Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 03 96 12 /0 5 Jólagjöfin í ár! LEIKIR - TÓNLIST - KVIKMYNDIR - NETIÐ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Frá Kína berast þau gleðitíðindi að mjallhvít íslensk stúlka hafi hlotið heimsmeistaratitil í fegurð í kvennaflokki. Heimsmeistaratign er stórkostlegur árangur hjá ekki eldri manneskju, og full ástæða til að taka undir árnaðaróskir forseta Íslands og forsætisráðherra til Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur. For- setahjónin tóku fram í sínu skeyti að Unnur Birna hafi orðið landi og þjóð til sóma og þau ættu nú aldeil- is að hafa vit á því. ÍSLAND kemur vel út í alþjóðleg- um afreksmælingum um þessar mundir. Við erum í sjöunda sæti hvað varðar þjóðartekjur á mann og í sjöunda sæti í lífsgæðum. Við höfum líka sjöunda mesta olnboga- rými á hvern íbúa í ferkílómetr- um talið. Aðeins tíu þjóðir stunda hvílubrögð af meira kappi en við Íslendingar. Við erum í þriðja sæti í jafnréttismálum, í áttunda sæti varðandi lífslíkur, í níunda sæti vegna hreinleika og í sjöunda sæti síðast þegar alþjóðleg fegurð kvenna var mæld - þótt við hljót- um augljóslega að færast ofar á þann lista eftir afreksverk Unnar Birnu. ALLT er þetta harla gott og þá er ótalmargt ótalið sem er fagurt og jákvætt. Hér hafa hlutabréf þá náttúru að þau hækka stöðugt í verði svo að fjárfestar geti sofið áhyggjulausir. Kærleikurinn í viðskiptalífinu er slíkur að hér kaupa fyrirtækin hluti í hvert öðru þannig að þau hafa sameig- inlega blóðrás og eru öll stálheil- brigð meðan hlutabréfamarkaðir í öðrum löndum eru sannkölluð pestarbæli þar sem enginn veit hver annan grefur. Til að gull- tryggja að menn skaðist ekki á því að eiga peninga eru íslenskar krón- ur meira að segja verðtryggðar til eilífðar, þannig að þótt deyi orðstír og frændur deyr féð aldregi, svo að vitnað sé í Hávamál. ÞRÁTT fyrir þessa dásamlegu vel- gengni á öllum sviðum er sífelld heimtufrekja í gamalmennum, öryrkjum, láglaunafólki og nei- kvætt og niðurdrepandi tuð í jafn- réttissinnum, kvenréttindakonum, kvótaleysingjum og afturhalds- kommatittum. Kverúlantar með kröfuspjöld umkringja Alþingis- húsið svo að þingheimur kemst varla í jólafrí. Hvenær skyldu Íslendingar átta sig á því að hér ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu? Miss Ísafold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.