Tíminn - 19.09.1976, Page 32

Tíminn - 19.09.1976, Page 32
32 TíMINr Sunnudagur 19. september 1976. barnatíminn Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afriku ekki verið”, sagði hún við sjálfa sig. Og samt sem áður vissi hún, að þetta átti að ske. Það sem negrinn gerði, tók af allan vafa. Fyrst var Alice skipað að ganga fram. Negrinn ætlaði að smeygja hringnum, sem var á keðjunni miðri, um háis- inn á henni, en opið á hringnum var of þröngt. Þá glennti þessi ferlegi negri hringinn út með handafli, og gat þá smeygt honum utan um hálsinn á henni. Siðan dró hann Alice að eins konar steðja eða skrúf- stykki, sem stóð þar úti i horni. í þessu skrúf- stykki var hringlaga þröng, og varð Alice að beygja sig niður og teygja hálsinn inn i hana. Siðan beygði skrúfþröngin hringinn saman, svo að hann féll þétt að hálsinum. Þar sem hringurinn var fest- ur saman, voru á endun- um beveiur með gati i gegnum. I þetta var rek- inn gildur, stuttur bolti. Siðan greip annar negri i hárið á Alice og þvingaði hana niður á steðjann. Siðan heyrðust tvö snögg högg. Þá var það búið. Naglinn var hnoðaður og háls- hringurinn var lokaður þannig, að ekki var hægt að losa hann af hálsinum nema beita á hann skarpri þjöl eða sterkum jámklippum. Berit var tekin næst. Hún hriðskalf og var næstum hnigin niður, er hún var dregin fram. Á hana var settur annar endahringurinn til vinstri við frú Alice.. Negranum tókst strax að smeygja honum utan um hálsinn á Berit, og svo var honum lokað i skrúfstykkinu. Siðan var naglinn settur i og hnoðaður, og Berit hélt að höfuðið myndi klofna við hvert högg. En þetta stóð ekki nema örstutta stund. Hún var laus af steðjanum og ætlaði að hreyfa sig, en þá stríkk- aði á hlekkjunum. Þá rann það upp fyrir henni, að hún væri hlekkjuð við aðra manneskju eins og þræl- ar i fomöld, og gæti ekki stigið frjálst spor. Þá brast kjarkurinn. Hún féll i grát. I gegnum grátinn heyrði hún rödd Alice, sem sagði: „Ekki að missa kjarkinn, Berit. Þú mátt ekki gefast upp. Mundu, að við erum all- ar jafnilla settar. Við er- um frá menningarlönd- um, og við skulum sýna þessum vesölu föntum, að við látum ekki bug- ast. Það er það eina, sem getur bjargað okk- ur, Berit”. Berit sá, að frú Alice hafði rétt fyrir sér og reyndi að kæfa niður grátinn, þótt það væri ekki auðvelt. Á meðan þetta gerðist, var hringnum smellt um hálsinn á Mary. Þetta hafði allt gerzt á ör- skömmum tima, og voru naumast liðnar nema 10 til 15 minútur frá þvi að þær komu út i smiðjuna og þar til þær voru allar hlekkjaðar á eina festi. Þetta gekk hjá negrunum eins og þeir væru að framkvæma hversdagsleg vinnu- brögð, og þetta væru daglegir viðburðir, að þrjár konur væru hlekkjaðar saman. Berit trúði þvi varla, að slikir atburðir gætu átt sér stað. Henni fannst þetta stundum eins og ljótur draumur. Nú héldu þær, að þess- ari þokkalegu athöfn væri lokið, og þær yrðu látnar ganga strax til baka i kofann. Ekki þurfti úr þessu að óttast, að þær legðu á flótta. En rétt þegar þær voru að ganga út úr smiðjunni, þá kom þar einn af ráns- mönnunum, einmitt sá þeirra, sem Alice hafði slegið með svipunni kvöldið góða. Hann leit á þessar hlekkjuðu stúlk- ur með háðbros á vör. Siðan gekk hann til járn- smiðsins og talaði nokk- ur orð við hann hljóðlega og benti á Alice. Smiður- inn sagði ekki neitt, en yppti öxlum og gekk inn i skúrinn. Þegar hann kom út aftur, hafði hann i hendi gilda keðju, um meter á lengd. í báðum endum hlekkjanna voru hringir með sama lagi oghálshringirnir. Þessir hringir voru settir um úlnliðina á frú Alice og þeir festir saman með hnoðnöglum. Þegar frú Alice stóð upp frá steðjanum og rétti sig upp, þá náðu hlekkirnir niður undir ökla. Nú biðu þær Berit og Mary skjálfandi þess, að sams konar hlekkir eða handjárn yrðu lika settir á þær, en það var ekki gert. Þessir þungu hlekkir voru vafalaust lagðir á frú Alice i hefndarskyni fyrir framkomu hennar við blökkumennina. Þessi fyrrverandi starfsmaður á Ramses, sem frú Alice hafði beitt órétti, gekk nú til hennar háðslegur á svipinn, lyfti hinum þungu hlekkjum og hermdi eft- ir henni skipunarorðin, sem hún viðhafði á bátn- um: „Vatn, strákur! Te strax! Kampavinið inn, letingi”. Um leið tætti hann af henni dýrmæta perlufesti, sem hún bar um hálsinn og dró af henni hringa. Hann vildi hefna sin geypilega. Nú var þeim skipað aftur i kofann. Á göng- unni þvingaði þær ekki svo mjög hlekkirnir um hálsinn og minna en þær höfðu búizt við. Hringimir, sem festir voru um hálsinn, voru með ávalar brúnir og sléttir að innan, og ef þær gengu þétt saman og voru samstiga, þá stríkkaði ekki svo mjög á hlekkjunum, og þeir voru heldur ekki mjög þungir, þótt þeir væru vitanlega sterkir. En það, sem þjáði þær mest á göngunni, voru hlekkirnir á höndum frú Alice. Þeir voru þungir og gildir. Hvert sinn, er hún steig skref, þá skullu þeir á fótleggjun- um, og var sýnilegt, að hún myndi fá sár á legg- ina, ef þær hreyfðu sig nokkuð verulega. Þær Berit og Mary reyndu að létta undir með Alice sem þær gátu, en hlekkirnir voru griðar- þungir. Berit hafði heyrt, að venjuleg vatnsfata vigtaði um 10 kg. — og þá hlutu þessir hlekkir að vega að minnsta kosti 20 kg. að henni fannst. Frú Alice gat aðeins með mestu áreynslu lyft hendinni upp að munninum. Þær Berit og Mary komu sér saman um það, að svo lengi sem þær yrðu að búa við þessar pyntingar, þá yrðu þær að mata hana eins og litið barn. Hún var alveg ósjálfbjarga. 5. . Þegar þær komu aftur að kofanum, þá hittu þær einn ræningjann. Hann tilkynnti þeim á sinni bjöguðu ensku, að frá þessari stundu væru þær frjálsar. „Quite free. — Quite free”, margtók hann upp. Þær máttu vera þar sem þeim sýndist. Berit fannst það ógeðslegt háð, að tala um að þær væru frjálsar nú, þegar þær væru hlekkjaðar saman. Hann sagði, að þeim yrði séð fyrir mat og þær mættu vera i þessum kofa. Frú Alice gerðist svo djörf að spyrja um, hve lengi þær yrðu i þessu haldi. Þá yppti maðurinn að- eins öxlum og sagði: „Kannski mánuð. Ef til vill ár. Máske alla ævi. Ég veitþað ekki”. Stúlk- urnar litu hver á aðra og þögðu. Þetta leit ekki vel út. Ungi Arabinn, sem hafði fylgt þeim til smiðjunnar, færði þeim matinn. Það var mais- grautur i skál með feitu kindakjöti. Þær fengu lika vatn i skál. Matur- inn var ekkert vondu, en hvorki fylgdi skeið né hnifur. Það var þvi ekki um annað að gera en leggjastniðurá gólfið og éta þetta eins og skepna. Ef til vill höfðu þeir gleymt að láta skeið og hnif með, eða þetta var venja hér. En eftir allri annarri framkomu hér, þá bjuggust þær helzt við, að þetta væri gert til að vanvirða þær sem mest. Vatnið var svo litið, að þær luku þvi tr*. ér „Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom- ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega snarpur i akstri. Trabantinn fer meö benzln fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meöan ég átti nýj- an lúxusbil — aö greiöa kr. 10.500 á sömu vegalengd. Aö lok- um : Stillingar og önnur þjönusta fyrirtækisins Ingvar Helga- sonh.f. hefur reynztmér bæöilipur og örugg. " Leifur Núpdal Karlsson Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419). Vorum að fá sendingu af Trabant-bifreiðum TRABANT UMBOÐIÐ INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.