Fréttablaðið - 10.12.2005, Page 35

Fréttablaðið - 10.12.2005, Page 35
LAUGARDAGUR 10. desember 2005 3 Með nýjum dælulykli er hægt að kaupa bensín á öllum stöðv- um Atlantsolíu án nokkurrar fyrirhafnar. Dælulykillinn er tengdur greiðslu- korti og er afar einfaldur í notkun. Lykillinn er borinn að lyklalesara dælunnar sem á skammri stundu gengur úr skugga um að lykill og kort sé í gildi. Þegar búið er að dæla má biðja um kvittun með því að bera dælulykilinn aftur að les- aranum. Kortið er svo skuldfært fyrir þá upphæð sem dælt er á bifreiðina hverju sinni. „Þetta er ein mesta bylting við eldsneytiskaup síðan greiðslu- kort voru kynnt fyrir um 15 árum,“ segir Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu. „Við vitum fyrir víst að bíleigendur vilja tvennt, annars vegar eldsneyti á sem bestum kjörum og hitt að það taki sem stystan tíma að nýta sér þjónustuna. Með dælulyklinum er brotið blað í þessum efnum þar sem lykileigandi þarf ekki að stimpla inn PIN-númer, velja útt- tektarupphæð eða leita að vesk- inu.“ Dælulykillinn er ókeypis og veitir einnar krónu afslátt af hverjum lítra af bensíni sem keyptur er. Lykillinn var kynntur 1. desember og hafa bensínkaup- endur sýnt talsverðan áhuga að sögn Huga. Hægt er að sækja um dælulyk- il á heimasíðu Atlantsolíu www. atlantsolia.is. ■ Ekkert kort og engir seðlar Dælulykill Atlantsolíu er einfaldur í notkun, einungis þarf að láta nemann lesa af lyklinum til að hægt sé að dæla bensíni. Bílskúrssalan er haldin í sam- vinnu við félaga ýmissa bíla-, jeppa- og mótorhjólaklúbba, auk annarra áhugamanna um vélar og tæki. „Í raun má hver sem er koma með það sem hann vill til að selja og eða skipta,“ segir Ragnar Stefánsson, verslunarstjóri í Bíla- búð Benna. Hver og einn getur sett upp bás á eigin vegum og haft vörur sínar á eigin borðum, vöru- brettum eða gólfinu eftir hent- ugleikum og er öllum velkomið að vera með að kostnaðarlausu. „Þetta er tilvalinn prúttmarkaður fyrir alla sem vilja koma gamla dótinu sínu í verð og eða skipta á öðrum hlutum. Þarna geta menn fundið hlutinn sem hefur vantað í Corvettuna í öll þessi ár, fram- brettið á jeppann sem var allt of dýrt í umboðinu eða selt moto- cross-stígvélin af syninum sem hann er vaxinn upp úr.“ Bílskúrssalan verður haldin í húsi Bílabúðar Benna, Tangar- höfða 2 á sama stað og afmælis- sýning Kvartmíluklúbbsins var haldin í október. Opið verður frá kl. 11 til 17 í dag en 13 til 17 á morgun sunnudag. ■ Bílskúrssala í Bílabúð Benna Bílabúð Benna stendur fyrir bílskúrssölu og útsölu í Bíla- búðinni um helgina. Allir eru velkomnir með það sem þeir vilja selja eða skipta. Nýi Yaris-inn hefur bæði verið lengdur og breikkaður, auk þess sem hjólhafið er meira en á fyr- irrennaranum. Þetta þýðir meðal annars allnokkra stækkun á far- angursrými. Mikið verður um dýrðir hjá Toyotaumboðinu á Nýbýlavegi í tengslum við frumsýninguna á Yarisnum. Meðal annars munu gestir eiga þess kost að sjá fyrsta piparkökubílskúrinn sem útbúinn hefur verið af landsliðsbökurum utan um Toyota Yaris. Opið er í dag frá kl. 12 til 16 og á morgun sunnudag frá kl 13 til 16. Nýr Yaris Um helgina verður frumsýndur nýr Toyota Yaris hjá umboðinu. Nýr Toyota Yaris verður frumsýndur um helgina. Allir sem taka bensín hjá Shell fá skafmiða sem gefur þeim möguleika á að vinna miða á jólatónleika Frost- rósa sem haldnir verða í Laugardals- höll 10. desember. Leikurinn er í samstarfi við stórtón- leika Frostrósa og Bylgjuna. Margir skemmtilegir aukavinningar eru í boði en vinningar eru á öllum miðum. jólaleikur } Jólatónleikar með bensíninu VINNINGAR Á ÖLLUM SKAFMIÐUM HJÁ SHELL.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.