Tíminn - 19.09.1976, Qupperneq 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 19. september 1976.
æflar
að sjá af landinu
þínu í sumar?
Nokkur orð um Mýrasýslu
Um Mýrasýslu og Borgarfjarðarhérað
hafa lengst af legið þjóðleiðir frá Norður-
og Vesturlandi til Suðurlands, og þvi eru
þessi héruð þau, er hvað mestur straumur
ferðalanga hefur farið um ár hvert. Það
hefur heldur ekki verið neitt neyðarbrauð
aö þurfa að fara þessa leið, þvi að héraðið
er rómað fyrir náttúrufegurð og viða og
auðuga fjallasýn.
Landkostir eru hinir ákjós-
anlegustu, héraðið gróðursælt og
búlönd viða ágæt. Þá eru i Mýra-
sýslu viðáttumikil skóglendi, svo
að engri sýslu veröur þar til jafn-
að nema helzt Þingeyjarsýslu. 1
Mýrasýslu eru nú 8 hreppar, íbú-
ar samtals 2.265 talsins, 1. des.
1974 og langstærstur hluti þeirra
—-eða um 1300 — búsettur i Borg-
arneshreppi um 1300.
Ein höfuðprýði Borgarfjarðar
er liparitfjallið Baula (934 m),en
óneitanlega er það fegurra að sjá
hinum megin frá. Auðveldast er
að ganga á fjallið aö suðaustan
eða suðvestan frá Bjarnadal, en
þó hefur uppgangan reynzt flest-
um leikmönnum töluverö á-
reynsla. Efstuppi á Baulutindi rr
grjótbyrgi. Og mikið er á sig
leggjandi til að verða aðnjótandi
þess viða og fagra útsýnis, sem
þaðan er. Vestan og norðan Baulu
er Litla-Baula og Skildingafell,
sein raða sér kringum litinn og
fallegan dal, Sátudal. Or Sátudal
rennur Dýrastaðaá i miklum og
háum gljúfrum og sameinast
Norðurá hjá bæjunum Hóli og
Hafþórsstöðum.
Hið hvassbrýnda fjall, sem ris á
hægri hönd, heitir Hraunsnefsöxl.
og hafa skriðudyngjurnar neðan
fjallsins orðið til eftir framhlaup
úr þvi. A vinstri hönd er viðáttu-
mikið. rennislétt graslendi Des-
ey. Það hefur myndazt meö þeim
hætti, að Grábrókarhraun stíflaði
Norðurá, svo að til varð stööu-
vatn, sem siðar fylltist, og eftir
urðu þessi grösugu engjalönd.
Grábrók heitir sá mesti af
þremur sérkennilegum og fagur-
formuðum gjallgigum hægra
megin vegar. Gigarnir eru nú
friðlýstir, en af Grábrók er einkar
viösýnt yfir héraðið. Or þessum
gigum er runnið hrauniö neðan
vegar, enda nefnist þaðGrábrók-
arhraun og mun vera nálægt 3000
ára gamalt. Við Grábrók stendur
veitingaskálinn Hreðavatnsskáli,
og nokkru framar skólasetrið Bif-
röst, þar sem samvinnufélögin
hafa rekið skóla um árabil. Hjá
Bifröst liggur hliðarvegur til
hægri inn að Hreðavatni og sam-
nefndum bæ. Við Hreöavatn er
bæði hlýlegt og fagurt, svo að af
ber. Skógi vaxnar hlíðar, ásar og
hvammar eru meðfram vatninu,
en i þvi gróðri vaxnir hólmar með
kjarrlendi og blómstóði. Mestur
hólmannaer Hrisey, sem ris eins
og skógarás upp úr vatninu. Vest-
an Hreöavatns i landi Jafna-
skarðs, er skógræktargirðing.
Þar hafa verið gróðursettar fjöl-
margar tegundir barrtrjáa, sem
dafna og spretta vel, og væri
hverjum þeim er gert hefur litiö
úr gildi skógræktar hér á landi,
hollt að lita augum hinár fögru
skógarbreiður við Hreðavatn.
Frá Borgarnesi.
bóginn opnir öllum almenningi,
og afnot ekki bundin við félags-
menn.
Varmaland gekk áöur almennt
undir nafninu Laugaland, og enn
heyrist það nafn oft notað. Þar er
heimavistarbarnaskóli og hús-
mæöraskóli, og þar sem þar er
mikinn jaröhita að finna er þar
auövitáð sundlaug og mikil
gróöurhúsarækt. 1 gróðurhúsun-
um á Varmalandi var í fyrsta
skipti hafin svepparækt hér á
landi, og eru sveppir nú ræktaöir
þar i töluverðum mæli.
Þeir,sem ekki velja að aka inn
Hvitarsiðuna, beygja aftur til
hægri, vestur Borgarfjaröar-
brautina. Brátt er bærinn Lundar
á vinstri hönd og siðar hliðarveg-
ur að bæjunum Kaðalstöðum og
Efranesi. Þá förum viöyfir Þver-
árbrúna oghöldum siðan aftur þá
leið, sem við komum áðan, og
Hrcöa vatn.
Frá Hreðavatni höldum viðniö-
ur á þjóðveginn á ný og ökum i
suðurátt. Bærinn Laxfoss er brátt
á hægri hónd, nefndur eftir sam-
nefndum fossi i Noröurá. Nokkru
sunnar er Munaöarnes, en i landi
þesshefur Bandalag starfsmanna
rikis og bæja reist orlofsheimiii
fyrir félagsmenn, þar sem þeir
geta notiö sumarleyfis i einkar
fögruog hlýlegu umhverfi. A vet-
urna eru gistiskálarnir á hinn