Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 76
KA tapaði fyrir Steaua Búkarest í Rúm- eníu í gær 30-21 og er því úr leik í áskor- endakeppni Evrópu í handknattleik með samtals átta marka tap úr báðum leikj- unum. „Við byrjuðum alveg skelfilega og vorum eiginlega að klóra í bakkann nær allan leikinn. Við fengum tækifæri til að minnka muninn í eitt mark í stöðunni 19-17 en fengum dæmdan á okkur ruðning í hraðaupphlaupi. Þeir náðu þá að skora og Jonni fékk rautt spjald og þá gáfust menn eiginlega upp. Við spiluð- um ágætlega á köflum en áttum fjórtán sóknir sem við enduðum ekki með skoti og það er alveg hrikalega mikið,“ sagði Reynir Stefánsson, þjálfari KA. Hann segir að Jónatan Magnússon hafi verið besti leikmaður liðsins í gær og þá hafi Hreiðar Guðmundsson, Hörður Fannar Sigþórsson og Rögnvaldur Johnsen átt ágætis leik en aðrir áttu dapran dag. „Þetta lið er ekkert mikið betra í handbolta en við, það má segja að við höfum klúðrað þessu í heimaleiknum. Þar vorum við komnir með fjögurra marka for- skot sem við missum niður.“ Ferðalag KA til Rúmeníu var langt og erfitt en liðið lenti í Rúmeníu um hádegi á föstu- dag. „Það var engin loftkæling í rútunni sem tók á móti okkur en hún var síðan 1928, það var ægilegt að lenda í því. Svo var farið með okkur á hót- elið sem var eins og gamla ÍSÍ-hótelið. Það eru gormar upp úr öllum dýnum og maturinn var vondur. Það fyrsta sem við fengum að borða var kjúklingur, það eina sem við vildum ekki borða enda er fuglaflensa að ganga í Rúmeníu. Um kvöld- ið var síðan kjúklinga- súpa og leggur með, við afþökkuðum máltíðina á laugardagskvöldið og fengum síðan aftur kjúkling eftir leikinn! Botninum var náð þegar Ragnar Njáls- son fann ánamaðk í súpunni sinni,“ sagði Reynir í gær en þá voru flestir liðsmenn KA á leiðinni á McDonald´s. ÆVINTÝRI HJÁ HANDBOLTALIÐI KA: FJÖRUG FERÐ TIL BÚKAREST Fengu ánamaðk með kjúklingasúpunni TENNIS Rússneska kynbomban Anna Kournikova íhugar þessa dagana hvort hún eigi að taka spaðann almennilega úr hillunni og fara að keppa sem atvinnu- maður. Anna hefur ekki leikið sem atvinnumaður síðan 2003. Anna lék sýningarleik um helg- ina gegn Martinu Hingis í Brasilíu en þær stöllur unnu tvíliðaleikinn á opna ástralska mótinu í tvígang á sínum tíma. Hingis ætlar að byrja að keppa á ný en Anna er enn að hugsa málið. - hbg Anna Kournikova: Útilokar ekki endurkomu ANNA KOURNIKOVA Yrði vinsælt ef hún myndi byrja að keppa aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Ungstirnið LeBron James heldur áfram að fara á kostum í NBA-deildinni en þessi tvítugi gutti skoraði 52 stig þegar Cleveland tapaði fyrir Milwaukee, 111-106. Þetta var hæsta stigaskor leikmanns í vetur. James hitti 19 af 29 skotum sínum utan af velli og þar af 5 af 9 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem James skorar yfir 50 stig. Síðast skoraði hann 56 stig en í bæði skiptin sem hann hefur skoraði yfir 50 stig hefur Cleveland tapað. - hbg LeBron James sjóðheitur: Skoraði 52 stig í tapleik LEBRON JAMES Verður betri með hverjum leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Framtíð Daníels Hjalta- sonar hjá Víkingi er enn í mikilli óvissu. Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, mun ræða við Daníel í vikunni en hann vill halda leik- manninum hjá félaginu. „Ég er enn ákveðinn í því að reyna að komast eitthvert annað enda búinn að vera hérna ansi lengi. Ég var búinn að fá munnlegt leyfi fyrir því að fá að fara en málið er núna hjá Magga þjálfara. Við erum að fara að ræða þetta mál en það er ekkert komið á hreint.“ - egm Daníels Hjaltason: Fer úr Víkinni FÓTBOLTI Michael Essien, leikmað- ur Chelsea, er ekki vinsælasti knattspyrnumaðurinn á Bret- landseyjum þessa dagana. Hann hefur í tvígang brotið skelfilega af sér í vetur og er að fá stimpil sem ruddi. „Ég er alls ekki grófur leik- maður. Ef fólk lítur yfir minn feril þá sést það svart á hvítu,“ sagði Essien. „Ég var að reyna að fara í boltann gegn Hamann og þetta var alls ekki viljandi. Ég er ekki leikmaður sem reynir að fótbrjóta andstæðinginn.“ - hbg Michael Essien: Ég er ekki gróf- ur leikmaður MICHAEL ESSIEN Á undir högg að sækja þessa dagana. > Við hrósum... ... handknattleiksdeild KA, sem heldur án nokkurs vafa úti bestu heimasíðu allra handboltaliða á Íslandi í dag. Vef- urinn er uppfærður daglega með lifandi og skemmtileg- um fréttum og KA-menn buðu síðan upp á úrvals þjónustu í gær þegar þeir voru með lifandi uppfærslur af Evrópu- leiknum. Önnur lið mega svo sannar- lega taka KA sér til fyrirmyndar. Meira svona KA-menn. 40 12. desember 2005 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Óbreytt staða Ekki er enn ljóst hvort að miðjumað- urinn Hólmar Örn Rúnarsson hjá Keflavík geri samning við sænska liðið Trelleborg. „Samningaviðræður standa yfir en þær mjakast hægt áfram. Þetta tekur allt sinn tíma en ég býst við að niðurstaða fáist í þessari viku,“ sagði Rúnar Arnarsson, faðir Hólmars og stjórnarmaður hjá Keflavík. HANDBOLTI Garðbæingurinn Vil- hjálmur Halldórsson er hrakfalla- bálkur sem á fáa sína líka. Hann hefur meiðst mun oftar en eðlilegt getur talist og hann varð fyrir enn einu áfallinu í gær. Þá var hann að keppa með liði sínu, Skjern, í Evr- ópukeppninni og fljótlega í fyrri hálfleik lenti Vilhjálmur í slæmu samstuði. Hann lá eftir óvígur og steinrotaður. „Þetta var svakalegt högg. Ég man bara eftir að hafa hoppað upp og svo rankaði ég við mér síðar á gólfinu,“ sagði Vilhjálmur við Fréttablaðið í gær, en talsverð hræðsla greip um sig á meðal forráðamanna Skjern þar sem Vilhjálmur var steinrotaður og svo byrjaði fljótlega að blæða úr munninum á honum. „Það stíflaðist á mér nefið og því fór blóðið niður í kokið á mér. Ég hóstaði því síðan út. Ég er rosalega bólginn á nefinu og það er ekkert hægt að sjá fyrr en eftir svona þrjá daga þegar bólgan hjaðnar. Læknarnir telja nokkuð víst að ég sé brotinn. Vonandi er ekkert meira brotið en erfitt að segja um það í dag,“ sagði Vil- hjálmur. Skjern sigraði leikinn, 30-26, og er því komið áfram í Evrópu- keppninni. Þess má geta að Vil- hjálmur meiddist einnig í fyrri leik liðanna en hann var búinn að jafna sig af þeim meiðslum í gær. En er Vilhjálmur óheppnasti handboltamaður heims? „Ég veit það ekki. Ætli ég sé samt ekki sá vitlausasti því ég kem alltaf aftur,“ sagði Vilhjálm- ur og hló dátt þótt hann væri enn nokkuð kvalinn. Alltaf stutt í grínið hjá þessum jákvæða strák sem hefur ósjaldan séð það svart, en hann hefur meðal annars misst tennur í handboltaleik. Hann lætur meiðslin ekki stöðva sig? „Það er leikur um næstu helgi og ég ætla að vera með. Annars er ég að verða ansi vígalegur svona tannlaus með hanakamb og vænt- anlega með grímu út af nefinu. Það er ekki hægt að verða víga- legri,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur rotaðist og er sennilega nefbrotinn Seinheppni handboltakappinn Vilhjálmur Halldórsson varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar hann rotaðist í Evrópuleik með félagi sínu, Skjern. ÆTLAR AÐ SPILA UM NÆSTU HELGI Vilhjálmur lætur rothöggið í gær ekki stöðva sig og stefnir á að spila um næstu helgi og að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.