Tíminn - 19.09.1976, Síða 13
Sunnudagur 19. september 1976.
TÍMINN
13
Viðbótarfyrirgreiðsla
Byggðasjóðs hefur víða
valdið þóttaskilum í
frystihúsaframkvæmdum
— rætt við Tómas Árnason, alþingismann
Tómas Árnason, alþingismaöur og forstjóri Framkvæmdastofn-
unar rikisins, aö ræöa viö eina af blómarósum Fáskrúösfiröinga.
— Ég hef lengi veriö þeirrar
skoðunar, að hryggilegt sé að
horfa upp á það, hve illa Islend-
ingar nýta hið verðmæta hráefni
sjávarins, og hve illa sé búið að
fiskvinnslunni I landinu. Þegar ég
fékk tækifæri til að vinna að upp-
bygginga- og framkvæmda-
málum i Framkvæmdastofnun
rlkisins, var ég mikill áhuga-
maður um, að gerð yrði heildar-
áætlun um stóreflingu hraðfrysti-
iðnaðarins 1 landinu. Að sjálf-
sögðu var ástandið I þessum
málum mjög mismunandi á
hinum ýmsu stöðum, en einna
verst var ástand frystihúsanna á
Austurlandi, m.a. vegna þess for-
gangs, sem slldveiðarnar höfðu
hér eystra á sildarárunum, sagði
Tómas Arnason alþingismaður,
er Tlminn ræddi við hann á
Fáskrúðsfirði á vigsludaginn.
— Austfirðingar urðu þá að láta
I té aðstöðu og vinnukraft til að
þjóðin fengi notið uppgripa þeirra
tima. Þvi hefur orðið að byggja
upp fiskvinnsluna hér á Aust-
fjörðum á tiltölulega stuttum
tima i hlutfallslega stærra mæli
en annars staðar til að tryggja at-
vinnu og afkomu manna I aust-
firzkum sjavarbyggðum, svo og
til að auka framleiðslu og verð-
mætasköpun sjavaraflans.
Tómas sagði, að hið nýja fisk-
iðjuver Hraðfrystihúss Fáskrúðs-
fjarðar h/f væri liður I svonefndri
hraðfrystihúsaáætlun, sem
Framkvæmdastofnun rikisins
hefur gert I samráði við ýmsa að-
ila, þar á meðal heimamenn.
Þessi áætlanagerð hjá Fram-
kvæmdastofnuninni þjónaði aðal-
lega þriþættum tilgangi: 1 fyrsta
lagi að bæta hreinlætisaðstöðu og
hollustuhætti I frystihúsum, m.a.
vegna væntanlegra strangra
reglna I þeim efnum á Banda-
rlkjamarkaði, sem er stærsti
fiskmarkaður tslendinga. 1 öðru
lagi að stækka og endurbyggja
eldri hraðfrystihús, sem voru
orðin bæði úr sér gengin og of lítil.
í þriðja lagi að vélvæða hrað-
frystihúsin til mikilla muna frá
þvi, sem áður var, til að auka af-
köst og nýtingu hráefnisins.
Aðstaða frystihúsanna á
Austurlandi verður við-
unandi, þegar lokið
verður við uppbyggingu
húsa á Vopnafirði,
Stöðvarfirði, Breiðdals-
vik og Djúpavogi.
— En væntanlega vantar mikiö
á, að hægt sé að segja, að aðstaða
frystihúsanna hér fyrir austan sé
góð?
— Já mikið verk er eftir óunnið,
en ef á heildina er litið, má segja,
að aðstaða húsanna verði við-
unandi, þegar fulllokið er fisk-
iðjuverunum á Höfn I Hornafirði,
sem eru á lokastigi, og lokið
verður við uppbyggingu frysti-
húsanna á Vopnafirði, Stöðvar-
firði, Breiðdalsvlk og Djúpavogi.
Heildarkostnaður hraðfrysti-
húsaáætlunarinnar hér á Austur-
landi, ef miöað er við árslok 1975
á verðlagi hvers árs, svo og
áætlaðs kostnaðar 1976, nemur
1503 milljónum króna. Sé þessi
heildarkostnaður hins vegar
reiknaður á verðlagi I júnl 1976,
nemur hann samtals 2579 millj-
ónum króna.
Til fróðleiks má geta þess, að
heildarkostnaður hraðfrystihúsa-
áætlunarinnar I landinu öllu, mið-
að við árslok 1975, að viðbættum
áætluðum kostnaði árið 1976 á
verðlagi hvers árs, nemur 7853
milljónum. Til glöggvunar myndi
þessi heildarkostnaður hrað-
frystihúsaáætlunarinnar á júnl-
verðlagi 1976 nema 14.364
milljónum.
Aðstoð byggðasjóðs hef-
ur valdið þáttaskilum.
— Hvernig hefur frystihúsa-
áætlunin verið fjármögnuð?
— Hún hefur verið fjármögnuð
af opinberum sjóðum ásamt eigin
framlagi fyrirtækjanna sjálfra.
Fiskveiðisjóður hefur yfirleitt
lánað 10% af matsverði
byggingarframkvæmdanna.
Byggðasjóður hefur lánað frá
10% - 25% út á byggingar og
vélar, þar sem hann hefur komið
við sögu. Atvinnuleysistrygg-
ingasjóður hefur lánaö I einstaka
tilfellum.
An þess að fara nánar út i þá
sálma, vil ég undirstrika það, að
viðbótarfyrirgreiðsla Byggða-
sjóðs hefur I mjög mörgum til-
fellum valdið þáttaskilum I
þessum málum og gert kleift aö
ráðast 1 frystihúsaframkvæmdir
á ýmsum stöðum, sem ella hefðu
ekkert bolmagn haft til þess. Einn
af mörgum sllkum er Fáskrúðs-
fjörður.
Högni Skaftason 1. stýrimaöur
og Kristin dóttir hans.
Ekki var hægt að skilja við
Fáskrúðsfjörð, án þess að ræða
viðeinhvernaf Ljósafellinu. Svo
heppilega vildi til, að það var
við bryggju, er blaðamaður átti
leið um þorpið, en þegar þessar
línur eru skrifaðar, eru skip-
verjar væntanlega úti á regin-
hafi. Skipstjóri á Ljósafellinu er
Guðmundur. ísleifur Gislason,
og hefur hann gegnt þvi starfi
frá þvi skipið kom til Fáskrúðs-
fjarðar. Fyrsti stýrimaður er
Högni Skaftason. Hann réðst á
Ljósafellið fyrir röskum tveim
árum. Er við hittum Högna að
máli, var hann ásamt dóttur
sinni, Kristinu, að skoða frysti-
húsið, Högni var fyrst spurður
að þvi, hvernig aflabrögð hefðu
verið að undanförnu.
— Það hefur verið alveg
þokkalegur afli nú undanfarið,
en okkar veiðisvæði er aðallega
úti af Austfjörðunum. Hinsveg-
ar var algjör dauði hérna rétt
eftiráramótin og við urðum þvi
aðleitavesturfyrir land. En þvi
miður bilaði skipið yfir háver-
tiðina og við- misstum góða
jglefsu úr. Þá fiskuðu aðrir vel,
t.d. i Reykjafjarðarálnum, en
hitt er svo aftur annað mál, að
tvennar sögur fara af stærð
fisksins.
Högni var spurður, hvort
hann teldi, að auka þyrfti friðun
arráðstafanir og e.t.v. loka stór-
Högni Skaftason, stýrimaður:
Það þarf að fylgjast miklu
betur með veiðunum
um hafsvæðum meira en gert
er. Högni sagði það vera sitt á- *
lit, að nóg væri af friðunarráð-
stöfunum, en hins vegar þyrfti
að stórauka allt eftirlit með
skipunum. Það væri ekki nóg að
loka einu svæði I dag, vegna
þess hve fiskurinn væri smár,
þvi að það væri eins vist, að á
nákvæmlega sama svæði feng-
ist ágætis fiskur innan fárra
daga. Það væri þvl spor I rétta
átt að senda eftirlitsmenn um
borð i skipin en meira þyrfti að
gera áður en ástand'iS gæti'talizt
viðunandi.
— Hvað viltu segja um notk-
un flotvörpu? A að banna hana,
eins og margir hafa lagt til, að
gert verði?
— Ég vil taka það fram, að
við erum ekki með flotvörpu,
sagði Högni, — Ég held að Páll
Pálsson sé eini japanski skut-
togarinn með flotvörpu. Auðvit-
að finnst manni það vera
skuggalegt, þegar fiskurinn er
drepinn I eins stórum stil og
flotvarpan er fær um að gera.
Það er eins og fiskurinn hafi
hvergi frið. Héðan af Austfjörð-
um kom i vetur tillaga um að
banna flotvörpuna, en ég býst
við, að ef við á Ljósafellinu
hefðum eina sllka, værum við
hjartanlega sammála Vestfirö-
ingum um, að það bæri aðleyfa
hana. Þeir hafa llka sagt, að I
flotvörpu fáist betri og yfirleitt
jafnari fiskur en i botnvörpu.
Hins vegar er það oft ári blóð-
ugt, að vita af þeim fá I einu hali
það magn, sem við erum að
berjast við að fó i heila viku.
Meira frd
Fdskrúðsfirði
d þriðjudaginn
Verið er að gera Ljósafell tilbúið fyrir brottför.