsið verið rekið sem
sjómannaheimUi siðustu árin,
en með þvi móti fæst nokkur
styrkur frá rikinu. Hitt er svo
aftur annað mál, að það er mjög
gott fyrir sjómenn að geta
komið hingað og gripið I spil eða
teflt, svo að eitthvað sé nú nefnt,
til að hafa ofan af fyrir sér.
Verzlað I lélegu og ó-
hentugu húsnæði.
Að hverju er svo ætlunin að
einbeita sér i náinni framtið?
Það er vægast sagt bráðnauð-
synlegt að byggja nýtt
verzlunarhús, raunar þolir þaö
enga bið. Við rekum verzlanir I
þremur húsum,sem öll eru bæði
léleg og óhentug. Hvenær við
hefjum byggingarframkvæmd-
ir, er nokkuö, sem ég get ekki
svarað, en ég vona, að það gæti
orðiðaðvori. Annarshöfum viö
ekki haft tima til aö hugsa um
þessi mál vegna frystihússins,
en nú ætti hann að gefast.
Ég vildi einnig koma þvi að
hér, að önnur stórframkvæmd
bíður hér á Fáskrúösfirði, en
þaö erlagfæring og endurbygg-
ing hafnarmannvirkjanna. Það
er aö visu ekki á vegum kaup-
félagsins, en frystihúsið stendur
við aðra af tveim aðalbryggjum
bæjarins. Hún, og raunar báð-
ar, eru orðnar handónýtar. Til
dæmis kemur gat i frystihús-
bryggjuna f hverri viku, eða þvi
sem næst. Verði ekki bætt úr
þvi sem fyrst, má segja, að
grundvellinum sé kippt undan
frystihúsinu, sagði Gisli Jóna-
tansson að lokum.
Eitt af verzlunarhúsum kaupfélagsins. Samtals rekur kaupfé-
lagið verzlanir á þremur stöðum, en ibigerð er að reisa nýtt hús
fyrir allar þrjár.
Nýja frystihúsið t.h. og hið gamla t.v. Eins og sjá má, er munurinn mikill.