Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 88

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 03 96 12 /0 5 Jólagjöfin í ár! LEIKIR - TÓNLIST - KVIKMYNDIR - NETIÐ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Frá Kína berast þau gleðitíðindi að mjallhvít íslensk stúlka hafi hlotið heimsmeistaratitil í fegurð í kvennaflokki. Heimsmeistaratign er stórkostlegur árangur hjá ekki eldri manneskju, og full ástæða til að taka undir árnaðaróskir forseta Íslands og forsætisráðherra til Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur. For- setahjónin tóku fram í sínu skeyti að Unnur Birna hafi orðið landi og þjóð til sóma og þau ættu nú aldeil- is að hafa vit á því. ÍSLAND kemur vel út í alþjóðleg- um afreksmælingum um þessar mundir. Við erum í sjöunda sæti hvað varðar þjóðartekjur á mann og í sjöunda sæti í lífsgæðum. Við höfum líka sjöunda mesta olnboga- rými á hvern íbúa í ferkílómetr- um talið. Aðeins tíu þjóðir stunda hvílubrögð af meira kappi en við Íslendingar. Við erum í þriðja sæti í jafnréttismálum, í áttunda sæti varðandi lífslíkur, í níunda sæti vegna hreinleika og í sjöunda sæti síðast þegar alþjóðleg fegurð kvenna var mæld - þótt við hljót- um augljóslega að færast ofar á þann lista eftir afreksverk Unnar Birnu. ALLT er þetta harla gott og þá er ótalmargt ótalið sem er fagurt og jákvætt. Hér hafa hlutabréf þá náttúru að þau hækka stöðugt í verði svo að fjárfestar geti sofið áhyggjulausir. Kærleikurinn í viðskiptalífinu er slíkur að hér kaupa fyrirtækin hluti í hvert öðru þannig að þau hafa sameig- inlega blóðrás og eru öll stálheil- brigð meðan hlutabréfamarkaðir í öðrum löndum eru sannkölluð pestarbæli þar sem enginn veit hver annan grefur. Til að gull- tryggja að menn skaðist ekki á því að eiga peninga eru íslenskar krón- ur meira að segja verðtryggðar til eilífðar, þannig að þótt deyi orðstír og frændur deyr féð aldregi, svo að vitnað sé í Hávamál. ÞRÁTT fyrir þessa dásamlegu vel- gengni á öllum sviðum er sífelld heimtufrekja í gamalmennum, öryrkjum, láglaunafólki og nei- kvætt og niðurdrepandi tuð í jafn- réttissinnum, kvenréttindakonum, kvótaleysingjum og afturhalds- kommatittum. Kverúlantar með kröfuspjöld umkringja Alþingis- húsið svo að þingheimur kemst varla í jólafrí. Hvenær skyldu Íslendingar átta sig á því að hér ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu? Miss Ísafold

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.