Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 69
12. desember 2005 MÁNUDAGUR 33 Allt þetta í einum pakka DVP-NS360 SONY DVD SPILARI • Spilar R-1,R-2 (sjónvarp þarf að styðja NTSC) • Spilar CD/CDR/CDRW/VCD/SVCD/MP3/JEPG DVD-R/DVD+R/DVD-RW/DVD+RW • Dolby Digital DTS Verð áður 12.950 krónur HTSS600 SONY HEIMABÍÓ • Útvarpsmagnari 600W RMS • S-Master Digital magnari • Dolby Digital,DTS,Dolby Pro Logic II • 5 hátalarar + Bassahátalari Verð áður 49.950 krónur KLVS32A10 SONY 32"LCD SJÓNVARP • 32" LCD sjónvarp • 1366x768 pixel Upplausn • Contrast 1000:1 • Birta 500 cd/m2 • Borðstandur (hægt að snúa) • High Definition Ready Verð áður 219.950 krónur Skýrari mynd en þú átt að venjast ...og aðeins 1 fjarstýring fyrir öll tækin. á mánuði* í 12 mán uði eða 219.950 krón ur staðgreitt. Listaverð 282.850 krónur Heildarpakkinn! 18.329 kr. *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 32” Kaupauki Kaupauki Í tilefni af því að Óperukór Hafn- arfjarðar heldur upp á fimm ára afmæli sitt um þessar mundir hefur hann bætt við á dagskrá sína aðventutónleikum sem haldnir verða í Víðistaðakirkju klukkan 20 í kvöld. Fluttar verða íslenskar og erlendar jólaperlur og Elín Ósk Óskarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Björg Karitas Jónsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Gréta Jóns- dóttir, Björn Björnsson, Kjartan Ólafsson, Birgir Hólm Ólafsson, Ari B.Gústafsson, Kristinn Kristinsson, Haraldur Baldursson og Stefán Arngrímsson syngja einsöng. Óperukórinn var stofnaður síð- sumars árið 2000 undir nafninu Söngsveit Hafnarfjarðar. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöng- kona og undirleikari Peter Máté. Kórinn telur nú 70 manns og er skipaður söngfólki bæði með mikla reynslu eða menntun á sviði söng- listarinnar. Kórinn heldur jafnan árlega vortónleika auk þess að syngja við ýmis önnur tækifæri. Þá hefur hann tvisvar boðið upp á galakvöld með Vínartónlist, glæsilega skemmtun með flutningi Vínar- og óperutón- listar og þekktustu einsöngvurum landsins auk girnilegs málsverðar og vínardansleiks. ÓPERUKÓRINN Var stofnaður síðsumars árið 2000 undir nafninu Söngsveit Hafnarfjarðar. Óperukórinn fagnar í Víðistaðakirkju Ragnarök eftir Þórhall Heimisson er bráð- skemmtileg og fræðandi bók um orrusturnar sem enn í dag hafa áhrif á líf okkar. Séra Þórhallur er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Útgefandi er bókaút- gáfan Hólar. Bókaút-gáfan Pjaxi hefur sent frá sér hið viða- mikla rit Mosfells- bær - saga byggðar í 1100 ár, sem er eftir þá Bjarka Bjarnason og Magnús Guðmundsson. Í bókinni er rakin saga sveitarfélagsins allt frá landnámi til okkar daga og þar koma við sögu Egill Skallagrímsson, Viðeyjarmunkar, úti- legumenn á Mosfellsheiði og liðsmenn The Kinks, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Bókin er um 500 blaðsíður að stærð og prýdd um 700 ljósmyndum sem fæstar hafa birst áður. Bókaút-gáfan Stöng hefur sent frá sér Fimm í fjársjóðs- leit eftir Enid Blyton, ævintýra- sögu um félagana fimm sem komast heldur betur í feitt þegar skipsflak rekur á land í Fagurey og spurningar vakna um fjársjóð. Spennan færist í aukana þegar einhverjir fleiri en þau reynast vera í fjársjóðsleit. Ævin-týra- fjallið eftir Enid Blyton er komin út hjá bókaútgáf- unni Stöng. Ævintýra- bækurnar eru trúlega vinsælustu barna- og unglinga- bækur, sem út hafa komið á íslensku. Með þessari bók hefst endurútgáfa þessa vinsæla bókaflokks. Mynda-bókin Mamma er best eftir Björk Bjarkadóttur er komin út hjá Máli og menningu. Björk hefur áður sent frá sér vinsælar bækur fyrir yngstu börn- in, meðal annars Gíra stíra og bækurnar um Óla og súperömmu. NÝJAR BÆKUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.