Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 42
42 28. janúar 2005 FÖSTUDAGURMÁNUDAGUR 12. desember 2005 16
Sunnubraut 4 - 230 R.nesbær
157,5m2 hæð og ris ásamt 32,5m2 bílskúr. Hæð-
in skiptist í 3 svefnh., bað, stofu og eldhús, í risi eru
2 svefnh. og eitt óeinangrað geymslurými. Í eldhúsi
er upprunaleg innrétting og dúkur á gólfi. Parket á
stofu. Baðherbergi flísalagt. Eign á góðum stað
með mikla möguleika. 19 m.
Suðurhóp 3-5 - 240 Grindavík
Fullbúið 168m2 parhús með innbyggðum bílskúr.
Eignin er hönnuð af Sólark arkitektar ehf. og bygg-
ingarefni er einangrunarkubbar, klæddir með áli,
sedrusviður á göflum sem setur skemmtilegan svip
á heildarútlit. Innréttingar og hurðar úr spónlagðri
eik, eikarparket á gólfum. Baðherbergi flísalagt.
Whirlpool ísskápur, örbylgjuofn og uppþvottavél úr
stáli fylgja. Lóðin skilast grófjöfnuð en bílaplan
hellulagt með snjóbræðslukerfi. Eignin afhendist
1.mars 2006. Skilalýsing og teikningar á skrifstofu
Fasteignastofu Suðurnesja. Verð: 28 m.
Skólavegur 48 - 230 R.nesbær
Glæsilegt 138m2 einbýlishús með 54,4m2 tvöföld-
um bílskúr, teiknað af Kjartani Sveinssyni. 3 svefnh.
ásamt innréttuðu herbergi í bílgeymslu. Húsið er
mjög vel viðhaldið, bæði að utan sem innan. Ný-
legar innréttingar, gólfefni og lagnir. Fallegur garður
er við húsið með stórri verönd. Innkeyrsla er
stimpluð með hitalögn. Eignin stendur á besta stað
í bænum, í nálægð við skóla og íþróttamiðstöð
Reykjensbæjar.38 m.
Njarðvíkurbraut 47 - 260 R.nesb.
88,4 m2 miðbil í iðnaðarhúsnæði með geymsl-
ulofti. Nýlegar vatns- og raflagnir. Sameiginlegur
inngangur og salerni. 6,5 m.
Fr
u
m
Dofraberg
Um er að ræða 210 fm. parhús ásamt 28 fermetra bíl-
skúr. Eignin er á tveimur hæðum. Neðri hæð telur flísa-
lagða forstofu, flísalagt hol, 1 stórt herbergi með eik-
arparketi á gólfi (unnt að skipta í 2), salerni, þvottahús
og geymslu. Innangengt er úr geymslu í bílskúr. Efri
hæð telur 2 svefnherbergi með parketi á gólfi, stofu,
eldhúskrók og eldhús með parketi. Fallegt baðhergi
með flísum á gólfi, nýrri innréttingu, sturtu og baðkeri.
Úr stofu er gengið út á svalir. Úr svefnherbergi er hægt
að ganga út á rúmgóðan pall. Garður er gróinn og fal-
legur. Eignin stendur í hinu vinsæla Setbergshverfi, þar
sem stutt er í skóla og alla þjónustu. Verð 44.500.000
Höllin Við höfum fengið til sölumeðferðar
söluturninn Höllina á Selfossi, Höllin er staðsett
við hliðina á Fosstúni (heimavist FSU). Söluturn-
inn er vel tækjum búinn til pizzugerðar og al-
mennrar skyndibitasölu auk sælgætis og tó-
baksölu. Hér er um að ræða tækifæri fyrir dug-
legt fólksem vill skapa sér sína atvinnu. Nánari
uppl. á skrifstofu Árborga.
– E i g n i r t i l s ö l u —
Fr
um
Árbakki Vorum að fá í sölu mjög vel staðsett
einbýlishús í Fosslandinu á Selfossi. Húsið
stendur innst í botnlanga á 919,6 m2 eignarlóð
við árbakkann. Húsið er steypt og afhendist fok-
helt að innan og fullbúið utan. Húsið er 145,8 m2 auk 39,2m2 bílskúrs. Eignin
skiptist í samkvæmt teikningu, 3 mjög rúmgóð herbergi, þar af eitt með fata-
herbergi, þvottahús, eldhús, hol, rúmgóða stofu og andyri með snyrtingu.
Skemmtilega hönnuð eign á góðum stað. Verð 24.700.000
Birkigrund Vorum að fá í einkasölu fallegt par-
hús í vinsælu hverfi á Selfossi. Eignin telur; flísa-
lagða forstofu með stórum skáp, forstofuherbergi,
flísalagt eldhús með mjög fallegri innréttingu,
hjónaherb. með skápum, barnaherb., þv.hús, flísa-
lagt baðherb., hol og stofu með uppteknu lofti og
parketi á gólfi. Bílskúr er 26 m2 og er upptekið loft í honum. Búið er að stimpil-
steypa stétt með hitalögn og ljósum í. Stór sólpallur með heitum potti er á suður-
hlið hússins. Mjög snyrtileg eign á góðum stað í grónu hverfi. Verð 25.900.000
Fyrirtæki - Hveragerði
Höfum fengið til sölumeðferðar rótgróið þjónustufyrirtæki í Hveragerði með mörgum
föstum viðskiptavinum. Fyrirtækið er í eigin húsnæði og fylgja því öll tæki og til reksturs-
ins. Töluverð sóknarfæri eru fyrir fyrirtækið á svæðinu. Gott fyrirtæki sem gefið hefur
góðar tekjur. Frekari upplýsingar á Skrifstofu Árborga.