Tíminn - 19.09.1976, Page 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 19. september 1976.
menn og málefni
Nátttröll og
þjóðfélagsstoðir
Úti fyrir er NorOfjar&arflóinn og fiskimiö AustfirOinga. 1 sjávarbyggöunum, hvort heldur þær cru á Austfjöröum eða Vestfjöröum eða annars
staöar, er aflaö meginhluta alls þess gjaldeyris, sem viö höf um ráö á. Opinberlega hefur veriö lagt til, aö flytja fólkiö burt úr þessum byggöar-
lögum. Hvaö heldur lesandinn aö hlytist af því? Ljósmynd: VilhjálmurGuömundsson.
Gamlar raunir
Hroki er bæöi nýtt og gamalt
fyrirbæri. „Vér einir vitum”, var
einu sinni sagt á háum valdastóli.
Á nitjándu öld þótti þaö meö ó-
dæmum, ef venjulegt alþýöufólk
ætti aö fá einhverja hlutdeild i
kosningum, og þegar handhafar
vizkunnar á hæstu þrepum mann-
félagsins, uröu þó aö láta undan
siga, var slikur réttur bundinn
margs konar skilyröum um eignir
og frama, auk kynferöis, svo aö ó-
breytt alþýöan kollvarpaöi ekki
öllu fyrir sjálfskipuöum land-
stjdrnarmönnum.
1 landi eins og hinni góöu,
gömlu Danmörku þótti samt sem
áöur nauösyn til bera aö hundsa
þingviljann allt fram aö siöustu
aldamótum, og i sögunni er
Estrup eins og háösmerki yfir
lokum nitjándu aldarinnar þar i
landi.
begar danskur bóndi varö ráö-
herra, olli þaö slíku fjaörafoki
meöal ffna fólksins, aö allt ætlaöi
af göflunum aö ganga. baö var
svo hryllileg tilhugsun, aö eiga
aökoma undir sama þak, kannski
i sjálfum hirösölunum, og eigin-
kona ráöherrans, sem sagöi opin-
skátt frá þvi, aö hún heföi mjólk-
aö kýr, og margar gæöakonur
krossuöu sig i bak og fyrir, og
voru efins um, aö þær gætu geng-
iö í gegnum þá raun, sem aö þeim
var stefnt.
betta var þó ekki nema upphaf-
iö, þvi aö mannlifið og sagan
gengu sinn gang. Innan tiöar hóf-
ust jafnvel menn úr verklýösstétt
til ráöherradóms, og gömlu frúrn
ar embættismannanna, kannski
aðalsættar, sáu konur, sem höföu
jafnvel legiö á hnjánum viö aö
þvo gólf, ganga til sætis við borð
heföarfólks.
íslenzk
sigurganga
Viö eigum líka okkar sögu. Viö
höfum ekki haft heimastjórn
nema nokkuö á annan áratug, er
bóndi noröan úr landi geröist ráð-
herra, hinum sönnu góðborgurum
til sárrar blygóunar. Og hneyksl-
unin lét ekki heldur á sér standa
hérlendis: Var það ekki dæma-
laust, aö sveitaicarl skyldi veröa
ráöherra og eiga meira að segja
að veita viöskiptamálum forsjá i
miöri heimsstyrjöld? Margur
kaupsýslumaðurinn, sem taldi sig
vita neflengd sina i þeim efnum,
gat ekki duliö andúö sina á svona
háttalagi. Aftur á móti bjargaðist
þjóöin viö þau úrræöi, sem norö-
anbóndinn greip til, eins og lika
bingeyingar höföu komið sinum
verzlunarmálum heilum i höfn
með samtökum sinum og öflugri
forsjá dugandi manna, þótt við
ramman reip væri aö draga.
Seinna varð löng saga af bar-
áttu vinnandi stétta og réttlitils
fólks til réttmætra áhrifa I þvi
samfélagi, sem það bar á herðum
sér meö iðju sinni og elju. baö
yröi bók, en ekki blaðagrein, aö
rekja þá sögu, þótt aöeins væri i
megindráttum. En þaö er i stuttu
máli aö segja, að hinar háu eikur,
sem töldu sig kjörnar til þess aö
breiöa úr limi sinu i krafti auös og
valds og láta lággróöurinn hjara I
skjóli sinu, uröu aö læra nýja
lexiu. Fólkiö, sem vann höröum
höndum i sveit og viö sjó, haföi
skynjaö, aö það bar uppi mannfé-
lagið og átti þann rétt, aö frjó-
magniö væri ekki sogiö frá rótum
þess.
Stóráfangar í
mikilll sögu
Meö þeirri orku, sem þetta
leysti úr læöingi, hefur Island
skipt um yfirbragð i öllu þvi, sem
aö mannaverkum lýtur. Meðal
stórsögulegra áfanga er fram-
kvæmdabyltingin, sem gerð var
af miklu þreki, en naumum fjár-
ráðum, á árunum upp úr 1927, og
hiö frækilega framhald þessara
framkvæmda, ásamt nýskipan á
mörgum sviðum atvinnulifsins á
árunum 1934-1938, þegar þó var
jafnframt staöið andspænis þeirri
ófreskju, sem ógnaði allri heims-
byggðinni, kreppunni miklu.
Sóknarlota, sem öllum er enn i
fersku minni og gerö var meö ár-
angri, er svo til hvarvetna blasir
viö, ný af nálinni, var svo at-
vinnubylting sú, sem hófst áriö
1971 meö samstilltu átaki nýrra
stjórnarvalda og heimamanna i
byggðum hringinn i kringum
landiö, og hefur enn á ný umskap-
aö fjölda byggöarlaga og gert
þau aö enn sterkari haldreipum
þjóðfélagsins en þau hafa áöur
veriö.
Ný skip og bátar, frjó önn i
vinnslustöövum, sumum nýjum
og öörum stórlega endurbættum,
langar raðir einbýlishúsa jafnvel
heil hverfi — allt talar þetta máli,
sem er oröum skýrara. Uppskera
þjóðfélagsins af þvi, sem þarna er
iðjað, birtist svo i tölum um alveg
ótrúlegt framlag i þjóöarbúiö á
hvert mannsbarn i þessum
byggðarlögum.
„Því skal hann
virður vel"
Nú vendum við okkar kvæöi I
kross. í hugann kemur sú spurn-
ing, hvort misbrestur kunni að
vera á þvi, að erfiöisfólk 1 land-
inu, og þau byggðarlög sérstak-
lega, sem sannanlega bera
meginþunga þjóðfélagsbygging-
arinnar á heröum sér, njóti þess
hlýhugar og viröingar, er eðli-
legur væri. Er ekki þjóð, þar sem
tugþúsundir nemenda sitja ára-
tug, og sumir áratugi, við hand-
leiðslu þúsund kennara, alin upp
viö lýöræði og mannréttindi,
komin óraleið frá hroka og for-
dómum, sem taldi þá, er höfðu
sigg i lófa, af lægri manntegund
og vildu hafa vegg á milli sin og
þeirra, sem höföu vaðið slor og
mjólkaö kýr?
Erfitt er aö veita óyggjandi
svör viö þvi, hve margir hafa ból-
stað i þess konar filabeinsturni.
En undarlega virðist grunnt á þvi
hjá sumu fólki, aö upp gjósi van-
mat eða bein óvild i garð þeirra,
sem úti á landsbyggðinni búa og
leggja þjóðinni allri ekki aðeins
uppistööu þess, sem á matborö-
um hennar er, heldur einnig
obbann af þeim fjármunum, sem
á hinn sameiginlega skiptavöll
kemur.
Leggið Karþagó
borg í eyðí!
A örfáum vikum hafa mörg slik
dæmi boriö fyrir augu þeirra,
sem blöðin lesa. Fyrrverandi for-
svari kaupmannasamtakanna
skrifaði i Morgunblaðið grein,
sem var þrungin óvild i garö
þeirra, sem framleiða mjólk og
annast vinnslu hennar, og klykkti
út með heimatilbúnum dylgjum
um sóöaskap og vörusvik, sem
stangast á við strangt eftirlit,
sem uppi er haldið á öllum stigum
mjólkurmeðferðar.
1 öðru siðdegisblaðinu var um
svipað leyti grein, þar sem ráöizt
var meö offorsi á eitt af sjóþorp-
um landsins, Bildudal, og þaö
umbúöalaust kallaö „ódugnaöar-
þorp”, enda þótt trúlega mætti
sanna með órækum tölum, aö
hver Bilddælingur hafi lagt og
leggi mörgum sinnum meira i
þjóöarbúið en þessi orðhákur, ef
honum þóknaðist aö koma fram
úr myrkrinu, sem hann lætur
skýla sér. Nokkrum dögum siðar
kom annar og bætti um betur eins
og aususmiöurinn og dæmdi sjó-
þorp landsins til dauöa i einni
kippu. Þau skyldu lögö i eyöi eins
og Karþagóborg. Forsenda dóms-
ins voru þau öfugmæli, aö þau
væru dragbitur á afkomu þjóðar-
innar og ættu sök á þvi, aö kaup-
gjald væri ekki nógu hátt.
Loks óö fram á ritvöllinn, einn-
ig i ööru siðdegisblaðinu, einn
gripurinn, sem vildi saga Vest-
fjarðakjálkann af”. „Við þurfum
ekkert á honum að halda”, stóð
þar.
Horft inn í
dánarheim
Engum getum skal leitt að
sálarlifi þeirra.sem svo skrifaog
tala eöa fullyrt um hvatir þeirra,
þótt ber sé fjandskapur þeirra i
garð fólks, sem býr utan ákveö-
innar spildu á landinu. En þaö má
draga upp mynd af þvi, hvað
gerðist, ef fólkið úti á lands-
byggöinni, hvort heldur sú lands-
byggö kallast sveit eða þéttbýli,
dagaöi allt i einu uppi i likingu við
þau þjóðsögutröll, sem helzt er að
heyra, að angurgaparnir telji þaö
vera. Umskiptin yröu bæöi mikil
og örlagarík, lika fyrir þá, sem
halda sig hafa sitt á þurru viö finu
störfin. Þaö gerðist sem sé fljótt
hljóðlátt i húsgagnaverzlun kaup-
mannsins, sem ekki gat á sér set-
iö aö kasta steinum aö tilefnis-
lausu aö þeim, er ala kýr, svo
hann og aðrir fái mjólk á borð
sitt. Bildudalssérfræöingurinn
yröi þess áskynja, aö dugur færi
iskyggilega þverrandi umhverfis
hann sjálfan. Dómarinn . mikli
myndi sanna, að kaupgjald hækk-
aöi ekki, heldur yrði ekkert kaup
lengur greitt. Garparnir, sem
vilja setja sögina sina á eiðiö milli
Gilsfjarðar og Bitru, vöknuöu upp
við vondan draum aö unnu verki.
I stuttu máli sagt: Það færi
svipaö fyrir þjóöfélaginu og konu
Lots, sem varð aö saltstólpa i
eyðimörkinni. Bankarnir tæmd-
ust, og allar ávisanir yröu jafn-
marklausar. Kaupskipin lægju
viö bryggju, þvi aö ekkert væri aö
flytja á milli landa. Skólakerfið
og stjórnsýslukerfið félli i dá.
Drykkjuhúsin með spilverki sinu
stæöu tóm. Búöirnar biöu nýs
mannlifs, sem forvitiö væri um
hætti útkulnaöar þjóöar viö enda-
lok hennar. En þar myndu samt
ekki einu sinni finnast haröar
skorpur ostsins ódýra, sem Jónas
Kristjánsson vildi flytja til lands-
ins til þess að létta sveitaánauö-
inni af neytendum, þvi aö þaö
heföu aldrei veriö peningar i
handraöa til þess aö kaupa hann
og flytja til hinnar nauöstöddu
saltstólpaþjóðar.
Sic transit gloria mundi, mætti
þá segja.
En lyktin,
kaupmaður!
Þvi, sem vikiö hefur veriö aö
hér að framan, getur þó andaö til
fleiri en þess fólks, sem örlögin
hafa haslaö völl úti á landi. Það er
jafnvel ekki nóg aö eiga heima
steinsnar frá Hringbrautinni, ef
fólk vinnur til dæmis i fiski. í
grein, sem birtist I Alþýðublaö-
inu, er látiö að þvi liggja, að það
sé slikt neyöarbrauö, aö skýra
þurfi með tölum um atvinnulaust
fólk. Vinnubrögðunum er lýst á
þennan göfuga veg:
„Það var verið að karfa, og
karlar og konur stóðu þarna viö
vélarnar, handfjötluðu fiskinn,
færðu til ilát eða gerðu eitthvað
annaö álika spennandi”. Og svip-
aö bar fyrir augu gestsins annars
staðar: „Ung stúlka var aö raða
fiskflökum i dall og leit fremur
dapurlega út.”
Synd væri að segja, að viröu-
lega sé talað um verk þessa fólks,
sem einmitt er i hópi þeirra
höfuðstaðarbúa, er beitir orku
sinni til þess, er kallað er verð-
mætasköpun. Og svo veröur þetta
fólk, að sögn blaðsins, „sam-
dauna umhverfinu”. Þaö er sem
sé annar þefur i fiskvinnslustöö
Bæjarútgerðar íTeykjavikur
heldur en snyrtivörubúö, og
náttúrlega er tryggara aö geta
þess, svo aö allir skilji, hvers kon-
ar staður þetta er. Dönsku aöals-
frúrnar, sem urðu fýrir þeirri
sáru reynslu um aldamótin, að
mjaltakona varð ráðherrafrú,
hafa sjálfsagt lika borið kviðboga
fyrir lyktinni, sera við hana kynni
aö loða.
Þó aö þessi Alþýöublaösgrein
sé, svo að allrar sanngirni sé
gætt, liklega skrifuö öðrum þræði
i góöum tilgangi, eða svo er að
minnsta kosti látið i veöri vaka,
þá opnar hún þóleiöinlega innsýn
i hleypidóma skrifstofumennsk-
unnar og opinberar skilningsleysi
á þvi, hver er grundvöllur alls
þjóölifs okkar, auk þess sem
vinnu i fiskverkunarstöð er ber-
lega lýst á harla ankannalegan og
ómaklegan hátt.
Maó er nýfallinn frá, og svona
skrif kunna að benda til þess, aö
þaö væri þjóðráö, aö sem flestir
ynnu einhvern hluta árs viö fram-
leiöslustörf, svo að þeir veröi ekki
of „samdauna” annarlegu and-
rúmslofti, fjarlægu hinu raun-
verulega, þjóðnýta lifi i landinu.
Stoðir
þjóðfélagsins
Það er kominn timi til þess, að
heimskuhjali af þvi tagi, er hér
hefur verið vitnað til, sé tekiö tak,
og undirfurðulegu ógeöi á lifs-
nauðsynlegum framleiðslustörf-
um visaö til sins rétta sætis. Um-
burðarlyndi er gott, þar sem það
á viö, en margendurtekin, þjóð-
hættuleg fjarstæða á ekki neitt
umburöarlyndi skilið.
Hin réttu nátttröll I mannfélag-
inu eru þeir, sem ekki skilja svo
einfaldan sannleika, aö þeir, sem
vinna framleiðslustörf, hvort
heldur við fiskveiðar, fiskvinnslu,
búskap eða i verksmiðjum, eru
stoðir þjóðfélagsins, og verði þær
of veikar, hrynur öll byggingin.
— JH