Tíminn - 19.09.1976, Síða 17
Ferðamenn i Langavatnsdal.
lendum á þjóðbrautinni á ný hjá
bænum Haugum.
Þjóðvegurinn liggur yfir
Gljúfurá, og nokkru vestar er
stórbýlið Svignaskarð i Borgar-
hreppi, þar sem ýmsir höfðingjar
hafa setið bæði fyrr og siðar.
Norður af bænum er klettaborg.
Kastalinnogþaruppi er hringsjá,
vegfarendum til leiðbeiningar.
Greiðfær gangstigur er upp á
Kastalann, og skyldi enginn láta
undir höfuð leggjast að fara
þangað upp, þvi að talið er, að
hvergi frá byggðu bóli sé við-
sýnna yfir Borgarfjarðarhérað.
Blasa þar við jöklarnir i austri,
Eiriksjökull, Langjökull, Þóris-
jökullog Ok, milli þeirra dalir og
múlar, en Skarðsheiði syðst og
vestast.
Borgarnes
Borgarnes er eina kauptún
sýslunnar og stendur á hálendu
nesi milli Borgarfjarðar og
Borgarvogs. Borgarnes hefur
sérstöðu meðal islenzkra sjávar-
kauptúna að þvi leyti til, aö það
hefur afskaplega takmarkaða
lifsafkomu og atvinnurekstur af
sjávarútvegi. íbúarnir — sem eru
eins og áður sagði nær 1300 talsins
— lifa þessi stað flestir á verzlun
og iðnaði, og er Borgarnes mikil
samgöngu- og verzlunarmiðstöð.
1 kauptúninu er aðsetur sýslu-
manns, læknis og dýralæknis, þar
er kirkja, iðnskóli, gisti- og veit-
ingahús og sundlaug.
A nesinu, sem kauptúnið
stendur á, skiptast á berir
klapparásar og grónar lægðir, og
i einni þeirra, Skallagrimsdal, er
Skallagrimsgarður, þar sem
landnámsmaðurinn Skallagrimur
Kveldúlfsson er heygður.
Þeir, sem nú vilja kanna hinar
eiginlegu Mýrar og jafnvel halda
á Snæfellsnesið, beygja til vinstri
frá kirkjustaðnum og prestssetr-
inu Borg á Mýrum.
Skammt frá Borg liggur Þur-
staðavegur til vinstri inn að bæn-
um Rauðanesi, þar sem Skalla-
grúnur hafði smiðju sina. En
aðalleiðin liggur um gróna lyng-
ása, vestur að hinni kunnu lax-
veiðiá, Langá, og rétt ofan við
brúna sjáum við fossinn, Skugga-
foss. 1 Álftaneshreppi vestan ár-
innar má segja, að loksins sé
komið i hinar eiginlegu Mýrar, og
þar einkennist landslag af klapp-
arhryggjum, lynggrónum flóum,
smávötnum og tjörnum á dreif.
Handan Urriðaár, sem er spöl-
korn vestan við Langá, liggur
Grimsstaðavegur til hægri að
bænum Grimsstöðum.
Alftá skilur á milli Alftanes-
hrepps og Hraunhrepps, sem
hefst vestan hennar. Hann er
fremur flatlendur og mýrlendur
hið neðra, en ofareru Alftárhraun
og Hitardalshraun. Brátt komum
við að enn einum — eða réttara
sagt enn tveimur hliðarvegum,
þvi að Sauravegur liggur til
vinstri og örsuttu seinna, Staðar-
hraunsvegur til hægri upp að
kirkjustaðnum Staðarhrauni og
Hitardal. Nokkru vestar kemur
svo Hraunhreppsvegur á aðal-
veginn og þaðan er örskammt að
Hitárá, sem rennur á mörkum
Mýra- og Hnappadalssýslu.
En frá Borgarnesi mátti einnig
aka sömu leið til baka og koma á
hringveginn rétt vestan við bæinn
Eskiholt. Þaðan er svo örskots-
spölur að bænum Ferjukoti við
Hvftárbrú. Bærinn stendur vest-
an undir háum klapparási, Þjóð-
ólfsholti, en nokkru ofar með ánni
er hinn kunni útisamkomustaður
Bórgfirðinga, á Ferjukotsbökk-
um. Og framundan er nú hið
mikla vatnsfall, Hvitá, — ein al-
bezta laxveiðiá landsins —en þaö
er einmitt hún, sem skiptir lönd-
um með Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu.
A tindi Baulu.