Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 69

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 69
12. desember 2005 MÁNUDAGUR 33 Allt þetta í einum pakka DVP-NS360 SONY DVD SPILARI • Spilar R-1,R-2 (sjónvarp þarf að styðja NTSC) • Spilar CD/CDR/CDRW/VCD/SVCD/MP3/JEPG DVD-R/DVD+R/DVD-RW/DVD+RW • Dolby Digital DTS Verð áður 12.950 krónur HTSS600 SONY HEIMABÍÓ • Útvarpsmagnari 600W RMS • S-Master Digital magnari • Dolby Digital,DTS,Dolby Pro Logic II • 5 hátalarar + Bassahátalari Verð áður 49.950 krónur KLVS32A10 SONY 32"LCD SJÓNVARP • 32" LCD sjónvarp • 1366x768 pixel Upplausn • Contrast 1000:1 • Birta 500 cd/m2 • Borðstandur (hægt að snúa) • High Definition Ready Verð áður 219.950 krónur Skýrari mynd en þú átt að venjast ...og aðeins 1 fjarstýring fyrir öll tækin. á mánuði* í 12 mán uði eða 219.950 krón ur staðgreitt. Listaverð 282.850 krónur Heildarpakkinn! 18.329 kr. *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. 32” Kaupauki Kaupauki Í tilefni af því að Óperukór Hafn- arfjarðar heldur upp á fimm ára afmæli sitt um þessar mundir hefur hann bætt við á dagskrá sína aðventutónleikum sem haldnir verða í Víðistaðakirkju klukkan 20 í kvöld. Fluttar verða íslenskar og erlendar jólaperlur og Elín Ósk Óskarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Björg Karitas Jónsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Gréta Jóns- dóttir, Björn Björnsson, Kjartan Ólafsson, Birgir Hólm Ólafsson, Ari B.Gústafsson, Kristinn Kristinsson, Haraldur Baldursson og Stefán Arngrímsson syngja einsöng. Óperukórinn var stofnaður síð- sumars árið 2000 undir nafninu Söngsveit Hafnarfjarðar. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöng- kona og undirleikari Peter Máté. Kórinn telur nú 70 manns og er skipaður söngfólki bæði með mikla reynslu eða menntun á sviði söng- listarinnar. Kórinn heldur jafnan árlega vortónleika auk þess að syngja við ýmis önnur tækifæri. Þá hefur hann tvisvar boðið upp á galakvöld með Vínartónlist, glæsilega skemmtun með flutningi Vínar- og óperutón- listar og þekktustu einsöngvurum landsins auk girnilegs málsverðar og vínardansleiks. ÓPERUKÓRINN Var stofnaður síðsumars árið 2000 undir nafninu Söngsveit Hafnarfjarðar. Óperukórinn fagnar í Víðistaðakirkju Ragnarök eftir Þórhall Heimisson er bráð- skemmtileg og fræðandi bók um orrusturnar sem enn í dag hafa áhrif á líf okkar. Séra Þórhallur er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Útgefandi er bókaút- gáfan Hólar. Bókaút-gáfan Pjaxi hefur sent frá sér hið viða- mikla rit Mosfells- bær - saga byggðar í 1100 ár, sem er eftir þá Bjarka Bjarnason og Magnús Guðmundsson. Í bókinni er rakin saga sveitarfélagsins allt frá landnámi til okkar daga og þar koma við sögu Egill Skallagrímsson, Viðeyjarmunkar, úti- legumenn á Mosfellsheiði og liðsmenn The Kinks, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Bókin er um 500 blaðsíður að stærð og prýdd um 700 ljósmyndum sem fæstar hafa birst áður. Bókaút-gáfan Stöng hefur sent frá sér Fimm í fjársjóðs- leit eftir Enid Blyton, ævintýra- sögu um félagana fimm sem komast heldur betur í feitt þegar skipsflak rekur á land í Fagurey og spurningar vakna um fjársjóð. Spennan færist í aukana þegar einhverjir fleiri en þau reynast vera í fjársjóðsleit. Ævin-týra- fjallið eftir Enid Blyton er komin út hjá bókaútgáf- unni Stöng. Ævintýra- bækurnar eru trúlega vinsælustu barna- og unglinga- bækur, sem út hafa komið á íslensku. Með þessari bók hefst endurútgáfa þessa vinsæla bókaflokks. Mynda-bókin Mamma er best eftir Björk Bjarkadóttur er komin út hjá Máli og menningu. Björk hefur áður sent frá sér vinsælar bækur fyrir yngstu börn- in, meðal annars Gíra stíra og bækurnar um Óla og súperömmu. NÝJAR BÆKUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.