Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 28
[ ]fyrir börn eru mjög mikilvægar á heimilum. Litlar hendur fikta í ýmsu sem þær eiga ekki að fikta í og ef foreldrar geta ekki haft augun á barninu allan daginn er betra að hafa allar öryggisvarnir í lagi.Öryggisvarnir Ólafur Hjálmarsson verkfræð- ingur er brautryðjandi í því að hanna hljóðvist í hús. En hvað er hljóðhönnun? „Ég lít á húsnæði eins og hljóð- færi og notkunin skiptir miklu máli. Þegar hún er á hreinu er næsta skref að finna hvað er hæfileg hljómlengd í rýminu. Svo hannar maður út frá því og reikn- ar út þennan svokallaða ómtíma sem er sá tími sem það tekur hljóð að falla um 60 desibel. Ég er núna að reikna út hljóðvist í skóla þar sem annars vegar er kvartað undan of hljómmiklu rými, þar sem margar bekkjardeildir eru saman að læra í opnu umhverfi og hins vegar undan of litlum hljómi í sal þar sem kórinn ætlar að syngja. Hljóðhönnun gengur út á að tryggja hæfilegan hljóm.“ Ólafur segir hljóðvist umhverf- ismál málanna í Evrópu og finnst Íslendingar fremur seinir að átta sig á því. Á allra síðustu árum segir hann þó fólk vera að átta sig á mikilvægi kyrrðar bæði heima og á vinnustað. „Með hækkuðu fasteignaverði gerir fólk meiri kröfur,“ segir hann og kveðst oft kallaður til að mæla hjóðeinagrun milli íbúða þar sem íbúar séu óánægðir. Einnig segir hann mikið farið að spá í þetta atriði í skólum og að Ingunnarskóli í Grafarholti sé gott dæmi um byggingu þar sem vel hafi tekist til. „Þar lögðu menn áherslu á hljóðhönnun og sýndu því skilning að það þyrfti mæling- ar til að sannreyna að loftklæðn- ingin virkaði eins og hún átti að gera,“ segir hann og er í framhald- inu spurður hvaða efni séu notuð í klæðningar til að dempa hljóð. „Þau eru mörg og hljóðhönnun þarf að gera í nánu samstarfi við arkitekt því við erum að vinna með sýnilegt yfirborð. Best er að nota loftflötinn því þar fellur minnst ryk til. Fyrir skóla og skrifstofur eru annað hvort notaðar gataðar gifsplötur eða pressaðar gler- eða steinullarplötur með álímdri filmu sem er sprautuð eftir kúnstar- innar reglum. Það er líka hægt að vinna með veggi og skilrúm. Í skilrúmum er gott að hafa steinull á bak við en næst götunum gler- trefjadúk, bæði til að dempa hljóð- ið og ekki síður til að koma í veg fyrir trefjasmit úr ullinni út í and- rúmsloftið. Þegar byggingarefnið er hart þá er það ekki efnið sjálft heldur götin og það sem er á bak við þau sem drekka í sig hljóðið. Hljóð er í raun bara bylgju- hreyfing í loftinu og það þarf að sjá til þess að bylgjan fari inn í bak- rýmið, dempist þar og komi miklu veikari til baka. Gólfefni er yfir- leitt hart af praktískum ástæðum. Flísar og steinteppi eru slæm efni upp á hljóðvist að gera en parkett og dúkur dempa hljóðið meira.“ Ólafur segir þá miklu bylgju sem nú ríður yfir og birtist í að hafa opið skrifstofulandslag kalla á sér- stakar hljóðvistaraðgerðir. „Það er ekki síst símaónæðið sem hrellir fólk í opnum rýmum og það þarf að leysa. Til dæmis er hægt að hafa þannig fyrirkomulag að síminn hringi ekki heldur birtist síminn á tölvuskjánum þegar hann hringir. Það er óþolandi að síminn hringi í auðum bás.“ Hljóðvist í húsum er heilsufarsmál El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Ný sending af fjölbreyttum jólakrönsum og fullt af öðrum jóla- og gjafavörum fyrir heimilið. Úrval af lömpum og ljósakrónum. Fallegar vörur - gott verð Gefðu heimilinu fallega gjöf. Evíta Hárgreiðsla og gjafavörur Starmýri 2, 108 Rvík • s: 553-1900 www.evita.is Ólafur segir Íslendinga að vakna til vitundar um óþægindin sem stafi af stöðugum hávaða. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Ingunnarskóli er eitt þeirra húsa sem Ólafur hefur hannað hljóðvist í og þar gengur fólki vel að vinna í opnu rými. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þegar við vorum að glíma við hvolrýmið í Orkuveituhúsinu sagði einn arkitektinn að þessi hljóðráðgjafi væri búinn að gata fyrir honum allt húsið. Svo held ég hann hafi verið sáttur þegar upp var staðið,“ segir Ólafur, sem einmitt var hljóðrágjafinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.