Tíminn - 19.09.1976, Síða 29
Sunnudagur 19. september 1976.
TÍMINN
29
leikur. Þaö kemur tram i skyrslu
Willy Mangolds, aö þessiiþrótt sé
á góðri leið með að jafnást á við
fjallaklifur og kappakstur hvað
fjölda dauðaslysa snertir. Þessi
ótakmarkaða auglýsingastarf-
semi framleiðendanna ýtir undir
það, að kennarar, jafnt sem nem-
endur, vanvirða öryggisreglurn-
ar. Kæruleysi býður hættunni
heim . Dr. Seemann varar við þvi
aðbörnættu ekki að byrja að kafa
fyrr en þau eru oröin a.m.k. sex-
tán ára og eftir 30 ára aldur skyldi
enginn byrja, og aldrei án þess aö
hafa ráöfært sig við lækni fyrst.
1 júni siðastliðnum fann þyrla
lik Dieters Lippitsch, 26 ára kenn-
ara, i Eystrasaltinu. Hann hafði
flækt öndunarleiöslurnar i álaneti
og drukknað. Hann hafði ekki
fyglt tveim grundvallarreglum
kafara,þ.e. aðkafa aldrei einn og
að forðastfiskanet, ogþvi fórsem
fór. Peter Kuhnert lögreglumaö-
ur ætlaði að, kafa með kennara
sinum Hans Flaskamp niður á
fimmtiu metra dýpi i hafinu úti
fyrir Mexikó til að tina svarta
kóralla. Á leiðinni upp braut hann
þá reglu að lita aldrei af felaga
sinum og vera ætið i sjónmáli.
Þegar Flaskamp kom upp beið
hann eftir Kuhnert, en án árang-
urs. Lik hans fannst'ekki fyrr en
nú fyrir skömmu. I Miðjarðar-
hafinu drukknaði köfunarkennari
sem aleinn og án öryggislinu,
hafði kafað niður að skipsflaki.
Þegar hann synti inn i eina ká-
etuna, skelltust dyrnar allt i einu
aftur og læstust, þannig að hann
sat fastur og átti sér engrar
undankomu auðið.
Dr. Karl-Hans Klockmann
hefur gefið út skýrslu, þar sem
hann fullyrðir, að i flestum þeim
tilfellum, þegar slys verða neðan-
sjávar, sé um að kenna ónógum
undirbúningi og kæruleysi. Það er
aðeins i undantekningartilfellum,
að súrefnisflöskur springa, að
slys hljótastaf kafarahnifum eða
öndunartæki bregðist. Þá eru lika
talin með i skýrslunni árásir há-
karla.
Það sem er sérstaklega hættu-
legt, bæði fyrir áhugamenn sem
og atvinnumenn, vegna þess hve
óútreiknanlegt þaö er, er svokall-
að — djúpæði — . Þar byrjar á
u.þ.b. 40 metra dýpi og verxar
eins og þrir tvöfaldir konjaks-
sjússar á fastandi maga, eftir þvi
sem dr. Seemann segir. A fjörutiu
metra dýpi andar maðurinn að
sér fjórum sinnum meira lofti, og
þar af leiðandi fjórum sinnum
meira kolvetni heldur en ofan-
sjávar. Þessi aukning eiturs i
blóðinu leysir fituefnin i tauga-
vefunum sérlega fljótt upp, og
virkar þetta hraða fitutap eins og
lost á liffærin. Þeir sem verða
fyrir þessu, fyllast allt I einu ó-
beizlaðri dirfsku og fá undarleg-
ustu grillur. Þeir rifa ef til vill af
sér grimuna, vilja gefa fiskunum
loft eða kitla félags sina með
hnifnum sinum. Það eina sem
hægt er að gera i þessum tilfell-
um, er aö fara strax upp. Samt
veröur að gæta þess að fara ekki
of hratt, þvi að likaminn þarf á-
kveðinn tfrna til aö jafna þrýst-
inginn á lungunum. Til dæmis má
sá, sem hefur verið tólf minútur á
40 metra dýpi, aðeins hækka sig
upp að sex metra mörkunum
fyrst. Þar veröur hann að blða i
fimm minútur og siðan má hann
hækka sig um þrjá metra. Þar
• verður hann aftur að biöa I fimm
minútur og getur þá loks farið
upp á yfirborðið. Allir sem ætla
að fara hraðar, taka áhættuna á
þvi, að lungu þeirra rifni, en þaö
er venjulega banvænt. Þá er lika
hætta á kafaraveiki, en þeir sem
fá hana, verða samstundis að
fara i þrýstiherbergi eftir að þeir
koma upp. Ef það gagnar ekki,
biður þeirra annað hvort dáuðirin
eða örkuml.
Köfunarveikitilfelli finnast á
hverju ári á nær öllum köfunar-
stöövum. En þrátt fyrir þaö, er
aðeinsum þriðjungur þeirra, sem,
hafa slik þrýstiherbergi.
Hinarláta undir höfuö leggjast að'
faraúti fjárfestingarnar, sem þvi’
er samfara að fá slik herbergi,
þwíitt fyrir mikilvægi þeirra. Þess
vegna gefur dr. Seemann öllum
áhugaköfurum það ráð að fara
aðeins á þær stöðvar, þar sem
slikur útbúnaður er. Ef þeir færu
eftir þessu, neyddust hinar til að
fá sér svona herbergi, ef þær
ætluðu að vera áfram i sam-
keppninni, ella lýsa sig gjald-
þrota.
(J.B. þýddiog endursagöi.)
Til er fólk, sem heldur að því meir sem hljómtæki kosta,
þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef
orðið „betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt ná-
grennið án bjögunar.
<3ZsZ22> framleiðir einnig þannig hljómtæki. En
við höfum einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla
allar kröfur yðar um tæknileg gæði.
• Magnari sem er 30 wött meö innbyggöu fjögurra-
viddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt útvarpstæki
meö FM bylgju ásamt lang- og miðbylgju.
• Plötuspilari fyrir allar stæröir af plötum. Sjálfvirkur
eöa handstýranlegur meö vökvalyftu. Allir hraöar, 33, 45
og 78 snúningar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er
mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu. Segulbandstæki
með algerlega sjálfvirkri upptöku. Gert bæöi fyrir Stand-
ardspólur og Cr02 spólur. Upptökugæöi einstök, ekki er
heyranlegur munur á gæöum hvort spiluð er plata eöa
segulbandsspóla.
LAUSNIN ER
<325X22^ SHC 3100 sambyggðu hljómtækin.
Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að
geyma allar kröfur yðar.
Tveir hátalarar fylgja 20 wött hvor, einnig fylgja tveir
hljóönemar ásamt Cr02 casettu.
VERÐ
NÓATÚNI, SÍMI 23800,\®Ú®IRNARl
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI1980o/ ^ J
Útboð
Stjórnarnefnd Fjölbrautaskólans i Breið-
holti óskar eftir tilboðum i smiði innrétt-
inga i verkstæðishús Fjölbrautaskólans i
Breiðholti.
tJtboðsgagna má vitja á teiknistofuna
Arkhönn s.f., Óðinsgötu 7 Reykjavik, frá
þriðjudeginum 21. september 1976, gegn 10
þús. kr. skilatryggingu. Tilboðum skal
skilað á teiknistofuna Arkhönn s.f., óðins-
götu 7, i siðasta lagi fimmtudaginn 30.
september 1976 kl. 11, þar sem þau þá
verða opnuð.
Húsmæðraskólinn
Hallormsstað
tilkynnir
5 mánaða hússtjórnarnámskeið hefst við
skólann 6. janúar 1977.
Aðalkennslugreinar: matreiðsla, ræsting,
fatasaumur og vefnaður auk bóklegra
greina.
Námskeið i vefnaði og fatasaum verða
jafnframt eftir áramót og verða þau aug-
lýst siðar.
Upplýsingar gefnar i skólanum.
Skólastjóri.