Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 12
12 12. desember 2005 MÁNUDAGUR NOREGUR 67 ára gamall maður ætlar að kvænast sautján ára gamalli stúlku og borgar móð- urinni fyrir 800 þúsund norsk- ar krónur, eða um átta milljón- ir íslenskar. Skrifað var undir samninginn í apríl í fyrra og hefur maðurinn þegar látið móðurina hafa einn tíunda upp- hæðarinnar. Afgangurinn verð- ur greiddur þegar hjónabandið hefur hlotið blessun. Stúlkan er fædd og uppal- in í austurhluta Noregs. Faðir hennar er norskur en móðirin frá Asíu. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, segist ekki hafa keypt sér brúði með þessum samningi. „Ég veit að sumir telja að þetta sé man- sal en þetta er sá háttur sem hafður er á í landi móðurinn- ar. Allir sem ætla að kvænast konu þaðan verða að gera svona samning. Ég hef útskýrt fyrir henni að svona séu hlutirnir ekki í Noregi en hún vill þetta samt,“ segir hann. Börn mannsins telja um man- sal að ræða og hafa áhyggjur af föður sínum. Þau segja að hann hafi kynnst stúlkunni fyrir þrem- ur árum og fengið stúlkuna á heilann. Hann hafði þá verið frá- skilinn í tíu ár. Faðir stúlkunnar ætlar að gera allt sem hann getur til að vernda dóttur sína. - ghs 67 ára maður semur um að kvænast ungri stúlku: Brúður fyrir átta milljónir FRÁ NOREGI 67 ára gamall maður hefur gert samning við konu frá Asíu, sem býr í Noregi, um að borga átta milljónir króna fyrir að fá að kvænast sautján ára dóttur hennar. DÓMSMÁL 21 árs gamall maður hefður verið sviptur ökuleyfi í þrjú ár og sektaður um 225 þús- und krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 30. október ók maðurinn undir áhrif- um áfengis og án ökuskírteinis austur Egilsbraut í Neskaupstað að húsi Landsbjargar við Nesgötu þar sem lögregla stöðvaði hann. Maðurinn játaði brot sitt ský- laust fyrir dómi, en þyngd refs- ingar hans skýrist nokkuð af fyrri afbrotum hans. Árið 2002 var hann dæmdur í þrjátíu daga fang- elsi, skilorðsbundið í tvö ár, og sama ár var hann sektaður bæði fyrir hrað- og ölvunarakstur. - óká Ók drukkinn í Neskaupstað: Sektaður og sviptur leyfinu SLAGSMÁL Á ÞINGI Til handalögmála kom milli þingmanna úr herbúðum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á Suður-Kóreu- þingi í Seúl fyrir helgi. Stjórnarandstæð- ingar vildu hindra að umdeild lög um einkaskóla fengjust samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að fjalla á nýjan leik um þátt Tryggva Lárussonar í Dettifoss- málinu svonefnda en það snýst um stórfelldan innflutning á fíkniefnum. Héraðsdómur dæmdi Tryggva til refsingar fyrir að hafa keypt tæp átta kíló af amfetamíni í Roosendaal í Hollandi í byrjun júlí á síðasta ári þrátt fyrir að þrjú vitni hafi borið að hann hafi verið staddur á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku á sama tíma. Í dómnum segir að vitnisburð- ur og framburður Tryggva um að hann hafi verið staddur á Hróars- kelduhátíð dagana 30. júní til 5. júlí 2004 útiloki ekki veru hans í Hollandi og Þýskalandi áður. Síðar í dómnum segir svo að sannað sé að hann hafi annast kaup á amfet- amíninu í byrjun júlí. Ósamræmið felst í því að á einum stað fellst dómurinn á að Tryggvi hafi verið á Hróars- keldu í júlíbyrjun en nokkrum línum síðar er hann sagður hafa keypt amfetamínið í Hollandi á sama tíma. „Það verður þrautin þyngri fyrir ákæruvaldið að vinda ofan af þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Tryggva. Hann hefur lagt fram gögn um enn fleira fólk sem vitnað geti um veru Tryggva á Hróarskeldu í júlíbyrjun 2004 og segir að ef vitnin staðfesti mál sitt fyrir dómi liggi fyrir að Tryggvi verði sýknaður. - bþs Héraðsdómur fær hluta Dettifossmálsins aftur vegna ósamræmis í dómi: Var á Hróarskelduhátíðinni SVEINN ANDRI SVEINSSON Verjandi Tryggva Lárussonar. SAMGÖNGUR Forsvarsmenn SAS- Group hafa tilkynnt að flugfélagið muni hefja áætlunarflug til lands- ins í lok mars á næsta ári. Flogið verður frá Ósló og hingað. SAS-Group hefur fest kaup á fleiri flugvélum upp á síðkastið og það opnar fyrir flug til Íslands, að sögn forsvarsmanna fyrirtæk- isins. „Það eru sterk bönd á milli Noregs og Íslands og þau byggja á gamalli hefð. Einnig eru í dag sterk viðskiptasambönd milli þessara tveggja landa,“ segir Petter Jansen, forstjóri SAS- Braathens, sjálfstæðs flugfélags sem flýgur til landsins. - sk Fleiri kostir í millilandaflugi: SAS flýgur aftur til Íslands Prófkjör í febrúar Sjálfstæðismenn á Ísafirði munu halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga í febrúar, samkvæmt fréttum Bæjarins besta. Framboðsfrestur er til 21. janúar. ÍSAFJÖRÐUR UPPLÝSINGATÆKNI Ísland verður eitt tilraunasamfélaga fyrir raf- ræn viðskipti í Evrópu. Undirritaður hefur verið samstarfssamningur um rekst- ur tilraunasamfélagsins, en það tengist verkefni sem unnið hefur verið að frá 2003. „Ísland er í for- ystu í hópi Evrópulanda sem í hálft þriðja ár hafa unnið að undirbún- ingi ETeB-verkefnisins, European Network of National Testbeds for eBusiness,“ segir í Útherja, frétta- blaði Útflutningsráðs. „Fyrir- sjáanlegt er að þróun rafrænna viðskipta mun hafa veruleg áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana á Íslandi.“ Fram kem- ur að auk Útflutningsráðs standi Staðlaráð, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Reykjavíkurborg, Samtök atvinnulífisins og fleiri að verkefninu. - óká Samstarfssamningur: Ísland verður tilraunaland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.