Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 62

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 62
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR36 SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 11/11- 17/11 180 18/11- 24/11 150 25/11- 1/12 167 21/10- 27/10 194 28/10- 3/11 168 4/11- 10/11 166 Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, á sér eftir- lætishús við Vesturgötuna þar sem hann gæti alveg hugsað sér að eyða meiri tíma. „Uppáhaldshúsið mitt þessa dagana er pínulítið timburhús á Vesturgötu 16b. Þetta er bakhús sem sést ekki frá götunni og þar átti Benedikt Gröndal skáld heima síðustu tuttugu ár ævi sinnar. Þetta hús er í svolítilli vanhirðu en það er eins og Benedikt hafi bara gengið út úr því í gær. Engu hefur verið breytt og það er eins og að stíga inn í horfna veröld að koma þar inn. Mér skilst að það eigi að flytja það upp í Árbæjar- safn, sem mér líst frekar illa á og myndi taka fyrir ef ég mætti ráða.“ Guðjón er þekktur fyrir ævisögur sínar en ekki síður fyrir rannsóknir á Reykjavík fyrri tíma sem komið hafa út á bókum. Hann er því mjög kunnugur Reykjavík og veit þar um fjölda áhugaverðra húsa þó þetta sé í uppáhaldi. „Hús með mikla sögu hafa alltaf höfðað til mín en það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki gaman af nýjum húsum og flottum arkítektúr.“ Nýjasti ritsigur Guðjóns er ævisaga Hannesar Hafstein. Þeir Benedikt Gröndal hafa örugglega drukkið kaffi saman í bakhúsinu við Vesturgötu 16b og rökrætt um skáldskap og Guðjón hefði örugglega þegið molasopa í þeim félagsskap. DRAUMAHÚSIÐ Heimili Benedikts Gröndal Arkitektar Varmárskóla eru ýmsir enda skólinn byggður í nokkrum áföngum. Helst ber að nefna Hörð Bjarnason, Guðmund Guðjónsson, Þorvald Krist- mundsson og Vilhjálm Hjálmarsson en hann teiknaði viðbætur sem teknar voru í nokun 1982 og 1997. VARMÁRSKÓLI Greiningardeild Íslandsbanka spáir hækkun á húsnæði til skamms tíma. Fjölbýli í Reykjavík virðist hafa hækkað um 2,9% í nóvember, sem er nokkuð umfram meðaltals- hækkanir síðustu mánuði. Sérbýli hækkaði um 5,1% á sama tíma og það er líka talsvert umfram það sem verið hefur undanfarið. Þó ber þess að geta að ekki voru allar sölutölur komnar fram þegar þetta yfirlit var gert en þær eru vænt- anlegar um miðjan mánuðinn. Greiningardeildin gerir frem- ur ráð fyrir að kaupendur íbúðar- húsnæðis reyni að fjárfesta áður en hækkun á vöxtum íbúðarlána gengur að fullu í garð en Íbúða- lánasjóður og bankarnir hækkuðu flestir vextina fyrir skemmstu. Af þeim sökum býst greiningardeild- in við verðhækkun til skamms tíma á íbúðarhúsnæði. Hækkun til skamms tíma 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Guðjón Friðriksson hefur dálæti á húsum sem hafa sögu þó hann kunni líka að meta nýjan arkítektúr. Enn hækkar húsnæðið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.