Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 30
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR4 Enn fleiri sniðugar og ódýrar hugmyndir verða sýndar í þættinum Veggfóðri í kvöld. Í þættinum verður sýnt hvernig Anna Karen Hauksdóttir hefur breytt gólfdúk í borðdúk og hvernig hún notar fataskápinn sinn undir þvottavélina og þurrkarann sinn. Anna Karen er formaður starfs- mannafélagas Íslandsbanka og á sæti í stjórn samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Í íbúðinni sinni hefur hún bryddað upp á nokkrum sniðugum lausnum. Þar á meðal hefur hún hálfgert þvottahús inni í fataskáp í svefnherberginu sínu. ,,Þetta var hugmynd frá bróður mínum, Einari, sem er húsasmíða- meistari. Skápurinn snýr nefnilega að baðherberginu þannig að það var mjög stutt í allar pípulagnir. Einar smíðaði skápinn þess vegna djúpan þannig að þvottavélin kæmist fyrir í honum. Annars hefði þvottvélin tekið svo mikið pláss inni á baðher- bergi. Ég hefði þurft að breyta því öllu og til dæmis þurft að henda baðkarinu út,“ segir Anna. Hún segir jafnframt að þvotta- vélin og þurrkarinn taki ekki of mikið pláss frá henni inni í svefn- herbergi. ,,Ég var alveg tilbúin að fórna þessu skápaplássi fyrir þvottahús, því maður er með stráka sem eru í íþróttum og þarf að þvo af á hverjum degi.“ Þurrkarinn er barkalaus og segir Anna að það lofti ágætlega í gegnum skápinn og síðan pass- ar hún bara upp á að hafa glugga opinn í herberginu. ,,Svo er þetta líka ágætt fyrir fötin sem eru inni í skápnum. Þegar fötin fá smá hita verða þau bara drellifín, þannig að þurrkarinn virkar sem gufu- straujárn í leiðinni,“ segir Anna og hlær. Aðra hugmynd sem Anna Karen sýnir í þættinum má finna í eldhúsinu hennar. ,,Ég fékk dúka- lagningamann til þess að leggja línóleumdúk yfir plastborðplötu sem var fyrir. Þessi hugmynd kom einnig frá bróður mínum,“ segir Anna Karen. Að sögn Önnu Karen- ar er efnið mjög sterkt og end- ingargott. Það má setja allt ofan á dúkinn, jafnvel heita pönnu eða potta. Þar að auki er mjög auðvelt að þrífa dúkinn. Vala Matt segist vera ánægð með þessar hugmyndir því þær séu enn ein viðbótin við allar þær frumlegu og einföldu lausnir sem litið hafa dagsins ljós í þáttunum. Hönnunar- og lífsstílsþátturinn Veggfóður verður á dagskrá sjón- varpsstöðvarinnar Sirkus í kvöld klukkan 21. steinthor@frettabladid.is Þvottahús í fataskápnum Anna Karen sýnir Völu inn í þvottahúsið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gólfdúkurinn fellur vel að eldhúsinnréttingunni og er auk þess mjög fallegur. Línóleumdúkurinn nýtist vel í eldhúsinu hjá Önnu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEGGFÓÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.